„Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2025 21:45 Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Ernir Eftir ellefu ára bið tryggði Þór Akureyri sér loksins sæti í efstu deild karla í knattspyrnu er liðið vann 1-2 sigur gegn Þrótti í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í dag þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar flautað var til leiksloka og sæti Þórsara í Bestu-deildinni var tryggt. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, var gripinn í viðtal í leikslok. „Ég er bara klökkur. Þetta er bara ótrúlegt. Ástæðan fyrir því að ég fór norður er þetta,“ sagði Sigurður í hálfgerðum faðmlögum við Andra Má Eggertsson og benti á stuðningsfólk Þórs uppi í stúku. „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki.“ Hann segir einnig að það hafi klárlega farið um sig þegar Þróttur minnkaði muninn undir lok leiksins. „Auðvitað gerir það, en það var bara einhver ára yfir okkur í vikunni og mér leið eins og við værum að fara að klára þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er bara stórkostleg stund fyrir þetta fólk hérna, klúbbinn og alla þessa Þórsara í liðinu. Þessa ungu Þórsara sem er búið að dreyma um að ná árangri með Þór og þeir eru heldur betur búnir að vinna fyrir því.“ Úr tíunda sæti upp í Bestu-deildina Á síðasta tímabili hafnaði Þór í tíunda sæti Lengjudeildarinnar, aðeins einu sæti fyrir ofan fallsvæðið. Hvað hefur breyst á einu ári? „Menn tóku sig bara á og bættu sig. Við komum inn af krafti fyrir síðasta tímabil og gerðum mikið af breytingum varðandi hvernig við ætluðum að gera hlutina. Það tekur bara tíma að koma því inn og mér leið alltaf eftir síðasta tímabil eins og þetta yrði eitthvað sérstakt,“ sagði Sigurður að lokum. Klippa: Sigurður Höskulds eftir að Þór tryggði sér sæti í Bestu Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í dag þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar flautað var til leiksloka og sæti Þórsara í Bestu-deildinni var tryggt. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, var gripinn í viðtal í leikslok. „Ég er bara klökkur. Þetta er bara ótrúlegt. Ástæðan fyrir því að ég fór norður er þetta,“ sagði Sigurður í hálfgerðum faðmlögum við Andra Má Eggertsson og benti á stuðningsfólk Þórs uppi í stúku. „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki.“ Hann segir einnig að það hafi klárlega farið um sig þegar Þróttur minnkaði muninn undir lok leiksins. „Auðvitað gerir það, en það var bara einhver ára yfir okkur í vikunni og mér leið eins og við værum að fara að klára þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er bara stórkostleg stund fyrir þetta fólk hérna, klúbbinn og alla þessa Þórsara í liðinu. Þessa ungu Þórsara sem er búið að dreyma um að ná árangri með Þór og þeir eru heldur betur búnir að vinna fyrir því.“ Úr tíunda sæti upp í Bestu-deildina Á síðasta tímabili hafnaði Þór í tíunda sæti Lengjudeildarinnar, aðeins einu sæti fyrir ofan fallsvæðið. Hvað hefur breyst á einu ári? „Menn tóku sig bara á og bættu sig. Við komum inn af krafti fyrir síðasta tímabil og gerðum mikið af breytingum varðandi hvernig við ætluðum að gera hlutina. Það tekur bara tíma að koma því inn og mér leið alltaf eftir síðasta tímabil eins og þetta yrði eitthvað sérstakt,“ sagði Sigurður að lokum. Klippa: Sigurður Höskulds eftir að Þór tryggði sér sæti í Bestu
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira