Fótbolti

Kristall skaut Sønderjyske á­fram

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kristall Máni hóf leik dagsins á varamannabekknum en reyndist hetja Sonderjyske. 
Kristall Máni hóf leik dagsins á varamannabekknum en reyndist hetja Sonderjyske.  Sönderjyske

Kristall Máni Ingason kom inn af varamannabekk Sønderjyske og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á útivelli gegn Hvidovre í þriðju umferð dönsku bikarkeppninnar í fótbolta.

Sønderjyske komst yfir eftir markmannsmistök um miðjan fyrri hálfleik og átti skot í slánna rétt fyrir hálfleik en heimamenn Hvidovre jöfnuðu snemma í seinni hálfleik.

Kristall var þá nýkominn inn á og átti eftir að láta að sér kveða. Hann fékk boltann í teignum á 68. mínútu og slúttaði vel úr erfiðu færi.

Það reyndist sigurmark leiksins og Sønderjyske heldur áfram í sextán liða úrslit.

Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópi Sønderjyske en hann spilaði í vinstri bakverði um síðustu helgi. Rúnar Þór Sigurgeirsson leysti hann af og spilaði í vinstri bakverðinum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×