Sport

Bitvargurinn fékk tólf leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hin franska Axelle Berthoumieu bítur Írann Aoife Wafer.
Hin franska Axelle Berthoumieu bítur Írann Aoife Wafer.

Axelle Berthoumieu hefur verið úrskurðuð í tólf leikja bann fyrir að bíta andstæðing í leik Frakklands og Írlands í átta liða úrslitum á HM kvenna í rugby.

Í byrjun seinni hálfleiks í leiknum í fyrradag börðust þær Berthoumieu og Aoife Wafer um boltann. Sú fyrrnefnda læsti þá tönnunum í handlegg þeirrar síðarnefndu.

Wafer og Írar brugðust ókvæða við en dómari leiksins missti af bitinu og aðhafðist því ekkert.

Berthoumieu slapp hins vegar ekki við refsingu því búið er að dæma hana í tólf leikja bann. Hún missir því af leik Frakklands og Englands í undanúrslitum HM á laugardaginn og úrslitaleiknum eða leiknum um 3. sætið.

Berthoumieu gekkst við broti sínu en ætlar að áfrýja lengd bannsins. Málið verður tekið fyrir í dag.

Frakkar lentu 13-0 undir í leiknum gegn Írum en sneru dæminu sér í vil og unnu á endanum, 18-13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×