30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar 15. september 2025 13:30 Við stöndum á tímamótum í samskiptum okkar við náttúruna. Alþjóðlega markmiðið „30 by 30“ snýst um að vernda 30% af landi og hafi jarðarinnar fyrir árið 2030. Þetta er nauðsynleg viðbragðsaðgerð til að stemma stigu við hnignun fjölbreytileika lífríkisins. Aðeins 4% eftir af villtum spendýrum Villt spendýr er aðeins um 4% af öllum spendýrum heimsins, á meðan er búfé 62% og við mannfólkið um 34%. Þessi hlutföll segja sögu: jarðarbúar hafa umturnað vistkerfum rækilega og dýrategundir hverfa óhugnanlega hratt. Heildar lífmassi villtra landspendýra hefur minnkað um meira en 80% frá því að mannkynið hóf landbúnað fyrir um 10.000 árum. Íslenskt dýralíf Þegar aðeins 4% af villtum spendýrum jarðar eru eftir blasir við sérstök mótsögn hér á Íslandi: við erum enn að drepa þau dýr sem tilheyra þessum litla og dýrmæta hóp. Refir eru veiddir ár hvert í þúsundatali með fjárstuðningi ríkisins, eins og um skaðvalda sé að ræða þegar þeir eru hluti af því dýrmæta broti af villtu spendýralífi sem jörðin á eftir. Við ættum að læra af mistökum nágranna okkar í Svíðþjóð, Noregi og Finnlandi en þar var heimskautarefnum nánast útrýmt vegna veiða. Hvalir, þessa ljúfu risa hafsins sem gegna lykilhlutverki í vistkerfum sjávar og binda mikið magn kolefnis, má enn veiða þá hér á landi þrátt fyrir að meirihluti heimsbyggðarinnar hafi snúið baki við þeirri ömurlegu iðju. Við verðum að binda enda á þessar veiðar sem standast ekki lög um velferð dýra og grafa undan vistkerfi sjávar. Selir voru veiddir af hörku eftir að hringormanefndin var sett á laggirnar á níunda áratugnum. Veitt voru verðlaun fyrir dráp á landsel í þeirri von um að draga úr tíðni hringormasýkinga í fiskistofnum við landið. Þessi aðgerð skilaði engum mælanlegum árangri en leiddi til hruns í stofni landsela sem nú er á válista. Í dag eru selveiðar formlega bannaðar en samt er heimilt að veiða þá til eigin nytja með leyfi frá Fiskistofu. Þannig virðast viðhorf íslenskrar stjórnsýslu til dýraverndar vera: veiðar eru bannaðar nema þegar þær eru leyfðar. Lundar eru í vanda. Lundastofninn hefur hnignað um rúmlega 70% á síðustu áratugum. Þrátt fyrir það er hann enn veiddur og markaðsettur sem „spennandi íslenskur rétt“ fyrir ferðamenn á veitingahúsum Reykjavíkur. Það liggur beinast við að við Íslendingar gerum hvað við getum til að tryggja þessum merkilegu dýrum örugga framtíð. Við verðum að taka þau með í reikninginn þegar við útfærum okkar eigin 30 by 30. Við megum ekki láta 30 by 30 verða að tölum á blaði eða hlutföll á pappír þar sem svæði eru valin eftir hentugleika hagsmunaaðila. Tilgangur samkomulagsins verður að vera áþreifanlegur og má ekki gleymast: Að gefa jörðinni og öllu hennar dýrmæta fjölbreytta lífi örlítið tækifæri til að standa af sér ágang mannkyns. Höfundur er læknir, formaður Samtaka um dýravelferð og situr í stjórn Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum á tímamótum í samskiptum okkar við náttúruna. Alþjóðlega markmiðið „30 by 30“ snýst um að vernda 30% af landi og hafi jarðarinnar fyrir árið 2030. Þetta er nauðsynleg viðbragðsaðgerð til að stemma stigu við hnignun fjölbreytileika lífríkisins. Aðeins 4% eftir af villtum spendýrum Villt spendýr er aðeins um 4% af öllum spendýrum heimsins, á meðan er búfé 62% og við mannfólkið um 34%. Þessi hlutföll segja sögu: jarðarbúar hafa umturnað vistkerfum rækilega og dýrategundir hverfa óhugnanlega hratt. Heildar lífmassi villtra landspendýra hefur minnkað um meira en 80% frá því að mannkynið hóf landbúnað fyrir um 10.000 árum. Íslenskt dýralíf Þegar aðeins 4% af villtum spendýrum jarðar eru eftir blasir við sérstök mótsögn hér á Íslandi: við erum enn að drepa þau dýr sem tilheyra þessum litla og dýrmæta hóp. Refir eru veiddir ár hvert í þúsundatali með fjárstuðningi ríkisins, eins og um skaðvalda sé að ræða þegar þeir eru hluti af því dýrmæta broti af villtu spendýralífi sem jörðin á eftir. Við ættum að læra af mistökum nágranna okkar í Svíðþjóð, Noregi og Finnlandi en þar var heimskautarefnum nánast útrýmt vegna veiða. Hvalir, þessa ljúfu risa hafsins sem gegna lykilhlutverki í vistkerfum sjávar og binda mikið magn kolefnis, má enn veiða þá hér á landi þrátt fyrir að meirihluti heimsbyggðarinnar hafi snúið baki við þeirri ömurlegu iðju. Við verðum að binda enda á þessar veiðar sem standast ekki lög um velferð dýra og grafa undan vistkerfi sjávar. Selir voru veiddir af hörku eftir að hringormanefndin var sett á laggirnar á níunda áratugnum. Veitt voru verðlaun fyrir dráp á landsel í þeirri von um að draga úr tíðni hringormasýkinga í fiskistofnum við landið. Þessi aðgerð skilaði engum mælanlegum árangri en leiddi til hruns í stofni landsela sem nú er á válista. Í dag eru selveiðar formlega bannaðar en samt er heimilt að veiða þá til eigin nytja með leyfi frá Fiskistofu. Þannig virðast viðhorf íslenskrar stjórnsýslu til dýraverndar vera: veiðar eru bannaðar nema þegar þær eru leyfðar. Lundar eru í vanda. Lundastofninn hefur hnignað um rúmlega 70% á síðustu áratugum. Þrátt fyrir það er hann enn veiddur og markaðsettur sem „spennandi íslenskur rétt“ fyrir ferðamenn á veitingahúsum Reykjavíkur. Það liggur beinast við að við Íslendingar gerum hvað við getum til að tryggja þessum merkilegu dýrum örugga framtíð. Við verðum að taka þau með í reikninginn þegar við útfærum okkar eigin 30 by 30. Við megum ekki láta 30 by 30 verða að tölum á blaði eða hlutföll á pappír þar sem svæði eru valin eftir hentugleika hagsmunaaðila. Tilgangur samkomulagsins verður að vera áþreifanlegur og má ekki gleymast: Að gefa jörðinni og öllu hennar dýrmæta fjölbreytta lífi örlítið tækifæri til að standa af sér ágang mannkyns. Höfundur er læknir, formaður Samtaka um dýravelferð og situr í stjórn Hvalavina.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun