Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2025 22:18 Freyja Birgisdóttir sviðsstjóri matssviðs MMS. Vísir/Lýður Valberg Nýtt samræmt námsmat verður tekið upp í grunnskólum landsins í vetur. Nemendur í sömu árgöngum fá þó ekki allir sömu spurningar og þá geta skólar valið hvaða daga prófin verða tekin. Sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu hefur þó ekki áhyggjur af svindli. Saga samræmds námsmats á Íslandi nær alla leið aftur til ársins 1907. Árið 2008 voru próf 10. bekkja tekin að hausti og tilgangur þeirra líkt og með Matsferli að veita upplýsingar um stöðu nemenda frekar en að nýta sem lokapróf úr grunnskóla. En hvað er Matsferill? Á vef MMS kemur fram að Matsferill muni innihalda margvísleg verkefni sem sýna eigi stöðu nemenda í skólakerfinu. Markmið þeirra eru misjöfn, allt frá stafrænum stöðu- og framvinduprófum sem eru próf eins og flestir þekkja til sértækra einstaklingsprófa. Stöðu- og framvindupróf verða lögð fyrir einu sinni eða oftar á hverju ári og verða skylda í stærðfræði og lesskilningi í 4., 6. og 9.bekk. MMS býr þó til próf í öllum árgöngum frá 4.-10. bekk og nú þegar hafa sveitarfélög ákveðið að ganga skrefinu lengra en lög gera ráð fyrir. Nokkrar útgáfur hverju sinni Sérlega áhugaverður er svokallaður prófgluggi sem þýðir að skólarnir geta valið hvaða dag prófin eru lögð fyrir. Nemandi í Seljaskóla tekur því ekki endilega prófið á sama degi og jafnaldri hans í Vesturbæjarskóla eða á Akureyri. Að sögn Freyju Birgisdóttur sérfræðings hjá miðstöð menntunar- og skólaþjónustu er þetta fyrirkomulag algengt. „Aðalhugsunin á bakvið það er að gefa skólanum meira svigrúm til að geta lagt fyrir prófin eins og best hentar hverju sinni. Þannig getur kennari lagt fyrir til dæmis helming bekkjarins í dag og hinn helminginn á morgun,“ segir Freyja. Það sem meira er þá taka jafnaldrarnir ekki endilega sama próf því spurningarnar geta verið misjafnar þó þær eigi að prófa sömu hæfni. Freyja segist ekki hafa áhyggjur af svindli nemenda sem gætu deilt spurningum sín á milli. „Það held ég að verði ekki svo auðvelt, það verða nokkrar samhliða útgáfur, í sama bekk eru kannski þrjú ólík próf verið að taka. Þetta er allt tekið í lokuðu prófumhverfi og það er tilviljunarkennt hvaða atriði börnin eru að fá.“ Hún segist einnig eiga erfitt með að sjá hvernig börnin græði á svindlinu. Þá verði námsmatið vissulega samræmt þó nemendur fái ekki nákvæmlega sömu spurningar. „Það er alveg rétt að maður þarf að passa að hafa öll atriði og prófútgáfur sem líkastar. Það er búið að marg, marg forpróf öll atriði sem eru í þessum prófum. Þannig að við þekkjum þau mjög vel og hvernig nemendur bregðast við þeim,“ segir Freyja. Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Saga samræmds námsmats á Íslandi nær alla leið aftur til ársins 1907. Árið 2008 voru próf 10. bekkja tekin að hausti og tilgangur þeirra líkt og með Matsferli að veita upplýsingar um stöðu nemenda frekar en að nýta sem lokapróf úr grunnskóla. En hvað er Matsferill? Á vef MMS kemur fram að Matsferill muni innihalda margvísleg verkefni sem sýna eigi stöðu nemenda í skólakerfinu. Markmið þeirra eru misjöfn, allt frá stafrænum stöðu- og framvinduprófum sem eru próf eins og flestir þekkja til sértækra einstaklingsprófa. Stöðu- og framvindupróf verða lögð fyrir einu sinni eða oftar á hverju ári og verða skylda í stærðfræði og lesskilningi í 4., 6. og 9.bekk. MMS býr þó til próf í öllum árgöngum frá 4.-10. bekk og nú þegar hafa sveitarfélög ákveðið að ganga skrefinu lengra en lög gera ráð fyrir. Nokkrar útgáfur hverju sinni Sérlega áhugaverður er svokallaður prófgluggi sem þýðir að skólarnir geta valið hvaða dag prófin eru lögð fyrir. Nemandi í Seljaskóla tekur því ekki endilega prófið á sama degi og jafnaldri hans í Vesturbæjarskóla eða á Akureyri. Að sögn Freyju Birgisdóttur sérfræðings hjá miðstöð menntunar- og skólaþjónustu er þetta fyrirkomulag algengt. „Aðalhugsunin á bakvið það er að gefa skólanum meira svigrúm til að geta lagt fyrir prófin eins og best hentar hverju sinni. Þannig getur kennari lagt fyrir til dæmis helming bekkjarins í dag og hinn helminginn á morgun,“ segir Freyja. Það sem meira er þá taka jafnaldrarnir ekki endilega sama próf því spurningarnar geta verið misjafnar þó þær eigi að prófa sömu hæfni. Freyja segist ekki hafa áhyggjur af svindli nemenda sem gætu deilt spurningum sín á milli. „Það held ég að verði ekki svo auðvelt, það verða nokkrar samhliða útgáfur, í sama bekk eru kannski þrjú ólík próf verið að taka. Þetta er allt tekið í lokuðu prófumhverfi og það er tilviljunarkennt hvaða atriði börnin eru að fá.“ Hún segist einnig eiga erfitt með að sjá hvernig börnin græði á svindlinu. Þá verði námsmatið vissulega samræmt þó nemendur fái ekki nákvæmlega sömu spurningar. „Það er alveg rétt að maður þarf að passa að hafa öll atriði og prófútgáfur sem líkastar. Það er búið að marg, marg forpróf öll atriði sem eru í þessum prófum. Þannig að við þekkjum þau mjög vel og hvernig nemendur bregðast við þeim,“ segir Freyja.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00