„Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. september 2025 23:02 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. vísir/ívar Bæjarstjóri Grindavíkur hyggst hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili. Hann kveður með þakklæti í hjarta og kveðst munu sakna Grindvíkinga einstaklega mikið. Þó nokkrir atburðir síðustu ára sitji í bæjarstjóranum. Fannar Jónasson hefur gegnt störfum bæjarstjóra Grindavíkur frá ársbyrjun 2017. Hann hefur því leitt bæjarfélagið á einhverjum mestu óvissu- og erfiðleikatímum þess vegna eldgosa og jarðhræringa. Þakklátur að hafa tekist á við stórt verkefni Nú hefur hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ákvörðunin tengist þó ekki erfiðleikum síðustu ára. Hann sé nú 68 ára og tímabært að hleypa öðrum að. „Fyrirsjáanlegur líftími sveitarstjórnarmanna eru fjögur ár, eitt kjörtímabil og það er svolítið langur tími. Ég er ekki hættur og ekki af baki dottinn. Það er ekki kosið fyrr en næsta sumar. Kannski var þetta svolítið snemmbúin frétt.“ Síðustu ár hafi verið mun viðburðaríkari en hann átti von á árið 2017. „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni en maður verður bara að takast á við það sem að höndum ber. Ég er vissulega þakklátur að hafa fengið að takast á við þetta verkefni.“ Horfði á strauminn nálgast hús sitt Ýmislegt muni sitja með honum um ókomna tíð. „Það mun ekki gleymast hjá neinum Grindvíkingi sem var í bænum, dagurinn 10. nóvember 2023. Þetta var ótrúlegur dagur og öll eftirmálin eftir þann dag.“ Að auki megi nefna þegar að sprunga opnaðist fyrir innan varnarvegginn 14. janúar 2024. Fannar var í sérstökum hádegisfréttatíma Sýnar þegar að hraunstraumurinn rann í átt að byggð fyrir innan varnarveggina í fyrsta sinn. „Þetta var mjög sérstakt og erfitt að horfa upp á það að straumurinn var að nálgast húsið sem við hjónin bjuggum í. En það slapp nú alveg.“ Ýmislegt setið á hakanum Hann kveðst jákvæður fyrir komandi tímum. „Það er ýmislegt sem hefur kannski setið á hakanum. Hvað varðar fjölskylduna og fleira. Það er ýmislegt sem er í bígerð og ég hlakka bara til að takast á við það.“ Mun þetta þýða að þú kveður Grindavík fyrir fullt og allt eða sérðu fyrir þér að flytja aftur þangað þegar að endurreisn bæjarfélagsins er komin vel á veg? „Það er aldrei að vita. Ég á bæði marga góða vini og félaga og samstarfsmenn í Grindavík sem ég mun sakna mjög mikið og vonast til að halda tengslum við sem allra flesta í framtíðinni.“ Grindavík losnar ekkert við þig þrátt fyrir þetta? „Nei ég held kannski ekki.“ Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Fannar Jónasson hefur gegnt störfum bæjarstjóra Grindavíkur frá ársbyrjun 2017. Hann hefur því leitt bæjarfélagið á einhverjum mestu óvissu- og erfiðleikatímum þess vegna eldgosa og jarðhræringa. Þakklátur að hafa tekist á við stórt verkefni Nú hefur hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ákvörðunin tengist þó ekki erfiðleikum síðustu ára. Hann sé nú 68 ára og tímabært að hleypa öðrum að. „Fyrirsjáanlegur líftími sveitarstjórnarmanna eru fjögur ár, eitt kjörtímabil og það er svolítið langur tími. Ég er ekki hættur og ekki af baki dottinn. Það er ekki kosið fyrr en næsta sumar. Kannski var þetta svolítið snemmbúin frétt.“ Síðustu ár hafi verið mun viðburðaríkari en hann átti von á árið 2017. „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni en maður verður bara að takast á við það sem að höndum ber. Ég er vissulega þakklátur að hafa fengið að takast á við þetta verkefni.“ Horfði á strauminn nálgast hús sitt Ýmislegt muni sitja með honum um ókomna tíð. „Það mun ekki gleymast hjá neinum Grindvíkingi sem var í bænum, dagurinn 10. nóvember 2023. Þetta var ótrúlegur dagur og öll eftirmálin eftir þann dag.“ Að auki megi nefna þegar að sprunga opnaðist fyrir innan varnarvegginn 14. janúar 2024. Fannar var í sérstökum hádegisfréttatíma Sýnar þegar að hraunstraumurinn rann í átt að byggð fyrir innan varnarveggina í fyrsta sinn. „Þetta var mjög sérstakt og erfitt að horfa upp á það að straumurinn var að nálgast húsið sem við hjónin bjuggum í. En það slapp nú alveg.“ Ýmislegt setið á hakanum Hann kveðst jákvæður fyrir komandi tímum. „Það er ýmislegt sem hefur kannski setið á hakanum. Hvað varðar fjölskylduna og fleira. Það er ýmislegt sem er í bígerð og ég hlakka bara til að takast á við það.“ Mun þetta þýða að þú kveður Grindavík fyrir fullt og allt eða sérðu fyrir þér að flytja aftur þangað þegar að endurreisn bæjarfélagsins er komin vel á veg? „Það er aldrei að vita. Ég á bæði marga góða vini og félaga og samstarfsmenn í Grindavík sem ég mun sakna mjög mikið og vonast til að halda tengslum við sem allra flesta í framtíðinni.“ Grindavík losnar ekkert við þig þrátt fyrir þetta? „Nei ég held kannski ekki.“
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira