Innlent

Fundu fyrir jarð­skjálfta í Hvera­gerði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þónokkrir íbúar fundu fyrir skjálftanum.
Þónokkrir íbúar fundu fyrir skjálftanum.

Íbúar í Hveragerði fundu fyrir skjálfta rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.

Í Facebook-hópi Hvergerðina hefur birst fjöldi færslna um jarðskjálfta sem bæjarbúar fundu fyrir.

„Já, það er svona að búa í Hveragerði,“ segir einn íbúi og annar lýsir skjálftanum líkt og bíl hafi verið keyrt á hús þeirra.

„Hann er samkvæmt frummati hjá okkur 2,1 og verður líklega ekkert mikið stærri en það,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

„Hann er nálægt bænum, hann er rétt einn og hálfan kílómetra frá syðri bæjarmörkunum.“

Í tilkynningu frá Náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn reið yfir klukkan 18:42 og 2,2 að stærð.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×