Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. september 2025 21:43 Heiða Ingimarsdóttir varaþingmaður Viðreisnar tók sæti á Alþingi í dag. Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi. „Virðulegi forseti. Fyrir 17 árum stóð ég kasólétt og hágrátandi fyrir framan lækni og sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður. Ég hafði áður sagt honum frá vanlíðan minni en nú vissi ég að eitthvað yrði að gera. Hann horfði á mig, þagði í smástund og sagði: Já, við skulum bíða aðeins,“ sagði Heiða undir liðnum Störf þingsins í umræðum á Alþingi í dag. Yrði að hafa tilvísun „Ég hringdi norður á Akureyri og bað um tíma hjá geðlækni eða sálfræðingi á spítalanum. Mér var tjáð að ég yrði að hafa tilvísun þrátt fyrir að vera ólétt og í sjálfsvígshugleiðingum. Ég spurði á hversu margar lokaðar dyr fólk í viðkvæmri stöðu þyrfti að ganga áður en það fengi viðeigandi hjálp.“ Henni hafi þá verið sagt að leita til heimilislæknis. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Sem betur fer hafði ég einhvern kraft í mér sem margir á þessum stað hafa ekki. Ég hringdi á allar heilsugæslur í landshlutanum. Ég keyrði í 40 mínútur og á móti mér tók afleysingalæknir sem útskýrði að þetta væri því miður of algengt og það skorti verulega úrræði. Ég var komin á göngudeild á Akureyri tveimur dögum síðar.“ Fólk eigi ekki að þurfa stökkva yfir hindranir „Samfélagið er ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Því þurfum við að huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Fólk á ekki að þurfa að stökkva yfir hindranir til að fá hjálp.“ „Við þekkjum flest ef ekki öll einstaklinga sem hafa þarfnast geðheilbrigðisþjónustu. Sum okkar þekkja það jafnvel á eigin skinni. Ég geri það svo sannarlega. Ég hef bæði séð kerfið okkar virka vel og ég hef séð kerfið okkar bregðast,“ segir Heiða. Mörg jákvæð skref hafi verið stigin fyrir austan í geðheilbrigðismálum en betur megi ef duga skuli. „Á samfélaginu hvíla djúp sár sem aldrei verða söm en enn er hægt að koma í veg fyrir frekari áföll. Það gladdi því mitt austfirska hjarta að sjá að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur brugðist við þeim aðstæðum sem hafa skapast fyrir austan og aukið fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu í landshlutanum.“ „Með samstilltu átaki mun samfélagið ná aftur vopnum sínum og við grípum fólk áður en það er um seinan.“ Viðreisn Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
„Virðulegi forseti. Fyrir 17 árum stóð ég kasólétt og hágrátandi fyrir framan lækni og sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður. Ég hafði áður sagt honum frá vanlíðan minni en nú vissi ég að eitthvað yrði að gera. Hann horfði á mig, þagði í smástund og sagði: Já, við skulum bíða aðeins,“ sagði Heiða undir liðnum Störf þingsins í umræðum á Alþingi í dag. Yrði að hafa tilvísun „Ég hringdi norður á Akureyri og bað um tíma hjá geðlækni eða sálfræðingi á spítalanum. Mér var tjáð að ég yrði að hafa tilvísun þrátt fyrir að vera ólétt og í sjálfsvígshugleiðingum. Ég spurði á hversu margar lokaðar dyr fólk í viðkvæmri stöðu þyrfti að ganga áður en það fengi viðeigandi hjálp.“ Henni hafi þá verið sagt að leita til heimilislæknis. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Sem betur fer hafði ég einhvern kraft í mér sem margir á þessum stað hafa ekki. Ég hringdi á allar heilsugæslur í landshlutanum. Ég keyrði í 40 mínútur og á móti mér tók afleysingalæknir sem útskýrði að þetta væri því miður of algengt og það skorti verulega úrræði. Ég var komin á göngudeild á Akureyri tveimur dögum síðar.“ Fólk eigi ekki að þurfa stökkva yfir hindranir „Samfélagið er ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Því þurfum við að huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Fólk á ekki að þurfa að stökkva yfir hindranir til að fá hjálp.“ „Við þekkjum flest ef ekki öll einstaklinga sem hafa þarfnast geðheilbrigðisþjónustu. Sum okkar þekkja það jafnvel á eigin skinni. Ég geri það svo sannarlega. Ég hef bæði séð kerfið okkar virka vel og ég hef séð kerfið okkar bregðast,“ segir Heiða. Mörg jákvæð skref hafi verið stigin fyrir austan í geðheilbrigðismálum en betur megi ef duga skuli. „Á samfélaginu hvíla djúp sár sem aldrei verða söm en enn er hægt að koma í veg fyrir frekari áföll. Það gladdi því mitt austfirska hjarta að sjá að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur brugðist við þeim aðstæðum sem hafa skapast fyrir austan og aukið fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu í landshlutanum.“ „Með samstilltu átaki mun samfélagið ná aftur vopnum sínum og við grípum fólk áður en það er um seinan.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Viðreisn Alþingi Geðheilbrigði Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira