Handbolti

Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Janus Daði spilar með Pick Szeged frá Ungverjalandi.
Janus Daði spilar með Pick Szeged frá Ungverjalandi. Pick Szeged

Janus Daði Smárason komst ekki á blað þegar Pick Szeged tapaði fyrir Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta í kvöld. Elvar Ásgeirsson spilaði þá stóran þátt í sigri Ribe-Esbjerg í efstu deild Danmerkur.

Janus Daði og félagar máttu þola eins naumt tap og hugsast getur í kvöld, lokatölur 33-34. Það voru því gestirnir sem nældu í stigin mikilvægu í B-riðli Meistaradeildarinnar.

Janus Daði þandi ekki netmöskvana en gaf þó þrjár stoðsendingar í leiknum. Markahæstur allra á vellinum var Melvyn Richardson, leikmaður Wisla Plock, með 12 mörk.

Um var að ræða fyrsta leik liðanna í B-riðli þar sem Magdeburg, RK Pelister, Barcelona, GOG, RK Zagreb og París Saint-Germain eru einnig.

Elvar skoraði fjögur mörk í fjögurra marka sigri Ribe-Esbjerg á Bjerringbro-Silkeborg, lokatölur 34-30. Um var að ræða fyrsta sigur Ribe-Esbjerg á leiktíðinni sem og fyrsta tap gestanna þegar þrjár umferðir eru búnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×