„Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2025 21:45 Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Ernir Eftir ellefu ára bið tryggði Þór Akureyri sér loksins sæti í efstu deild karla í knattspyrnu er liðið vann 1-2 sigur gegn Þrótti í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í dag þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar flautað var til leiksloka og sæti Þórsara í Bestu-deildinni var tryggt. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, var gripinn í viðtal í leikslok. „Ég er bara klökkur. Þetta er bara ótrúlegt. Ástæðan fyrir því að ég fór norður er þetta,“ sagði Sigurður í hálfgerðum faðmlögum við Andra Má Eggertsson og benti á stuðningsfólk Þórs uppi í stúku. „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki.“ Hann segir einnig að það hafi klárlega farið um sig þegar Þróttur minnkaði muninn undir lok leiksins. „Auðvitað gerir það, en það var bara einhver ára yfir okkur í vikunni og mér leið eins og við værum að fara að klára þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er bara stórkostleg stund fyrir þetta fólk hérna, klúbbinn og alla þessa Þórsara í liðinu. Þessa ungu Þórsara sem er búið að dreyma um að ná árangri með Þór og þeir eru heldur betur búnir að vinna fyrir því.“ Úr tíunda sæti upp í Bestu-deildina Á síðasta tímabili hafnaði Þór í tíunda sæti Lengjudeildarinnar, aðeins einu sæti fyrir ofan fallsvæðið. Hvað hefur breyst á einu ári? „Menn tóku sig bara á og bættu sig. Við komum inn af krafti fyrir síðasta tímabil og gerðum mikið af breytingum varðandi hvernig við ætluðum að gera hlutina. Það tekur bara tíma að koma því inn og mér leið alltaf eftir síðasta tímabil eins og þetta yrði eitthvað sérstakt,“ sagði Sigurður að lokum. Klippa: Sigurður Höskulds eftir að Þór tryggði sér sæti í Bestu Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í dag þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar flautað var til leiksloka og sæti Þórsara í Bestu-deildinni var tryggt. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, var gripinn í viðtal í leikslok. „Ég er bara klökkur. Þetta er bara ótrúlegt. Ástæðan fyrir því að ég fór norður er þetta,“ sagði Sigurður í hálfgerðum faðmlögum við Andra Má Eggertsson og benti á stuðningsfólk Þórs uppi í stúku. „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki.“ Hann segir einnig að það hafi klárlega farið um sig þegar Þróttur minnkaði muninn undir lok leiksins. „Auðvitað gerir það, en það var bara einhver ára yfir okkur í vikunni og mér leið eins og við værum að fara að klára þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er bara stórkostleg stund fyrir þetta fólk hérna, klúbbinn og alla þessa Þórsara í liðinu. Þessa ungu Þórsara sem er búið að dreyma um að ná árangri með Þór og þeir eru heldur betur búnir að vinna fyrir því.“ Úr tíunda sæti upp í Bestu-deildina Á síðasta tímabili hafnaði Þór í tíunda sæti Lengjudeildarinnar, aðeins einu sæti fyrir ofan fallsvæðið. Hvað hefur breyst á einu ári? „Menn tóku sig bara á og bættu sig. Við komum inn af krafti fyrir síðasta tímabil og gerðum mikið af breytingum varðandi hvernig við ætluðum að gera hlutina. Það tekur bara tíma að koma því inn og mér leið alltaf eftir síðasta tímabil eins og þetta yrði eitthvað sérstakt,“ sagði Sigurður að lokum. Klippa: Sigurður Höskulds eftir að Þór tryggði sér sæti í Bestu
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira