Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2025 20:04 Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð hefur nú verið lokað í eitt ár vegna mikilla endurbóta á lauginni og útisvæði hennar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlauginni í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð hefur verið lokað í eitt ár. Ástæðan er sú að það á að taka laugina og svæði hennar allt í gegn fyrir um 800 milljónir króna. Reykholtslaug var vígð í janúar 1976 en á þessum tæpu 50 árum frá vígslu hefur sundlaugin þjónað íbúum og gestum sveitarfélagsins vel en mikil viðhaldsþörf er komin á sundlaugina og á allt útisvæðið og því verið laugin lokuð í um það bil ár. Sökum þess var gestum laugarinnar boðið upp á kaffi, konfekt og ís á sundlaugarbakkanum og þá var líka frítt í sund síðastliðinn fimmtudag. En hvernig líst heimamönnum á lokun laugarinnar? „Mér líst mjög illa á það því það tekur frá okkur lífsgæði gamla fólksins, sem erum hérna fastagestir,” segir Guðrún Hárlaugsdóttir, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug Hvert ætlar þú að fara í sund í staðinn? „Ég verð bara að fara á Flúðir,” segir Guðrún. „Við erum bara kát með þetta, það er metnaður í þessum framkvæmdum, mikið bætt útiaðstaða, já, ég held að það séu allir mjög kátir með þetta,” segir Sveinn Sæland, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. „Ég er búina að stunda þetta lengi, tvisvar í viku að minnsta kosti, ég sé eftir þessu. Það er alltaf gott að fá breytingar og betrum bætur,” segir Gunnar Guðjónsson, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Nokkrir pottverjar, sem mættu í laugina á fimmtudaginn áður en skellt var í lás í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jæja, varstu að taka síðasta sundsprettinn? „Vonandi ekki, en síðasta hér í bili,” segir Ragnheiður Jónsdóttir íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Og hvernig líst þér á þetta sem á að fara að gera? „Ég veit það ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.” En er ekki mjög holt og gott að geta farið í sund í sinni heimabyggð? „Ekki vafi, þú sérð það nú, ég er 75 ára,” segir Ragnheiður hlæjandi. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari Reykholtsskóla segist eiga eftir að sakna laugarinnar og kennslunnar í henni í þetta eina ár. „Já, við erum náttúrulega búin að kenna sund á hverjum degi í þrjár vikur, þannig að það var skrítin morgun að kenna síðasta sundtímann, maður fékk pínu tár í augun,” segir Freydís. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari í Reykholtslaug í Bláskógabyggð fékk tár í augun síðasta kennsludaginn í lauginni í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það á í rauninni að skipta öllu út. Við ætlum að steypa upp nýja laug, þetta er bara timburlaug gömul með dúk í, sem allt er farið að fúna og það heldur varla vatni. Svo erum við bara að setja nýja potta, það kemur rennibraut og gufubað og þess háttar,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Helgi segir að framkvæmdirnar munu kostar sveitarfélagið um 800 milljónir króna og að nýja sundlaugin og útisvæðið verði allt klárt í september á næsta ári. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem segir að framkvæmdir við laugina munu kosta um 800 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Reykholtslaug var vígð í janúar 1976 en á þessum tæpu 50 árum frá vígslu hefur sundlaugin þjónað íbúum og gestum sveitarfélagsins vel en mikil viðhaldsþörf er komin á sundlaugina og á allt útisvæðið og því verið laugin lokuð í um það bil ár. Sökum þess var gestum laugarinnar boðið upp á kaffi, konfekt og ís á sundlaugarbakkanum og þá var líka frítt í sund síðastliðinn fimmtudag. En hvernig líst heimamönnum á lokun laugarinnar? „Mér líst mjög illa á það því það tekur frá okkur lífsgæði gamla fólksins, sem erum hérna fastagestir,” segir Guðrún Hárlaugsdóttir, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug Hvert ætlar þú að fara í sund í staðinn? „Ég verð bara að fara á Flúðir,” segir Guðrún. „Við erum bara kát með þetta, það er metnaður í þessum framkvæmdum, mikið bætt útiaðstaða, já, ég held að það séu allir mjög kátir með þetta,” segir Sveinn Sæland, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. „Ég er búina að stunda þetta lengi, tvisvar í viku að minnsta kosti, ég sé eftir þessu. Það er alltaf gott að fá breytingar og betrum bætur,” segir Gunnar Guðjónsson, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Nokkrir pottverjar, sem mættu í laugina á fimmtudaginn áður en skellt var í lás í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jæja, varstu að taka síðasta sundsprettinn? „Vonandi ekki, en síðasta hér í bili,” segir Ragnheiður Jónsdóttir íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Og hvernig líst þér á þetta sem á að fara að gera? „Ég veit það ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.” En er ekki mjög holt og gott að geta farið í sund í sinni heimabyggð? „Ekki vafi, þú sérð það nú, ég er 75 ára,” segir Ragnheiður hlæjandi. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari Reykholtsskóla segist eiga eftir að sakna laugarinnar og kennslunnar í henni í þetta eina ár. „Já, við erum náttúrulega búin að kenna sund á hverjum degi í þrjár vikur, þannig að það var skrítin morgun að kenna síðasta sundtímann, maður fékk pínu tár í augun,” segir Freydís. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari í Reykholtslaug í Bláskógabyggð fékk tár í augun síðasta kennsludaginn í lauginni í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það á í rauninni að skipta öllu út. Við ætlum að steypa upp nýja laug, þetta er bara timburlaug gömul með dúk í, sem allt er farið að fúna og það heldur varla vatni. Svo erum við bara að setja nýja potta, það kemur rennibraut og gufubað og þess háttar,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Helgi segir að framkvæmdirnar munu kostar sveitarfélagið um 800 milljónir króna og að nýja sundlaugin og útisvæðið verði allt klárt í september á næsta ári. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem segir að framkvæmdir við laugina munu kosta um 800 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira