Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2025 12:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir mikilvægt að lögregla hafi brugðist við af festu. Vísir/Vilhelm Hells Angels hafa aukið umsvif sín og sýnileika hér á landi að undanförnu að sögn lögreglu og hafa fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. Því hafi verið nauðsynlegt að bregðast við af festu á laugardag þegar samtökin boðuðu til hittings á ensku. Lögregla hafi ríkar heimildir til að tryggja almannaöryggi. Lögreglan auk sérsveitar réðist í umfangsmiklar aðgerðir á laugardagskvöld í Auðbrekku í Kópavogi þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Götunni var lokað, dróni nýttur til að vakta húsnæðið og grímuklæddir lögreglumenn leituðu á gestum. Þrír voru handteknir og svo sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum, annar hafi verið grunaður um að vera hérlendis í ólöglegri dvöl og sá þriðji handtekinn vegna þess að hann hafi verið með eggvopn. Færð ekki að vera fullgildur nema hafa sannað þig Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir að full þörf hafi verið á aðgerðum lögreglu. „Þetta eru samtök sem viðurkenna ekki lög og reglur landsins og lifa ekki samkvæmt þeim. Þessi samtök á heimsvísu eru þekkt fyrir skipulagða brotastarfsemi, mansal, vændi, ofbeldi, kúganir, fíkniefnaframleiðslu og fíkniefnasölu.“ Meðlimir samtakanna hafa borið sig aumlega og sagt um vinahitting að ræða. „Hells Angels vörumerkið er þannig að þú færð ekkert að vera fullgildur með kafla á Íslandi nema þú sért búinn að sanna þig á einhvern hátt, að þú eigir erindi inn í þetta mynstur,“ segir Ásgeir. Samtökin hafi áður fengið erlenda gesti Það sé alveg ljóst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Og þegar það kemur ofan á það að Hells Angels kaflinn á Íslandi er búinn að vera að gera sig meira gildandi og er búinn að vera meira sýnilegur að undanförnu þá bregst lögregla að sjálfsögðu við þegar þeir auglýsa samkvæmi.“ Spurningar hafa vaknað um heimildir lögreglu til þess að loka götunni og leita á öllum gestum. Ásgeir segir að á grundvelli almannaöryggis hafi lögregla fullar heimildir til þessa. Plakat þar sem viðburðurinn var auglýstur var á ensku og vakti það sérstaka athygli lögreglu. Ljóst sé að samtökin hér á landi séu hluti af regnhlífarsamtökum Hells Angels á Norðurlöndunum. „Þetta eru ekki fyrstu afskipti okkar af þessum samtökum og sagan hefur verið þannig að hingað til hafa komið meðlimir systursamtaka bæði af Norðurlöndunum og jafnvel víðar.“ Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08 Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Lögreglan auk sérsveitar réðist í umfangsmiklar aðgerðir á laugardagskvöld í Auðbrekku í Kópavogi þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Götunni var lokað, dróni nýttur til að vakta húsnæðið og grímuklæddir lögreglumenn leituðu á gestum. Þrír voru handteknir og svo sleppt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn handtekinn fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum, annar hafi verið grunaður um að vera hérlendis í ólöglegri dvöl og sá þriðji handtekinn vegna þess að hann hafi verið með eggvopn. Færð ekki að vera fullgildur nema hafa sannað þig Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir að full þörf hafi verið á aðgerðum lögreglu. „Þetta eru samtök sem viðurkenna ekki lög og reglur landsins og lifa ekki samkvæmt þeim. Þessi samtök á heimsvísu eru þekkt fyrir skipulagða brotastarfsemi, mansal, vændi, ofbeldi, kúganir, fíkniefnaframleiðslu og fíkniefnasölu.“ Meðlimir samtakanna hafa borið sig aumlega og sagt um vinahitting að ræða. „Hells Angels vörumerkið er þannig að þú færð ekkert að vera fullgildur með kafla á Íslandi nema þú sért búinn að sanna þig á einhvern hátt, að þú eigir erindi inn í þetta mynstur,“ segir Ásgeir. Samtökin hafi áður fengið erlenda gesti Það sé alveg ljóst að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Og þegar það kemur ofan á það að Hells Angels kaflinn á Íslandi er búinn að vera að gera sig meira gildandi og er búinn að vera meira sýnilegur að undanförnu þá bregst lögregla að sjálfsögðu við þegar þeir auglýsa samkvæmi.“ Spurningar hafa vaknað um heimildir lögreglu til þess að loka götunni og leita á öllum gestum. Ásgeir segir að á grundvelli almannaöryggis hafi lögregla fullar heimildir til þessa. Plakat þar sem viðburðurinn var auglýstur var á ensku og vakti það sérstaka athygli lögreglu. Ljóst sé að samtökin hér á landi séu hluti af regnhlífarsamtökum Hells Angels á Norðurlöndunum. „Þetta eru ekki fyrstu afskipti okkar af þessum samtökum og sagan hefur verið þannig að hingað til hafa komið meðlimir systursamtaka bæði af Norðurlöndunum og jafnvel víðar.“
Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52 Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08 Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 14. september 2025 13:52
Allir þrír lausir úr haldi Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 14. september 2025 11:08
Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13. september 2025 23:41