„Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. september 2025 00:04 Heiðar Guðjónsson sagði Jóhann Pál dylgja um íslenskt fyrirtæki í útvarpsviðtali, og sagði hann þurfa tala af meiri ábyrgð sem einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar. Vísir „Þarna er einn æðsti embættismaður þjóðarinnar, ráðherra, að dylgja um það að íslenskt fyrirtæki hafi farið á hausinn í síðustu olíuleit hér við land. Þegar þú ert ekki lengur blaðamaður á DV eða Stundinni og verður ráðamaður þjóðarinnar verður þú að skipta um ham og tala af ábyrgð.“ Þessi orð lét Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarformaður olíuleitarfélagsins Eykon Energy, falla í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem rætt var um mögulega olíuleit við Drekasvæðið. Þar svaraði hann Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, sem hafði verið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr um daginn um sama mál og meðal annars látið eftirfarandi orð falla: „Stór og stöndug fyrirtæki sem tóku þátt í þessu [olíuleit við Drekasvæðið] skiluðu inn þessum leyfum vegna þess að þau sáu ekki fram á að það væri arðbært að vinna olíu hérna. Íslenskt fyrirtæki fór í milljarða gjaldþrot.“ Gjaldþrota fyrirtækið ekki með leyfi hér á landi Heiðar segir að fyrirtækið sem Jóhann vísar til hafi ekki haldið á neinu leyfi til olíuleitar hér á landi, og hafi ekki komið að starfsemi Eykon eða leit við Drekasvæðið. „Sannleikurinn er sá að íslenskt fyrirtæki fór á hausinn, en það er fyrirtæki sem fór í olíuleit í Kanada og Skotlandi.“ Ekki bjartsýnn á góðar viðtökur Heiðar segir að landslagið í stjórnmálunum í Noregi hafi valdið því á sínum tíma að hætt var við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ríkisstjórnin hafi fengið stuðning frá Græningjum gegn því að hætt yrði við frekari olíuvinnslu og engin ný leyfi gefin út. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að sækja um leyfi í dag? Nei það er hægt að sækja um leyfið, en svona miðað við hans málflutning held ég að viðtökurnar verði ekki merkilegar Leyfið verði ekki veitt? „Ég á allt eins von á því.“ Heiðar segir það ástæðulaust að nýta ekki auðlindir landsins. Ég sé bara ekki ástæðuna. Vegna þess að heimurinn er betri ef við brennum minna af kolum. Þannig að stóra áskorunin núna er að fasa út kol. Gas mengar allt að hundrað falt meira en kol. Olía mengar langt um minna en kol.“ „Olía er líka þéttari og meðfærilegri, og það er alveg ljóst að næstu 30 ár verður um 85 prósent af orkunotkun heimsins olía gas og kol, þannig við skuldum heiminum það að leggja heiminum okkar af mörkum í þeim efnum.“ Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Bylgjan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þessi orð lét Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarformaður olíuleitarfélagsins Eykon Energy, falla í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem rætt var um mögulega olíuleit við Drekasvæðið. Þar svaraði hann Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, sem hafði verið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr um daginn um sama mál og meðal annars látið eftirfarandi orð falla: „Stór og stöndug fyrirtæki sem tóku þátt í þessu [olíuleit við Drekasvæðið] skiluðu inn þessum leyfum vegna þess að þau sáu ekki fram á að það væri arðbært að vinna olíu hérna. Íslenskt fyrirtæki fór í milljarða gjaldþrot.“ Gjaldþrota fyrirtækið ekki með leyfi hér á landi Heiðar segir að fyrirtækið sem Jóhann vísar til hafi ekki haldið á neinu leyfi til olíuleitar hér á landi, og hafi ekki komið að starfsemi Eykon eða leit við Drekasvæðið. „Sannleikurinn er sá að íslenskt fyrirtæki fór á hausinn, en það er fyrirtæki sem fór í olíuleit í Kanada og Skotlandi.“ Ekki bjartsýnn á góðar viðtökur Heiðar segir að landslagið í stjórnmálunum í Noregi hafi valdið því á sínum tíma að hætt var við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ríkisstjórnin hafi fengið stuðning frá Græningjum gegn því að hætt yrði við frekari olíuvinnslu og engin ný leyfi gefin út. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að sækja um leyfi í dag? Nei það er hægt að sækja um leyfið, en svona miðað við hans málflutning held ég að viðtökurnar verði ekki merkilegar Leyfið verði ekki veitt? „Ég á allt eins von á því.“ Heiðar segir það ástæðulaust að nýta ekki auðlindir landsins. Ég sé bara ekki ástæðuna. Vegna þess að heimurinn er betri ef við brennum minna af kolum. Þannig að stóra áskorunin núna er að fasa út kol. Gas mengar allt að hundrað falt meira en kol. Olía mengar langt um minna en kol.“ „Olía er líka þéttari og meðfærilegri, og það er alveg ljóst að næstu 30 ár verður um 85 prósent af orkunotkun heimsins olía gas og kol, þannig við skuldum heiminum það að leggja heiminum okkar af mörkum í þeim efnum.“
Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Bylgjan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55