Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2025 08:45 Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, Vísir/Viktor Það er ákall í samfélaginu um að efla kennslu íslensku sem annars máls og mikilvægt að auka samstarf og efla íslensku sem annað mál sem sérstaka faggrein. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. Þetta segir Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, einkum kennsla fullorðinna. Fagið þurfi frekari viðurkenningu „Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það er ákall í samfélaginu meðal innflytjenda, kennara, símenntunarmiðstöðva og háskólans. Og við vitum auðvitað bara í umræðunni í samfélaginu að það þarf að stilla saman strengi og huga að samstarfi. Ætlunin er svolítið að reyna að fá viðurkenningu á faginu sem slíku. Þetta er sér fag, það er ekki það sama að kenna íslensku sem móðurmál og íslensku sem annað mál,“ sagði Ingibjörg sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að kalla hópinn saman og stilla saman strengi meðal þeirra sem málið snertir og tengjast faginu. Fagið sem slíkt sé tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi. „Hlutirnir hafa bara gerst hratt og upp til hópa eru mjög margir bara móðurmálskennarar sem eru að kenna núna íslensku sem annað mál. Þannig það þarf svolítið að vekja athygli á þessu og reyna að finna út til dæmis hvar skóinn kreppir,“ segir Ingibjörg. „Við erum að nota vinnu og fjármagn, hver í sínu horni, og við þyrftum í rauninni að samnýta þetta betur og búa frekar til samstarfsverkefni.“ Þurfum að sýna þolinmæði Aðspurð segir hún að það sé hennar upplifun að það sé mikill vilji meðal innflytjenda til þess að læra íslensku. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. „Málið er að úrræðin, námsefnið og sjálft samfélagið það þarf að opna augu okkar allra fyrir því að við eigum alltaf fyrst að ávarpa fólk á íslensku og ekki að skammast okkar fyrir það. Alveg sama þó að við höfum sterkan grun um að viðkomandi tali ekki íslensku. Við eigum alltaf að gefa fólki tækifæri á því að tala íslensku,“ segir Ingibjörg, en vitalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Háskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Boðað hefur verið til tveggja daga ráðstefnu hjá Háskólanum á Akureyri í næstu viku þar sem íslenska sem annað mál verður í brennidepli, einkum kennsla fullorðinna. Fagið þurfi frekari viðurkenningu „Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það er ákall í samfélaginu meðal innflytjenda, kennara, símenntunarmiðstöðva og háskólans. Og við vitum auðvitað bara í umræðunni í samfélaginu að það þarf að stilla saman strengi og huga að samstarfi. Ætlunin er svolítið að reyna að fá viðurkenningu á faginu sem slíku. Þetta er sér fag, það er ekki það sama að kenna íslensku sem móðurmál og íslensku sem annað mál,“ sagði Ingibjörg sem var til viðtals um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilgangur ráðstefnunnar sé meðal annars að kalla hópinn saman og stilla saman strengi meðal þeirra sem málið snertir og tengjast faginu. Fagið sem slíkt sé tiltölulega nýtt af nálinni hér á landi. „Hlutirnir hafa bara gerst hratt og upp til hópa eru mjög margir bara móðurmálskennarar sem eru að kenna núna íslensku sem annað mál. Þannig það þarf svolítið að vekja athygli á þessu og reyna að finna út til dæmis hvar skóinn kreppir,“ segir Ingibjörg. „Við erum að nota vinnu og fjármagn, hver í sínu horni, og við þyrftum í rauninni að samnýta þetta betur og búa frekar til samstarfsverkefni.“ Þurfum að sýna þolinmæði Aðspurð segir hún að það sé hennar upplifun að það sé mikill vilji meðal innflytjenda til þess að læra íslensku. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. „Málið er að úrræðin, námsefnið og sjálft samfélagið það þarf að opna augu okkar allra fyrir því að við eigum alltaf fyrst að ávarpa fólk á íslensku og ekki að skammast okkar fyrir það. Alveg sama þó að við höfum sterkan grun um að viðkomandi tali ekki íslensku. Við eigum alltaf að gefa fólki tækifæri á því að tala íslensku,“ segir Ingibjörg, en vitalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Háskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira