Heklaði á sig forsýningarkjólinn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. september 2025 14:04 Hera Hilmar glæsileg í hekluðum kjól eftir sjálfa sig. SAMSETT „Ég í raun gekk frá síðustu saumum rétt áður en ég mætti niður í Háskólabíó, ákveðinn stemning í því,“ segir leikkonan Hera Hilmar sem mætti á forsýningu Reykjavík Fusion í splunkunýjum kjól sem hún byrjaði að hekla í tökum í Búdapest í sumar. Lærði að hekla í tökum í Búdapest Blaðamaður ræddi við Heru um heklið og nýjasta verkefnið. „Ég hef lengi, eða í einhver ár, prjónað bara svona fyrir sjálfa mig og fólkið í kringum mig. Ég er ekki mikið fyrir uppskriftir og svona heldur finnst gaman að impróvísera svolítið hvað ég geri,“ segir Hera um áhugamálið. Darri, Halla Tómasdóttir forseti, Björn Skúlason forsetamaki og Hera Hilmar glæsileg öll saman á forsýningunni.Thelma Arngríms „Það er mjög gaman og heilandi að geta gert eitthvað kreatívt þar sem maður sér afraksturinn af fljótt, allavega fyrr en það tekur til dæmis að gera bíómynd eða sjónvarpsþætti. Svo er eitthvað í sögunni og aksjóninu í handavinnunni sem nær djúpt í gegnum kynslóðir kvenna sem ég hef líka áhuga á að upplifa og tengjast. Ég ákvað núna í lok júlí að tími væri kominn til að læra að hekla líka,“ segir hún og bætir við að hana hafði lengi langað það. „Þannig ég tók með mér heklunál út þar sem ég var í tökum í Búdapest og garn, gúglaði handbrögðin og skoðaði aðeins hvað konur voru að gera í myndböndum sem ég hafði ekki gert áður og úr varð þessi kjóll.“ Upphafið á kjólnum!Aðsend Gekk frá saumunum á leið í bíó Útgangspunkturinn var þó ekki að klæðast honum fyrir ákveðið tilefni. „Ég gerði hann ekki fyrir forsýninguna, heldur bara af því mig langaði að gera kjól. Var aðallega að hekla hann úti, milli verka á setti. Svo var ég bara svo ánægð með mig að ég hafði náð að gera þetta, að ég ákvað bara að vera í honum á forsýningunni. Ég í raun gekk frá síðustu saumum rétt áður en ég mætti niður í Háskólabíó, ákveðinn stemning í því,“ segir Hera kímin og bætir við: „Þegar ég sá að kannski gæti ég verið í honum á forsýningunni, og að hann væri svolítið í sama fílíng og Reykjavík Fusion er fyrir mér, þá bara ákvað ég að klára hann og skella mér í hann.“ Hera Hilmar og Ólafur Darri glæsileg á forsýningunni. Thelma Arngríms Aðskilin Marý og sá hana gera sitt Forsýningin vakti mikla lukku meðal gesta og segir Hera að það hafi verið frábært að sjá fyrstu þættina með fullum bíósal af gestum. „Það er svo gaman að finna fyrir og heyra fólk bregðast við og salurinn var mjög jákvæður og vókal, sem klárlega veit á gott. Ég var ekki mjög stressuð fyrir því að sýna fólki þættina því ég er bara mjög ánægð með þá, en líka því mér finnst Marý sem ég leik eiginlega vera orðin kona sem stendur á eigin fótum og hefur ekki beint neitt með mig að gera. Þannig mér leið meira eins og ég væri bara að horfa á hana gera sitt.“ Reykjavik Fusion eru sýndir á Sjónvarpi Símans en hér má sjá stiklu: Dansar á mjórri línu Aðspurð hvað stendur upp úr frá þessu skemmtilega verkefni segir Hera: „Klárlega að leika einn skemmtilegasta karakter sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þetta var mikil umbreyting fyrir mig. Karaktervinnan var mjög djúsí og ég leyfði mér í samstarfi við handritshöfunda, Hörð og Birki Blæ, og leikstjóra, Samma og Gunna, að bæta alls konar eiginleikum við Marý, eins og maður gerir náttúrulega alltaf sem leikari. Til dæmis hlutir sem hún segir og gerir, sem mér finnst skrýtnir og skemmtilegir. En allt sem kemur að Marý dansar á einhverri mjög mjórri línu og er riskí. Þannig það var sérstaklega skemmtilegt.“ Mæðgurnar Hera Hilmar og Þórey Sigþórsdóttir glæsilegar.Aðsend Hera lýsir karakter sínum Marý sem margslunginni og fyndinni. „Hún er líka sorgleg og mjúk, en samt algjört hörkutól, hættuleg og klár. Hún er að sama skapi algjör flottræfill, svo það var alltaf gaman að fara í fötin og lúkkið hennar sem við Júlíanna búningahönnuður og Guðbjörg Huldís hár- og förðunarhönnuður gerðum. Svo líka öll samvinnan með kasti, krúi og framleiðslunni. Þetta var mjög metnaðarfullt verkefni þannig að allir þurftu að halda á miklu til að ná öllum endum saman, sem stundum, ef að allir trúa á það sem við erum að gera og finnst gaman í vinnunni, getur búið til mikla töfra,“ segir Hera brosandi að lokum. Ótrúlega vel heppnaður kjóll og smart við upphá Kalda stígvél. Hera hér eftir forsýningu með Valgerði Pétursdóttut vinkonu hennar.Aðsend Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Lærði að hekla í tökum í Búdapest Blaðamaður ræddi við Heru um heklið og nýjasta verkefnið. „Ég hef lengi, eða í einhver ár, prjónað bara svona fyrir sjálfa mig og fólkið í kringum mig. Ég er ekki mikið fyrir uppskriftir og svona heldur finnst gaman að impróvísera svolítið hvað ég geri,“ segir Hera um áhugamálið. Darri, Halla Tómasdóttir forseti, Björn Skúlason forsetamaki og Hera Hilmar glæsileg öll saman á forsýningunni.Thelma Arngríms „Það er mjög gaman og heilandi að geta gert eitthvað kreatívt þar sem maður sér afraksturinn af fljótt, allavega fyrr en það tekur til dæmis að gera bíómynd eða sjónvarpsþætti. Svo er eitthvað í sögunni og aksjóninu í handavinnunni sem nær djúpt í gegnum kynslóðir kvenna sem ég hef líka áhuga á að upplifa og tengjast. Ég ákvað núna í lok júlí að tími væri kominn til að læra að hekla líka,“ segir hún og bætir við að hana hafði lengi langað það. „Þannig ég tók með mér heklunál út þar sem ég var í tökum í Búdapest og garn, gúglaði handbrögðin og skoðaði aðeins hvað konur voru að gera í myndböndum sem ég hafði ekki gert áður og úr varð þessi kjóll.“ Upphafið á kjólnum!Aðsend Gekk frá saumunum á leið í bíó Útgangspunkturinn var þó ekki að klæðast honum fyrir ákveðið tilefni. „Ég gerði hann ekki fyrir forsýninguna, heldur bara af því mig langaði að gera kjól. Var aðallega að hekla hann úti, milli verka á setti. Svo var ég bara svo ánægð með mig að ég hafði náð að gera þetta, að ég ákvað bara að vera í honum á forsýningunni. Ég í raun gekk frá síðustu saumum rétt áður en ég mætti niður í Háskólabíó, ákveðinn stemning í því,“ segir Hera kímin og bætir við: „Þegar ég sá að kannski gæti ég verið í honum á forsýningunni, og að hann væri svolítið í sama fílíng og Reykjavík Fusion er fyrir mér, þá bara ákvað ég að klára hann og skella mér í hann.“ Hera Hilmar og Ólafur Darri glæsileg á forsýningunni. Thelma Arngríms Aðskilin Marý og sá hana gera sitt Forsýningin vakti mikla lukku meðal gesta og segir Hera að það hafi verið frábært að sjá fyrstu þættina með fullum bíósal af gestum. „Það er svo gaman að finna fyrir og heyra fólk bregðast við og salurinn var mjög jákvæður og vókal, sem klárlega veit á gott. Ég var ekki mjög stressuð fyrir því að sýna fólki þættina því ég er bara mjög ánægð með þá, en líka því mér finnst Marý sem ég leik eiginlega vera orðin kona sem stendur á eigin fótum og hefur ekki beint neitt með mig að gera. Þannig mér leið meira eins og ég væri bara að horfa á hana gera sitt.“ Reykjavik Fusion eru sýndir á Sjónvarpi Símans en hér má sjá stiklu: Dansar á mjórri línu Aðspurð hvað stendur upp úr frá þessu skemmtilega verkefni segir Hera: „Klárlega að leika einn skemmtilegasta karakter sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þetta var mikil umbreyting fyrir mig. Karaktervinnan var mjög djúsí og ég leyfði mér í samstarfi við handritshöfunda, Hörð og Birki Blæ, og leikstjóra, Samma og Gunna, að bæta alls konar eiginleikum við Marý, eins og maður gerir náttúrulega alltaf sem leikari. Til dæmis hlutir sem hún segir og gerir, sem mér finnst skrýtnir og skemmtilegir. En allt sem kemur að Marý dansar á einhverri mjög mjórri línu og er riskí. Þannig það var sérstaklega skemmtilegt.“ Mæðgurnar Hera Hilmar og Þórey Sigþórsdóttir glæsilegar.Aðsend Hera lýsir karakter sínum Marý sem margslunginni og fyndinni. „Hún er líka sorgleg og mjúk, en samt algjört hörkutól, hættuleg og klár. Hún er að sama skapi algjör flottræfill, svo það var alltaf gaman að fara í fötin og lúkkið hennar sem við Júlíanna búningahönnuður og Guðbjörg Huldís hár- og förðunarhönnuður gerðum. Svo líka öll samvinnan með kasti, krúi og framleiðslunni. Þetta var mjög metnaðarfullt verkefni þannig að allir þurftu að halda á miklu til að ná öllum endum saman, sem stundum, ef að allir trúa á það sem við erum að gera og finnst gaman í vinnunni, getur búið til mikla töfra,“ segir Hera brosandi að lokum. Ótrúlega vel heppnaður kjóll og smart við upphá Kalda stígvél. Hera hér eftir forsýningu með Valgerði Pétursdóttut vinkonu hennar.Aðsend
Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira