Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. september 2025 15:03 Ingibjörg Iða Auðunardóttir, Hjörvar Hafliðason, Bergþór Másson og María Elísabet Bragadóttir ræddu haustlesturinn. Haustið er komið og það er farið að kólna og dimma ískyggilega mikið. Hvað er þá betra en að kúra sig undir teppi með góða bók? Afar fátt. Vísir heyrði í fjórum lestrarhestum til að spyrja þá út í haustlesturinn. Reynt var að leita í fjölbreyttar áttir: til rithöfundar úr Miðborginni, fótboltadoktors úr Kópavoginum, gagnrýnanda úr Garðabæ og lífskúnstners úr Vesturbænum. Sækir alltaf í eitthvað óhugnanlegt þegar tekur að rökkva Hvar er betra en að byrja en hjá einum ötulasta lestrarhesti landsins, Ingibjörgu Iðu Auðunardóttur, bókmenntafræðingi og gagnrýnanda Kiljunnar. Er einhver go-to haustbók sem þú leitar í? „Ég endurles ekki bækur af neinu viti nema mínar allra uppáhalds. En ég sæki alltaf í eitthvað óhugnanlegt þegar tekur að rökkva á haustin, helst eitthvað sem heldur fyrir mér vöku! Stephen King á hug minn í þeim efnum og ber þar helst að nefna Salem’s Lot, Pet Semetary og The Shining,“ segir Ingibjörg. Þrjár klassískar eftir King. Hvað einkennir góða haustbók? Og hvað vill maður út úr haustlestrinum? „Segja má með sanni að síðustu haust hjá mér hafi einkennst af lestri nýrra íslenskra bóka sem ég lít á sem algjör forréttindi. Það er fátt skemmtilegra en jólabókaflóðið og upptakturinn að því. Mér finnst bestu lestrarstundirnar einmitt vera í haustlægðum og veðurviðvörunum; það er kolniðamyrkur úti, vindurinn ber á gluggann og maður er með rjúkandi kaffi- eða tebolla við höndina,“ segir hún. Ingibjörg Iða er nýbyrjuð að vinna á þingfunda- og útgáfusviði Alþingis. „Annars les ég mest uppi í rúmi svo ég tengi haustlestur helst við að skríða upp í með ferska bók. Annað sem mér finnst líka einkenna haustlestur eru innbundnar bækur. Ég mæli með að kíkja í bókabúðir um miðjan október, þegar nýju bækurnar fara að detta inn, og njóta úrvalsins.“ Hvað er verið að lesa þessa dagana? „Þar sem Kiljan er ekki farin af stað er ég að reyna lesa eins mikið af nýjum erlendum bókum og ég get. Þessa stundina er ég að lesa The Safekeep eftir Yael van der Wouden sem lofar góðu. Þar á undan las ég bestu bók sem ég hef lesið það sem af er ári: In Memoriam eftir Alice Winn. Aldrei hefði mig grunað að ég myndi hrífast jafn mikið af bók sem á sér að mestu leyti stað í skotgröfunum í fyrri heimsstyrjöldinni,“ segir Ingibjörg. Tvær góðar sem Ingibjörg er að lesa. Er eitthvað sem þú mælir sérstaklega með fyrir fólk sem er að leita sér að einhverju að lesa? „Það sem þér finnst skemmtilegt og samræmist þínu áhugasviði, þegar allt kemur til alls er lestur bara afþreying. Hvort sem það eru spennusögur, ástarsögur, samtímasögur eða bara hvað sem er, maður á að lesa fyrir sjálfan sig en ekki aðra. Mínir uppáhalds höfundar eru t.d. Sally Rooney, Donna Tartt, Elena Ferrante og Evelyn Waugh. Svo er ég líka ótrúlega hrifin af Claire Keegan og finnst bækur hennar fullkomnar fyrir fólk sem er að koma sér aftur af stað í lestri. Þær eru alveg kynngimagnaðar og stuttar í þokkabót.“ „Lestur á aldrei að vera kvöð“ Næstur á blað er Bergþór Másson sem er umboðsmaður með meistaragráðu í ritlist úr Háskóla Íslands og einn reyndasti hlaðvarpari landsins. Breytist lesturinn eitthvað með komu haustsins? „Ég elti alltaf bara innblásturinn og les það sem gerir mig spenntan. Haustið er góður tími til þess að koma hlutum af stað og þá sæki ég í bækur sem tjá slíka orku,“ segir Bergþór. Bergþór heldur mikið upp á Halldór Laxness. Hvað einkennir góða haustbók? „Peppandi, full af lífi og hvetjandi til framkvæmda,“ segir hann. Hvað er verið að lesa þessa dagana? „Atlas Shrugged eftir Ayn Rand. Las Fountainhead í sumar og hún kláraði mig. Magnaður sannleikur sem er ekki hægt að tjá nema í skáldskap. Merkilegt að þessar bækur hafi ekki borist til mín fyrr - skil reyndar vel hvers vegna vinstri akademían vill ekki að fólk komist í þennan sannleik. Síðan er ég líka alltaf að hlusta á Bob Proctor, Tony Robbins, Earl Nightingale og David R. Hawkins,“ segir Bergþór. Mælirðu með einhverju fyrir fólk sem er að leita sér að góðri bók? „Elta áhugann. Finna út úr því hvað það er sem þig langar til þess að lesa og lesa það. Lestur á aldrei að vera kvöð,“ segir hann og bætir við: „Annars eru mínir uppáhalds höfundar Nietzsche, Houellebecq, Knausgaard, Didion, Laxness og Pétur Gunnarsson.“ Haustbókin er gamall og þungur doðrantur Þá er komið að rithöfundinum Maríu Elísabetu Bragadóttur sem hefur gefið út bækurnar Herbergi í öðrum heimi og Sápufuglinn og starfar einnig hjá Listasafni Íslands. Er einhver go-to haustbók sem þú leitar í? „Það hefur ekki verið þannig hingað til, en núna þegar ég hugsa um það finnst mér Wuthering Heights vera fullkomin haustbók. Hún var í uppáhaldi hjá mér þegar ég var unglingur og ég hef lengi ætlað mér að endurlesa hana,“ segir María Elísabet. María Elísabet Bragadóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.Eva Schram Hvað vill maður út úr haustlestrinum? „Ég held það sé tilvalið að lesa eitthvað eldra í september, því svo skellur jólabókaflóðið á strax í október með öllum íslensku bókunum og þá hefur enginn bókaormur undan við að lesa það sem er nýjast og ferskast,“ segir hún. „Haustið er áramót í mínum bókum og ég er oft metnaðarfull í september. Mér finnst eins og góð haustbók megi vera gamall og þungur doðrantur, hugsanlega á öðru tungumáli en íslensku eða þýdd, og helst bókasafnseintak.“ Hvað er verið að lesa þessa dagana? „Ég var að ljúka við Laxdælu sem ég hef ekki lesið síðan ég var unglingur, og svo er ég að lesa spænska bók í enskri þýðingu, Bad Habit eftir Alönu S. Portero. Ég sá hana í samtali við franska höfundinn Édouard Louis á Lousiana bókmenntahátíðinni í Danmörku í ágúst og það var svo inspírerandi og skemmtilegt að ég gat ekki beðið eftir að lesa. Ég er hálfnuð og mjög hrifin,“ segir María. Þrjár góðar. Mælirðu með bók fyrir fólk sem vantar eitthvað að lesa? „Wuthering Heights! Kúra sig undir teppi meðan regnið bylur á glugganum og lifa sig inn í gotneska drungann.“ Þegar fólk er búið að lesa bókina er svo hægt að skella sér á myndina sem kemur út í febrúar á næsta ári og skartar Margot Robbie og Jacob Elordi í hlutverkum Catherine Earnshaw og Heathcliffe. „Ég hef aldrei getað tengt við þennan hugsunarhátt“ Blaðamaður náði loks tali af Hjörvari Hafliðasyni, fjölmiðlamanni og fótboltadoktor, sem vildi gera aðeins lítið úr lestri sínum en les þrátt fyrir það töluvert. Verandi doktor í fótboltafræðum heldur hann sér vel upplýstum um helstu bækur þess efnis og les mikið af sagnfræðibókum. „Bráðum er að koma út ný bók um sögu heimsmeistaramótsins eftir Jonathan Wilson sem heitir The Power and the Glory: A New History of the World Cup. Jonathan Wilson er einn af þessum mönnum sem ég les bara allt eftir, mér er alveg sama hvað hann gefur út,“ segir Hjörvar. Tvær góðar sem Hjörvar mælir með. „Annar rithöfundur sem ég les allt eftir, Simon Kuper. Hann hefur skrifað margar góðar bækur, meðal annars Soccernomics þar sem hann útskýrir af hverju Englendingar tapa alltaf og um þann óumflýjanlega veruleika að Bandaríkjamenn verði einhvern tímann góðir. Allar bækur sem hann hefur skrifað eru áhugaverðar,“ segir hann. „Einn klikkhaus sem ég elska að lesa bækur eftir er Clay Travis sem er mjög hægrisinnaður fjölmiðlamaður á Fox. Fyrir Íslendinga er hann náungi sem er erfitt að tengja við en hann er samkvæmur sjálfum sér. Hann kemur sem svona mótefni við ESPN því þeir verða mjög vinstrisinnaðir og viðkvæmir þannig hann ákveður að fylla í tómið sem myndast,“ segir Hjörvar. Hjörvar hefur gaman af því hvað Clay Travis er skemmtilega ruglaður. „Hann skrifaði bókina Republicans Buy Sneakers Too og vitnaði þar í Michael Jordan sem vildi aldrei stuða neinn pólitískt. Svo skrifaði hann alveg kolruglaða bók, American Playbook: A Guide to Winning Back the Country from the Democrats og núna er hann að fara að gefa út bókina Balls um það hvernig ungir karlmenn og Trump björguðu Bandaríkjunum,“ segir Hjörvar. Hjörvar Hafliðason er stoltur Kópavogsbúi.Viaplay Hjörvar segist hafa mestan áhuga á tölfræðinni í kringum leikinn og finnst verra þegar menn tengja pólitík of mikið inn í skrifin, þó það sé að einhverju leyti óumflýjanlegt. Hann les líka yfirleitt ef áhugaverðir leikmenn gefa út ævisögur sínar. „Besta ævisagan sem ég hef lesið er eftir Paolo DiCanio, hjá honum ertu annað hvort hálfviti eða algjör snillingur, það er enginn einhvers staðar þar á milli,“ segir Hjörvar. „Ég les ekki sjálfshjálparbækur, ég les eina opnu og fatta að þetta er ekki fyrir mig, How to Get Rich in Two Weeks eða eitthvað svoleiðis, ég hef aldrei getað tengt við þennan hugsunarhátt,“ segir hann að lokum. Bókmenntir Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Reynt var að leita í fjölbreyttar áttir: til rithöfundar úr Miðborginni, fótboltadoktors úr Kópavoginum, gagnrýnanda úr Garðabæ og lífskúnstners úr Vesturbænum. Sækir alltaf í eitthvað óhugnanlegt þegar tekur að rökkva Hvar er betra en að byrja en hjá einum ötulasta lestrarhesti landsins, Ingibjörgu Iðu Auðunardóttur, bókmenntafræðingi og gagnrýnanda Kiljunnar. Er einhver go-to haustbók sem þú leitar í? „Ég endurles ekki bækur af neinu viti nema mínar allra uppáhalds. En ég sæki alltaf í eitthvað óhugnanlegt þegar tekur að rökkva á haustin, helst eitthvað sem heldur fyrir mér vöku! Stephen King á hug minn í þeim efnum og ber þar helst að nefna Salem’s Lot, Pet Semetary og The Shining,“ segir Ingibjörg. Þrjár klassískar eftir King. Hvað einkennir góða haustbók? Og hvað vill maður út úr haustlestrinum? „Segja má með sanni að síðustu haust hjá mér hafi einkennst af lestri nýrra íslenskra bóka sem ég lít á sem algjör forréttindi. Það er fátt skemmtilegra en jólabókaflóðið og upptakturinn að því. Mér finnst bestu lestrarstundirnar einmitt vera í haustlægðum og veðurviðvörunum; það er kolniðamyrkur úti, vindurinn ber á gluggann og maður er með rjúkandi kaffi- eða tebolla við höndina,“ segir hún. Ingibjörg Iða er nýbyrjuð að vinna á þingfunda- og útgáfusviði Alþingis. „Annars les ég mest uppi í rúmi svo ég tengi haustlestur helst við að skríða upp í með ferska bók. Annað sem mér finnst líka einkenna haustlestur eru innbundnar bækur. Ég mæli með að kíkja í bókabúðir um miðjan október, þegar nýju bækurnar fara að detta inn, og njóta úrvalsins.“ Hvað er verið að lesa þessa dagana? „Þar sem Kiljan er ekki farin af stað er ég að reyna lesa eins mikið af nýjum erlendum bókum og ég get. Þessa stundina er ég að lesa The Safekeep eftir Yael van der Wouden sem lofar góðu. Þar á undan las ég bestu bók sem ég hef lesið það sem af er ári: In Memoriam eftir Alice Winn. Aldrei hefði mig grunað að ég myndi hrífast jafn mikið af bók sem á sér að mestu leyti stað í skotgröfunum í fyrri heimsstyrjöldinni,“ segir Ingibjörg. Tvær góðar sem Ingibjörg er að lesa. Er eitthvað sem þú mælir sérstaklega með fyrir fólk sem er að leita sér að einhverju að lesa? „Það sem þér finnst skemmtilegt og samræmist þínu áhugasviði, þegar allt kemur til alls er lestur bara afþreying. Hvort sem það eru spennusögur, ástarsögur, samtímasögur eða bara hvað sem er, maður á að lesa fyrir sjálfan sig en ekki aðra. Mínir uppáhalds höfundar eru t.d. Sally Rooney, Donna Tartt, Elena Ferrante og Evelyn Waugh. Svo er ég líka ótrúlega hrifin af Claire Keegan og finnst bækur hennar fullkomnar fyrir fólk sem er að koma sér aftur af stað í lestri. Þær eru alveg kynngimagnaðar og stuttar í þokkabót.“ „Lestur á aldrei að vera kvöð“ Næstur á blað er Bergþór Másson sem er umboðsmaður með meistaragráðu í ritlist úr Háskóla Íslands og einn reyndasti hlaðvarpari landsins. Breytist lesturinn eitthvað með komu haustsins? „Ég elti alltaf bara innblásturinn og les það sem gerir mig spenntan. Haustið er góður tími til þess að koma hlutum af stað og þá sæki ég í bækur sem tjá slíka orku,“ segir Bergþór. Bergþór heldur mikið upp á Halldór Laxness. Hvað einkennir góða haustbók? „Peppandi, full af lífi og hvetjandi til framkvæmda,“ segir hann. Hvað er verið að lesa þessa dagana? „Atlas Shrugged eftir Ayn Rand. Las Fountainhead í sumar og hún kláraði mig. Magnaður sannleikur sem er ekki hægt að tjá nema í skáldskap. Merkilegt að þessar bækur hafi ekki borist til mín fyrr - skil reyndar vel hvers vegna vinstri akademían vill ekki að fólk komist í þennan sannleik. Síðan er ég líka alltaf að hlusta á Bob Proctor, Tony Robbins, Earl Nightingale og David R. Hawkins,“ segir Bergþór. Mælirðu með einhverju fyrir fólk sem er að leita sér að góðri bók? „Elta áhugann. Finna út úr því hvað það er sem þig langar til þess að lesa og lesa það. Lestur á aldrei að vera kvöð,“ segir hann og bætir við: „Annars eru mínir uppáhalds höfundar Nietzsche, Houellebecq, Knausgaard, Didion, Laxness og Pétur Gunnarsson.“ Haustbókin er gamall og þungur doðrantur Þá er komið að rithöfundinum Maríu Elísabetu Bragadóttur sem hefur gefið út bækurnar Herbergi í öðrum heimi og Sápufuglinn og starfar einnig hjá Listasafni Íslands. Er einhver go-to haustbók sem þú leitar í? „Það hefur ekki verið þannig hingað til, en núna þegar ég hugsa um það finnst mér Wuthering Heights vera fullkomin haustbók. Hún var í uppáhaldi hjá mér þegar ég var unglingur og ég hef lengi ætlað mér að endurlesa hana,“ segir María Elísabet. María Elísabet Bragadóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.Eva Schram Hvað vill maður út úr haustlestrinum? „Ég held það sé tilvalið að lesa eitthvað eldra í september, því svo skellur jólabókaflóðið á strax í október með öllum íslensku bókunum og þá hefur enginn bókaormur undan við að lesa það sem er nýjast og ferskast,“ segir hún. „Haustið er áramót í mínum bókum og ég er oft metnaðarfull í september. Mér finnst eins og góð haustbók megi vera gamall og þungur doðrantur, hugsanlega á öðru tungumáli en íslensku eða þýdd, og helst bókasafnseintak.