Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2025 22:18 Freyja Birgisdóttir sviðsstjóri matssviðs MMS. Vísir/Lýður Valberg Nýtt samræmt námsmat verður tekið upp í grunnskólum landsins í vetur. Nemendur í sömu árgöngum fá þó ekki allir sömu spurningar og þá geta skólar valið hvaða daga prófin verða tekin. Sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu hefur þó ekki áhyggjur af svindli. Saga samræmds námsmats á Íslandi nær alla leið aftur til ársins 1907. Árið 2008 voru próf 10. bekkja tekin að hausti og tilgangur þeirra líkt og með Matsferli að veita upplýsingar um stöðu nemenda frekar en að nýta sem lokapróf úr grunnskóla. En hvað er Matsferill? Á vef MMS kemur fram að Matsferill muni innihalda margvísleg verkefni sem sýna eigi stöðu nemenda í skólakerfinu. Markmið þeirra eru misjöfn, allt frá stafrænum stöðu- og framvinduprófum sem eru próf eins og flestir þekkja til sértækra einstaklingsprófa. Stöðu- og framvindupróf verða lögð fyrir einu sinni eða oftar á hverju ári og verða skylda í stærðfræði og lesskilningi í 4., 6. og 9.bekk. MMS býr þó til próf í öllum árgöngum frá 4.-10. bekk og nú þegar hafa sveitarfélög ákveðið að ganga skrefinu lengra en lög gera ráð fyrir. Nokkrar útgáfur hverju sinni Sérlega áhugaverður er svokallaður prófgluggi sem þýðir að skólarnir geta valið hvaða dag prófin eru lögð fyrir. Nemandi í Seljaskóla tekur því ekki endilega prófið á sama degi og jafnaldri hans í Vesturbæjarskóla eða á Akureyri. Að sögn Freyju Birgisdóttur sérfræðings hjá miðstöð menntunar- og skólaþjónustu er þetta fyrirkomulag algengt. „Aðalhugsunin á bakvið það er að gefa skólanum meira svigrúm til að geta lagt fyrir prófin eins og best hentar hverju sinni. Þannig getur kennari lagt fyrir til dæmis helming bekkjarins í dag og hinn helminginn á morgun,“ segir Freyja. Það sem meira er þá taka jafnaldrarnir ekki endilega sama próf því spurningarnar geta verið misjafnar þó þær eigi að prófa sömu hæfni. Freyja segist ekki hafa áhyggjur af svindli nemenda sem gætu deilt spurningum sín á milli. „Það held ég að verði ekki svo auðvelt, það verða nokkrar samhliða útgáfur, í sama bekk eru kannski þrjú ólík próf verið að taka. Þetta er allt tekið í lokuðu prófumhverfi og það er tilviljunarkennt hvaða atriði börnin eru að fá.“ Hún segist einnig eiga erfitt með að sjá hvernig börnin græði á svindlinu. Þá verði námsmatið vissulega samræmt þó nemendur fái ekki nákvæmlega sömu spurningar. „Það er alveg rétt að maður þarf að passa að hafa öll atriði og prófútgáfur sem líkastar. Það er búið að marg, marg forpróf öll atriði sem eru í þessum prófum. Þannig að við þekkjum þau mjög vel og hvernig nemendur bregðast við þeim,“ segir Freyja. Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma að vinnuvélar verði komnar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Saga samræmds námsmats á Íslandi nær alla leið aftur til ársins 1907. Árið 2008 voru próf 10. bekkja tekin að hausti og tilgangur þeirra líkt og með Matsferli að veita upplýsingar um stöðu nemenda frekar en að nýta sem lokapróf úr grunnskóla. En hvað er Matsferill? Á vef MMS kemur fram að Matsferill muni innihalda margvísleg verkefni sem sýna eigi stöðu nemenda í skólakerfinu. Markmið þeirra eru misjöfn, allt frá stafrænum stöðu- og framvinduprófum sem eru próf eins og flestir þekkja til sértækra einstaklingsprófa. Stöðu- og framvindupróf verða lögð fyrir einu sinni eða oftar á hverju ári og verða skylda í stærðfræði og lesskilningi í 4., 6. og 9.bekk. MMS býr þó til próf í öllum árgöngum frá 4.-10. bekk og nú þegar hafa sveitarfélög ákveðið að ganga skrefinu lengra en lög gera ráð fyrir. Nokkrar útgáfur hverju sinni Sérlega áhugaverður er svokallaður prófgluggi sem þýðir að skólarnir geta valið hvaða dag prófin eru lögð fyrir. Nemandi í Seljaskóla tekur því ekki endilega prófið á sama degi og jafnaldri hans í Vesturbæjarskóla eða á Akureyri. Að sögn Freyju Birgisdóttur sérfræðings hjá miðstöð menntunar- og skólaþjónustu er þetta fyrirkomulag algengt. „Aðalhugsunin á bakvið það er að gefa skólanum meira svigrúm til að geta lagt fyrir prófin eins og best hentar hverju sinni. Þannig getur kennari lagt fyrir til dæmis helming bekkjarins í dag og hinn helminginn á morgun,“ segir Freyja. Það sem meira er þá taka jafnaldrarnir ekki endilega sama próf því spurningarnar geta verið misjafnar þó þær eigi að prófa sömu hæfni. Freyja segist ekki hafa áhyggjur af svindli nemenda sem gætu deilt spurningum sín á milli. „Það held ég að verði ekki svo auðvelt, það verða nokkrar samhliða útgáfur, í sama bekk eru kannski þrjú ólík próf verið að taka. Þetta er allt tekið í lokuðu prófumhverfi og það er tilviljunarkennt hvaða atriði börnin eru að fá.“ Hún segist einnig eiga erfitt með að sjá hvernig börnin græði á svindlinu. Þá verði námsmatið vissulega samræmt þó nemendur fái ekki nákvæmlega sömu spurningar. „Það er alveg rétt að maður þarf að passa að hafa öll atriði og prófútgáfur sem líkastar. Það er búið að marg, marg forpróf öll atriði sem eru í þessum prófum. Þannig að við þekkjum þau mjög vel og hvernig nemendur bregðast við þeim,“ segir Freyja.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma að vinnuvélar verði komnar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent