Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar 10. september 2025 15:01 Grænland og Danmörk Í Napóleonsstyrjöldinni veðjaði Danmörk/Noregur á rangan hest og eftir tap Frakka neyddist Danmörk til að afsala sér völdum yfir Noregi til Svíþjóðar en hélt yfirráðum sínum yfir Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, sem höfðu verið hluti af norska konungsríkinu. (Kiel sáttmálinn 1814). Grænland hafði verið undir Noregi frá 1261 og fór með Noregi inn í danska ríkið. Frá þeim tíma er hægt að tala um formleg dönsk yfirráð yfir Grænlandi, sem síðan hefur verið dönsk nýlenda. Með stjórnarskrárbreytingu 1953 var staða Grænlands sem dönsk nýlenda afnumin og landið formlega skilgreint sem hérað (amt) í danska ríkinu. Grænlendingar urðu þá danskir ríkisborgarar. Grænland og ESB Þegar Danmörk gekk í ESB árið 1973 (þá Efnahagsbandalagið, EBE) fylgdi Grænland með í kaupunum, enda var það þá danskt hérað. Eftir að Grænlendingar fengu aukna sjálfstjórn árið 1979 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla 1982 um aðild að ESB. Niðurstaðan var að meirihluti Grænlendinga vildi úrsögn úr ESB, aðallega vegna óánægju þeirra með sjávarútvegsstefnu ESB, sem Grænlendingar töldu skerða stjórn þeirra á eigin fiskimiðum. Grænland yfirgaf svo ESB árið 1985, en er þó enn hluti af Danmörku. Grænland er skilgreint af ESB sem hluti af ”Ytri löndum og landsvæðum ESB” (Overseas Countries and Territories, OCT) sem eru svæði sem tengjast ESB ríkjum stjórnarfarslega en sem eru ekki hluti af ESB. Þetta þýðir að Grænland er ekki hluti af innri markaðnum eða tollabandalaginu, en hefur sérstök viðskiptakjör og samstarfssamninga við ESB. Þrátt fyrir aukna heimastjórn og sjálfstjórn hafa Danir enn formlegt vald yfir mikilvægum málum á Grænlandi, svo sem utanríkismálum, varnarmálum og myntmálum. Grænland er auðugasta ríki heims. Grænland býr yfir góifurlegum náttúruauðlindum: sjávardýrum, málmum (sjaldgæfum jarðefnum, úrani, gulli, járni o.fl.), vatnsafli og möguleikum á olíu- og gasvinnslu. Margir telja að tekjur af þessum auðlindum ættu að renna beint til Grænlendinga, ekki Dana. Sjálfstæði gæti gert Grænlendingum kleift að gera eigin samninga við ríki og fyrirtæki um nýtingu auðlinda myndi færa Grænlendingum óskorað vald yfir eigin framtíð og stefnumótun. Sjálfstæði Grænlands Samkvæmt alþjóðalögum, meðal annars stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, eiga þjóðir rétt á sjálfsákvörðun. Margir Grænlendingar telja að fullveldi sé eðlilegt framhald af sjálfstæðisbaráttu sinni. Grænlendingar eru flestir Inúítar með eigin tungumál, hefðir og menningu, sem er mjög frábrugðin dönsku og danskri menningu. Margir telja því að sjálfstæði Grænlands styrki og verndi grænlenska menningu betur en tengsl við Danmörku, þar sem danska hefur lengi haft yfirburði í stjórnsýslu og menntakerfi landsins. Í hugum Grænlendinga hafa áhrif danskra yfirráða verið neikvæð, sem kemur fram meðal annars í ójafnræði í menntun, launum, heilbrigðisþjónustu, nauðungarflutningum og alvarlegu misrétti gagnvart íbúum og menningu landsins (sbr. spíralmálið). Sjálfstæði væri táknrænn réttarbót og leið til að endurheimta þjóðarstolt. Spíralmálið „Spíralmálið“ (lykkjumálið) í Grænlandi var skipulagt verkefni þar sem þúsundir grænlenskra stúlkna og kvenna fengu spírala (getnaðarvarnerlykkjur) settan upp á sjöunda áratugnum, oftast án samþykkis. Málið er nú rannsakað sem alvarlegt mannréttindabrot og sem tákn um nýlenduarfleifð Dana í Grænlandi. Málið kom fyrst að fullu fram í fjölmiðlum árið 2017, þegar danskir blaðamenn opinberuðu skjöl sem sýndu umfang málsins. Um helmingur kynþroska stúlkna á Grænlandi voru þá gerðar ófrjóar. Í kjölfarið kröfðust grænlensk stjórnvöld opinberrar rannsóknar og viðurkenningar á brotum Dana gegn grænlenskum konum. Spíralmálið er oft nefnt sem dæmi um nýlenduvald Dana og um skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti Grænlendinga. Ísland og Grænland Fullveldi Íslands árið 1918 og stofnun lýðveldis árið 1944 voru góð fordæmi fyrir aðrar þjóðir á Norðurlöndum sem vildu losna undan yfirráðum Dana. Grænlenskir sjálfstæðissinnar hafa oft nefnt Ísland sem innblástur og fyrirmynd, þar sem Íslendingar sýndu að lítið þjóðríki geti staðið á eigin fótum. Íslensk stjórnvöld hafa jafnan viðurkennt rétt Grænlendinga til sjálfsákvörðunarréttar samkvæmt alþjóðalögum. Á vettvangi Norðurlandaráðs hefur Ísland verið jákvætt gagnvart því að styrkja stöðu Grænlendinga og Færeyinga sem sjálfstæðra fulltrúa í ráðinu, og Ísland hefur oft tekið undir sjónarmið um að Grænland þurfi að hafa sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi, jafnvel þótt það sé enn hluti af danska ríkinu. Bandaríkin hafa sýnt Grænlandi aukinn áhuga og vilja efla beint samband við grænlensk stjórnvöld, án afskipta frá Danmörku. Þetta vakti mikla athygli árið 2019 þegar Donald Trump forseti Bandaríjanna lét kanna möguleikann á að kaupa Grænland af Dönum. Þótt mörgum hafi þótt hugmyndin fjarstæðukennd, endurspeglaði hún raunverulega áhuga Bandaríkjanna á að tryggja sér áhrif á svæðinu. Bandaríkin hafa aukið fjárhagslega og pólitíska aðstoð til Grænlands, til dæmis með því að opna bandaríska ræðisskrifstofu í Nuuk árið 2020. Bandaríkin líta á Grænland sem afar mikilvægt hernaðarlegt varnar- og eftirlitssvæði, auðlindageymslu og lykilhlutverk í norðurslóðapólitík, og vilja tryggja áframhaldandi áhrif sín og bandalagsríkja sinna á Grænlandi. Grænlendingar eiga sjálfir að ráða sinni framtíð og sínum örlögum. Þeir ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu og vilja nú slíta sig alfarið úr sambandi við Dani, þrátt fyrir rúmlega 3 milljarða danskra króna í árlegan styrk frá Dönum.Íslendingar ættu að styðja af fullum krafti við sjálfstæðisbaráttu Grænlands. Því vekur því furðu að íslenskir ráðamenn lýsi ítrekað yfir að þeir „standi með Dönum“. Í sjálfstæðismálum Grænlands ætti Ísland að styðja málstað Grænlendinga! Höfundur er læknir og fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Grænland og Danmörk Í Napóleonsstyrjöldinni veðjaði Danmörk/Noregur á rangan hest og eftir tap Frakka neyddist Danmörk til að afsala sér völdum yfir Noregi til Svíþjóðar en hélt yfirráðum sínum yfir Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, sem höfðu verið hluti af norska konungsríkinu. (Kiel sáttmálinn 1814). Grænland hafði verið undir Noregi frá 1261 og fór með Noregi inn í danska ríkið. Frá þeim tíma er hægt að tala um formleg dönsk yfirráð yfir Grænlandi, sem síðan hefur verið dönsk nýlenda. Með stjórnarskrárbreytingu 1953 var staða Grænlands sem dönsk nýlenda afnumin og landið formlega skilgreint sem hérað (amt) í danska ríkinu. Grænlendingar urðu þá danskir ríkisborgarar. Grænland og ESB Þegar Danmörk gekk í ESB árið 1973 (þá Efnahagsbandalagið, EBE) fylgdi Grænland með í kaupunum, enda var það þá danskt hérað. Eftir að Grænlendingar fengu aukna sjálfstjórn árið 1979 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla 1982 um aðild að ESB. Niðurstaðan var að meirihluti Grænlendinga vildi úrsögn úr ESB, aðallega vegna óánægju þeirra með sjávarútvegsstefnu ESB, sem Grænlendingar töldu skerða stjórn þeirra á eigin fiskimiðum. Grænland yfirgaf svo ESB árið 1985, en er þó enn hluti af Danmörku. Grænland er skilgreint af ESB sem hluti af ”Ytri löndum og landsvæðum ESB” (Overseas Countries and Territories, OCT) sem eru svæði sem tengjast ESB ríkjum stjórnarfarslega en sem eru ekki hluti af ESB. Þetta þýðir að Grænland er ekki hluti af innri markaðnum eða tollabandalaginu, en hefur sérstök viðskiptakjör og samstarfssamninga við ESB. Þrátt fyrir aukna heimastjórn og sjálfstjórn hafa Danir enn formlegt vald yfir mikilvægum málum á Grænlandi, svo sem utanríkismálum, varnarmálum og myntmálum. Grænland er auðugasta ríki heims. Grænland býr yfir góifurlegum náttúruauðlindum: sjávardýrum, málmum (sjaldgæfum jarðefnum, úrani, gulli, járni o.fl.), vatnsafli og möguleikum á olíu- og gasvinnslu. Margir telja að tekjur af þessum auðlindum ættu að renna beint til Grænlendinga, ekki Dana. Sjálfstæði gæti gert Grænlendingum kleift að gera eigin samninga við ríki og fyrirtæki um nýtingu auðlinda myndi færa Grænlendingum óskorað vald yfir eigin framtíð og stefnumótun. Sjálfstæði Grænlands Samkvæmt alþjóðalögum, meðal annars stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, eiga þjóðir rétt á sjálfsákvörðun. Margir Grænlendingar telja að fullveldi sé eðlilegt framhald af sjálfstæðisbaráttu sinni. Grænlendingar eru flestir Inúítar með eigin tungumál, hefðir og menningu, sem er mjög frábrugðin dönsku og danskri menningu. Margir telja því að sjálfstæði Grænlands styrki og verndi grænlenska menningu betur en tengsl við Danmörku, þar sem danska hefur lengi haft yfirburði í stjórnsýslu og menntakerfi landsins. Í hugum Grænlendinga hafa áhrif danskra yfirráða verið neikvæð, sem kemur fram meðal annars í ójafnræði í menntun, launum, heilbrigðisþjónustu, nauðungarflutningum og alvarlegu misrétti gagnvart íbúum og menningu landsins (sbr. spíralmálið). Sjálfstæði væri táknrænn réttarbót og leið til að endurheimta þjóðarstolt. Spíralmálið „Spíralmálið“ (lykkjumálið) í Grænlandi var skipulagt verkefni þar sem þúsundir grænlenskra stúlkna og kvenna fengu spírala (getnaðarvarnerlykkjur) settan upp á sjöunda áratugnum, oftast án samþykkis. Málið er nú rannsakað sem alvarlegt mannréttindabrot og sem tákn um nýlenduarfleifð Dana í Grænlandi. Málið kom fyrst að fullu fram í fjölmiðlum árið 2017, þegar danskir blaðamenn opinberuðu skjöl sem sýndu umfang málsins. Um helmingur kynþroska stúlkna á Grænlandi voru þá gerðar ófrjóar. Í kjölfarið kröfðust grænlensk stjórnvöld opinberrar rannsóknar og viðurkenningar á brotum Dana gegn grænlenskum konum. Spíralmálið er oft nefnt sem dæmi um nýlenduvald Dana og um skort á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti Grænlendinga. Ísland og Grænland Fullveldi Íslands árið 1918 og stofnun lýðveldis árið 1944 voru góð fordæmi fyrir aðrar þjóðir á Norðurlöndum sem vildu losna undan yfirráðum Dana. Grænlenskir sjálfstæðissinnar hafa oft nefnt Ísland sem innblástur og fyrirmynd, þar sem Íslendingar sýndu að lítið þjóðríki geti staðið á eigin fótum. Íslensk stjórnvöld hafa jafnan viðurkennt rétt Grænlendinga til sjálfsákvörðunarréttar samkvæmt alþjóðalögum. Á vettvangi Norðurlandaráðs hefur Ísland verið jákvætt gagnvart því að styrkja stöðu Grænlendinga og Færeyinga sem sjálfstæðra fulltrúa í ráðinu, og Ísland hefur oft tekið undir sjónarmið um að Grænland þurfi að hafa sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi, jafnvel þótt það sé enn hluti af danska ríkinu. Bandaríkin hafa sýnt Grænlandi aukinn áhuga og vilja efla beint samband við grænlensk stjórnvöld, án afskipta frá Danmörku. Þetta vakti mikla athygli árið 2019 þegar Donald Trump forseti Bandaríjanna lét kanna möguleikann á að kaupa Grænland af Dönum. Þótt mörgum hafi þótt hugmyndin fjarstæðukennd, endurspeglaði hún raunverulega áhuga Bandaríkjanna á að tryggja sér áhrif á svæðinu. Bandaríkin hafa aukið fjárhagslega og pólitíska aðstoð til Grænlands, til dæmis með því að opna bandaríska ræðisskrifstofu í Nuuk árið 2020. Bandaríkin líta á Grænland sem afar mikilvægt hernaðarlegt varnar- og eftirlitssvæði, auðlindageymslu og lykilhlutverk í norðurslóðapólitík, og vilja tryggja áframhaldandi áhrif sín og bandalagsríkja sinna á Grænlandi. Grænlendingar eiga sjálfir að ráða sinni framtíð og sínum örlögum. Þeir ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu og vilja nú slíta sig alfarið úr sambandi við Dani, þrátt fyrir rúmlega 3 milljarða danskra króna í árlegan styrk frá Dönum.Íslendingar ættu að styðja af fullum krafti við sjálfstæðisbaráttu Grænlands. Því vekur því furðu að íslenskir ráðamenn lýsi ítrekað yfir að þeir „standi með Dönum“. Í sjálfstæðismálum Grænlands ætti Ísland að styðja málstað Grænlendinga! Höfundur er læknir og fullveldissinni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar