Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. september 2025 07:32 Elfar Þór Guðmundsson og Anh Quyen Hoang eigendur Hustle Bite. Vísir/Ívar Fannar Táningur, sem var að opna sinn eigin veitingastað ásamt vinum sínum, hvetur jafnaldra sína til vera virkari og gera eitthvað við líf sitt. Hann segir allt of margt ungt fólk aðgerðarlítið og vonast til að vera öðrum fyrirmynd. Við Álftaneslaug hefur nýr veitingastaður tekið við að Bitakoti sem stóð hér um árabil en staðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir merkilegt nafn og útlit og unga og djarfa eigendur. Staðurinn er rekinn af fimm vinum sem eru á aldrinum 18 til 22 ára. Eigendurnir tveir, fæddir 2006 og 2004, segja reksturinn hafa gengið eins og í sögu síðan þeir opnuðu á laugardag. „Þetta var hugmyndin hjá honum Anh hérna að opna okkar eigin stað. Ég var búinn að vera að vinna á Fiskmarkaðnum og Hlöllabátum þannig ég var með örlitla reynslu af matargerð og skyndibitastað. Hann kom til mín og bróður míns og bauð okkur að vera hluti af þessari yndislegu starfsemi sem er Hustle bites og við samþykktum bara auðvitað stax,“ segir Elfar Þór Guðmundsson, einn eigenda Hustle bite. Anh Quyen Hoang, annar eigandi Hustle bite, hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár og segir ákveðinn draum að rætast með opnun veitingastaðarins. „Ég vil eignast stærri veitingastað í framtíðinni, en þetta dugir í bili held ég.“ „Við viljum að þetta sé hornsteinninn fyrir Álftanesið, þar sem fólk getur komið hingað og dundað sér. Allir krakkarnir, nákvæmlega geta komið og leikið sér hérna. Bara hafa þetta góðan og þægilegan stemmningsstað,“ bætir Elfar við. Vilja vera fyrirmynd Hann segir þá rétt að byrja og vonast til þess að önnur ungmenni taki framtak þeirra sér til fyrirmyndar. Að baki nafninu, Hustle bite, sé sú hugmynd og og skilaboð að aðrir krakkar, á þeirra aldri, taki þá sér til fyrirmyndar. „Það er svo mikið af krökkum nú til dags sem eru bara ekki í vinnu, vilja ekki fara í skóla, eru ekki að gera neitt. Þannig við viljum með þessu, í gegnum yndislegan og frábæran mat hjá okkur, gefa út þessi skilaboð. Það er hugtak sem kallast að hustla hjá okkur ungmennunum. Við erum að reyna að sýna öðrum krökkum að maður verður að hafa fyrir lífinu.“ Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Við Álftaneslaug hefur nýr veitingastaður tekið við að Bitakoti sem stóð hér um árabil en staðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir merkilegt nafn og útlit og unga og djarfa eigendur. Staðurinn er rekinn af fimm vinum sem eru á aldrinum 18 til 22 ára. Eigendurnir tveir, fæddir 2006 og 2004, segja reksturinn hafa gengið eins og í sögu síðan þeir opnuðu á laugardag. „Þetta var hugmyndin hjá honum Anh hérna að opna okkar eigin stað. Ég var búinn að vera að vinna á Fiskmarkaðnum og Hlöllabátum þannig ég var með örlitla reynslu af matargerð og skyndibitastað. Hann kom til mín og bróður míns og bauð okkur að vera hluti af þessari yndislegu starfsemi sem er Hustle bites og við samþykktum bara auðvitað stax,“ segir Elfar Þór Guðmundsson, einn eigenda Hustle bite. Anh Quyen Hoang, annar eigandi Hustle bite, hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár og segir ákveðinn draum að rætast með opnun veitingastaðarins. „Ég vil eignast stærri veitingastað í framtíðinni, en þetta dugir í bili held ég.“ „Við viljum að þetta sé hornsteinninn fyrir Álftanesið, þar sem fólk getur komið hingað og dundað sér. Allir krakkarnir, nákvæmlega geta komið og leikið sér hérna. Bara hafa þetta góðan og þægilegan stemmningsstað,“ bætir Elfar við. Vilja vera fyrirmynd Hann segir þá rétt að byrja og vonast til þess að önnur ungmenni taki framtak þeirra sér til fyrirmyndar. Að baki nafninu, Hustle bite, sé sú hugmynd og og skilaboð að aðrir krakkar, á þeirra aldri, taki þá sér til fyrirmyndar. „Það er svo mikið af krökkum nú til dags sem eru bara ekki í vinnu, vilja ekki fara í skóla, eru ekki að gera neitt. Þannig við viljum með þessu, í gegnum yndislegan og frábæran mat hjá okkur, gefa út þessi skilaboð. Það er hugtak sem kallast að hustla hjá okkur ungmennunum. Við erum að reyna að sýna öðrum krökkum að maður verður að hafa fyrir lífinu.“
Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira