„Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Árni Sæberg skrifar 11. september 2025 14:27 Kjartan Magnússon er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan árshlutareikning Reykjavíkurborgars sýna fram á að meirihlutinn hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til júní 2025 var lagður fram í borgarráði í dag. Þar kom meðal annars fram að rekstrarniðurstaða A-hluta, sem er sá rekstur sem er fjármagnaður með skatttekjum, fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA), hafi sýnt jákvæða niðurstöðu um 3,3 milljarða króna. Eftir fjármagnsliði og afskriftir hafi afkoman verið neikvæð um 47 milljónir króna. Þá hafi rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A- og B-hluta, verið jákvæð um 5,1 milljarða króna, sem sé 4,7 milljörðum betri niðurstaða en á sama tímabili árið 2024. Rekstrarniðurstaða hafi verið 1,6 milljarði króna betri en áætlað var. Ekkert lát á skuldasöfnun Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt árhlutareikningunum versni fjárhagsstaða borgarinnar enn. Ljóst sé að meirihluti borgarstjórnar hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. „Árshlutareikningurinn fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir að ekkert lát er á ábyrgðarlausri skuldasöfnun þrátt fyrir stórauknar tekjur. Borgin eyðir miklu fé um efni fram og með stórfelldri skuldasöfnun er reikningurinn sendur á komandi kynslóðir. Borgarsjóður var rekinn með 47 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Er þetta mun lakari niðurstaða en áformað var í fjárhagsáætlun ársins en samkvæmt henni átti reksturinn að skila 438 milljóna króna afgangi. Frávikið nemur 484 milljónum króna til hins verra.“ „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða fegrar rekstrarreikninginn Hvað 5,1 milljarðs afgangs af rekstri samstæðu borgarinnar varðar segir Kjartan að hann sé allur til kominn vegna matsbreytinga fjárfestingareigna, að lang mestu leyti Félagsbústaða hf. Matsbreyting eigna Félagsbústaða hafi numið 7,3 milljörðum króna á tímabilinu. „Slík matsbreyting er reiknuð stærð, sem skilar ekki raunverulegum tekjum til rekstrarins. Matshækkun félagslegra íbúða borgarinnar er færð sem hagnaður á rekstrarreikningi og er þar veigamikill þáttur vegna mikillar hækkunar á húsnæðisverði. Um er að ræða bókhaldslegan hagnað en ekki peningalegan og er umdeilt hvort rétt sé að færa slíkan froðuhagnað í rekstrarreikning. Slíkur ábati vegna hækkunar fasteignaverðs yrði ekki innleystur nema með sölu eigna, sem engin áform eru um. Þar sem ekki stendur til að selja félagslegar íbúðir í eigu Reykjavíkurborgar er orðið ,,fjárfestingareignir“ varla réttnefni yfir þær,“ segir Kjartan. Án umræddrar matsbreytingar fjárfestingareigna nemi tap samstæðu Reykjavíkurborgar 2.183 milljónum króna á tímabilinu. Skuldir aukast um tvo milljarða á mánuði Þá segir hann að þróun skulda Reykjavíkurborgar gefi að mörgu leyti skýrari mynd af rekstri hennar en sjálfur rekstrarreikningurinn. „Á einungis sex mánuðum, frá ársbyrjun til júníloka, hækkuðu skuldir borgarsjóðs um 12.567 milljónir króna eða um rúma tvo milljarða á mánuði. Námu skuldir borgarsjóðs 216.142 milljónum í lok tímabilsins. Skuldaaukningin nemur rúmum sex prósent á þessu sex mánaða tímabili.“ Samkvæmt gildandi eigi skuldir borgarsjóðs að hækka um 11.680 milljónir króna á árinu 2025 og nema 218.531 milljón í lok þess. Skuldir borgarsjóðs hafi þegar verið orðnar 216.142 milljónir eftir fyrstu sex mánuðina samkvæmt uppgjörinu. Þá hafi skuldir samstæðu Reykjavíkurborgar hækkað um tæpa tuttugu milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins og numið 544.653 milljónum króna hinn 30. júní síðastliðinn. Skuldaaukningin nemi 3,8 prósent á tímabilinu. Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun eigi skuldir samstæðunnar að hækka um tæpa 32 milljarða króna samtals á árinu 2025 og nema 558.572 milljónum í lok þess. Ljóst sé að bróðurparturinn af þessari skuldaaukningu hafi raungerst á fyrri hluta ársins samkvæmt uppgjörinu. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til júní 2025 var lagður fram í borgarráði í dag. Þar kom meðal annars fram að rekstrarniðurstaða A-hluta, sem er sá rekstur sem er fjármagnaður með skatttekjum, fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA), hafi sýnt jákvæða niðurstöðu um 3,3 milljarða króna. Eftir fjármagnsliði og afskriftir hafi afkoman verið neikvæð um 47 milljónir króna. Þá hafi rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A- og B-hluta, verið jákvæð um 5,1 milljarða króna, sem sé 4,7 milljörðum betri niðurstaða en á sama tímabili árið 2024. Rekstrarniðurstaða hafi verið 1,6 milljarði króna betri en áætlað var. Ekkert lát á skuldasöfnun Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt árhlutareikningunum versni fjárhagsstaða borgarinnar enn. Ljóst sé að meirihluti borgarstjórnar hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. „Árshlutareikningurinn fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir að ekkert lát er á ábyrgðarlausri skuldasöfnun þrátt fyrir stórauknar tekjur. Borgin eyðir miklu fé um efni fram og með stórfelldri skuldasöfnun er reikningurinn sendur á komandi kynslóðir. Borgarsjóður var rekinn með 47 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Er þetta mun lakari niðurstaða en áformað var í fjárhagsáætlun ársins en samkvæmt henni átti reksturinn að skila 438 milljóna króna afgangi. Frávikið nemur 484 milljónum króna til hins verra.“ „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða fegrar rekstrarreikninginn Hvað 5,1 milljarðs afgangs af rekstri samstæðu borgarinnar varðar segir Kjartan að hann sé allur til kominn vegna matsbreytinga fjárfestingareigna, að lang mestu leyti Félagsbústaða hf. Matsbreyting eigna Félagsbústaða hafi numið 7,3 milljörðum króna á tímabilinu. „Slík matsbreyting er reiknuð stærð, sem skilar ekki raunverulegum tekjum til rekstrarins. Matshækkun félagslegra íbúða borgarinnar er færð sem hagnaður á rekstrarreikningi og er þar veigamikill þáttur vegna mikillar hækkunar á húsnæðisverði. Um er að ræða bókhaldslegan hagnað en ekki peningalegan og er umdeilt hvort rétt sé að færa slíkan froðuhagnað í rekstrarreikning. Slíkur ábati vegna hækkunar fasteignaverðs yrði ekki innleystur nema með sölu eigna, sem engin áform eru um. Þar sem ekki stendur til að selja félagslegar íbúðir í eigu Reykjavíkurborgar er orðið ,,fjárfestingareignir“ varla réttnefni yfir þær,“ segir Kjartan. Án umræddrar matsbreytingar fjárfestingareigna nemi tap samstæðu Reykjavíkurborgar 2.183 milljónum króna á tímabilinu. Skuldir aukast um tvo milljarða á mánuði Þá segir hann að þróun skulda Reykjavíkurborgar gefi að mörgu leyti skýrari mynd af rekstri hennar en sjálfur rekstrarreikningurinn. „Á einungis sex mánuðum, frá ársbyrjun til júníloka, hækkuðu skuldir borgarsjóðs um 12.567 milljónir króna eða um rúma tvo milljarða á mánuði. Námu skuldir borgarsjóðs 216.142 milljónum í lok tímabilsins. Skuldaaukningin nemur rúmum sex prósent á þessu sex mánaða tímabili.“ Samkvæmt gildandi eigi skuldir borgarsjóðs að hækka um 11.680 milljónir króna á árinu 2025 og nema 218.531 milljón í lok þess. Skuldir borgarsjóðs hafi þegar verið orðnar 216.142 milljónir eftir fyrstu sex mánuðina samkvæmt uppgjörinu. Þá hafi skuldir samstæðu Reykjavíkurborgar hækkað um tæpa tuttugu milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins og numið 544.653 milljónum króna hinn 30. júní síðastliðinn. Skuldaaukningin nemi 3,8 prósent á tímabilinu. Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun eigi skuldir samstæðunnar að hækka um tæpa 32 milljarða króna samtals á árinu 2025 og nema 558.572 milljónum í lok þess. Ljóst sé að bróðurparturinn af þessari skuldaaukningu hafi raungerst á fyrri hluta ársins samkvæmt uppgjörinu.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira