Innlent

Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Reykjanes. Mynd úr Grapevine.
Reykjanes. Mynd úr Grapevine. Art Bicnick

Síðan rétt eftir sjö í kvöld hafa nokkrir skjálftar mælst á Reykjaneshrygg. Sá stærsti mældist þegar klukkan var fjórar mínútur gengin í átta og hann var 4,0 að stærð.

Annar skjálfti í sömu hrinu mældist 3,0 að stærð um tuttugu mínútum fyrr. Skjálftinn fyrrnefndi er sá stærsti sem mælst hefur á þessu svæði síðan 24. maí á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands, en sá mældist 4,5 að stærð.

Stærsti mældist 4,0.Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði en síðast varð álíka þyrping af skjálftum þar þann 19. ágúst síðastliðinn.

Veðurstofu bárust tilkynningar um að stærri skjálftinn hefði fundist í byggð. Nákvæma staðsetningu skjálftanna má sjá á kortinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×