“ Hvað er verið að lesa þessa dagana? „Ég var að ljúka við Laxdælu sem ég hef ekki lesið síðan ég var unglingur, og svo er ég að lesa spænska bók í enskri þýðingu, Bad Habit eftir Alönu S. Portero. Ég sá hana í samtali við franska höfundinn Édouard Louis á Lousiana bókmenntahátíðinni í Danmörku í ágúst og það var svo inspírerandi og skemmtilegt að ég gat ekki beðið eftir að lesa. Ég er hálfnuð og mjög hrifin,“ segir María. Þrjár góðar. Mælirðu með bók fyrir fólk sem vantar eitthvað að lesa? „Wuthering Heights! Kúra sig undir teppi meðan regnið bylur á glugganum og lifa sig inn í gotneska drungann.“ Þegar fólk er búið að lesa bókina er svo hægt að skella sér á myndina sem kemur út í febrúar á næsta ári og skartar Margot Robbie og Jacob Elordi í hlutverkum Catherine Earnshaw og Heathcliffe. „Ég hef aldrei getað tengt við þennan hugsunarhátt“ Blaðamaður náði loks tali af Hjörvari Hafliðasyni, fjölmiðlamanni og fótboltadoktor, sem vildi gera aðeins lítið úr lestri sínum en les þrátt fyrir það töluvert. Verandi doktor í fótboltafræðum heldur hann sér vel upplýstum um helstu bækur þess efnis og les mikið af sagnfræðibókum. „Bráðum er að koma út ný bók um sögu heimsmeistaramótsins eftir Jonathan Wilson sem heitir The Power and the Glory: A New History of the World Cup. Jonathan Wilson er einn af þessum mönnum sem ég les bara allt eftir, mér er alveg sama hvað hann gefur út,“ segir Hjörvar. Tvær góðar sem Hjörvar mælir með. „Annar rithöfundur sem ég les allt eftir, Simon Kuper. Hann hefur skrifað margar góðar bækur, meðal annars Soccernomics þar sem hann útskýrir af hverju Englendingar tapa alltaf og um þann óumflýjanlega veruleika að Bandaríkjamenn verði einhvern tímann góðir. Allar bækur sem hann hefur skrifað eru áhugaverðar,“ segir hann. „Einn klikkhaus sem ég elska að lesa bækur eftir er Clay Travis sem er mjög hægrisinnaður fjölmiðlamaður á Fox. Fyrir Íslendinga er hann náungi sem er erfitt að tengja við en hann er samkvæmur sjálfum sér. Hann kemur sem svona mótefni við ESPN því þeir verða mjög vinstrisinnaðir og viðkvæmir þannig hann ákveður að fylla í tómið sem myndast,“ segir Hjörvar. Hjörvar hefur gaman af því hvað Clay Travis er skemmtilega ruglaður. „Hann skrifaði bókina Republicans Buy Sneakers Too og vitnaði þar í Michael Jordan sem vildi aldrei stuða neinn pólitískt. Svo skrifaði hann alveg kolruglaða bók, American Playbook: A Guide to Winning Back the Country from the Democrats og núna er hann að fara að gefa út bókina Balls um það hvernig ungir karlmenn og Trump björguðu Bandaríkjunum,“ segir Hjörvar. Hjörvar Hafliðason er stoltur Kópavogsbúi.Viaplay Hjörvar segist hafa mestan áhuga á tölfræðinni í kringum leikinn og finnst verra þegar menn tengja pólitík of mikið inn í skrifin, þó það sé að einhverju leyti óumflýjanlegt. Hann les líka yfirleitt ef áhugaverðir leikmenn gefa út ævisögur sínar. „Besta ævisagan sem ég hef lesið er eftir Paolo DiCanio, hjá honum ertu annað hvort hálfviti eða algjör snillingur, það er enginn einhvers staðar þar á milli,“ segir Hjörvar. „Ég les ekki sjálfshjálparbækur, ég les eina opnu og fatta að þetta er ekki fyrir mig, How to Get Rich in Two Weeks eða eitthvað svoleiðis, ég hef aldrei getað tengt við þennan hugsunarhátt,“ segir hann að lokum.
Bókmenntir Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira