Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar 17. september 2025 09:00 Á meðan augu heimsins beinast að versnandi átökum og hörmungum í Mið-Austurlöndum og Rússum hnykkla vöðvana í Evrópu, þjáist almenningur í Súdan og nágrannaríkjum þess í alvarlegustu mannúðarhörmungum samtímans. Frá því að stríð braust út í apríl 2023 milli súdanska hersins og hersveita RSF hafa 12 milljónir verið hraktar á flótta, yfir 150.000 hafa látið lífið og tugir milljóna þjást af hungri. Óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, eru fastir á milli stríðandi fylkinga. Tilkynnt hefur verið um þjóðernishreinsanir og kynferðisofbeldi, einkum í Darfúr-héraði. Heilbrigðiskerfi landsins er í lamasessi, matarbirgðir eru á þrotum og hjálparsamtök eru hindruð í störfum sínum, ráðist er á starfsmenn þeirra og þeir jafnvel drepnir. Þessar gleymdu mannúðarhörmungar ná langt út fyrir landamæri Súdan. Nágrannaríki eins og Tsjad, Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldið, sem fyrir glímdu við sínar áskoranir, hafa tekið á móti um þremur milljónum flóttamanna. Þrátt fyrir þessar mestu mannúðarhörmungar samtímans hefur alþjóðasamfélagið að stórum hluta kosið að loka augunum eða horfa annað. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna fá aðeins brot af því sem kallað hefur verið eftir til að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Á meðan háar fjárhæðir fara réttilega á önnur hörmungarsvæði, fær Súdan aðeins brot af nauðsynlegu fjármagni. Þetta aðgerðarleysi er ekki aðeins vanræksla – það er hluti af hörmungunum. Heimurinn verður að bregðast við og hjálpa í Súdan. Þrýsta þarf á báða aðila að binda enda á átökin og geta íslensk stjórnvöld sýnt þar gott fordæmi og beitt sér í því kjósi þau svo, jafnvel þó rödd okkar sé veik og fáir fari fram á slíkt. Almenningur í Súdan er okkur ekki óviðkomandi. Heimurinn verður sífellt minni og þessar hörmungar eiga sér stað fyrir augum okkar, jafnvel þó við kjósum að loka augunum eða horfa annað. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súdan Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan augu heimsins beinast að versnandi átökum og hörmungum í Mið-Austurlöndum og Rússum hnykkla vöðvana í Evrópu, þjáist almenningur í Súdan og nágrannaríkjum þess í alvarlegustu mannúðarhörmungum samtímans. Frá því að stríð braust út í apríl 2023 milli súdanska hersins og hersveita RSF hafa 12 milljónir verið hraktar á flótta, yfir 150.000 hafa látið lífið og tugir milljóna þjást af hungri. Óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, eru fastir á milli stríðandi fylkinga. Tilkynnt hefur verið um þjóðernishreinsanir og kynferðisofbeldi, einkum í Darfúr-héraði. Heilbrigðiskerfi landsins er í lamasessi, matarbirgðir eru á þrotum og hjálparsamtök eru hindruð í störfum sínum, ráðist er á starfsmenn þeirra og þeir jafnvel drepnir. Þessar gleymdu mannúðarhörmungar ná langt út fyrir landamæri Súdan. Nágrannaríki eins og Tsjad, Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldið, sem fyrir glímdu við sínar áskoranir, hafa tekið á móti um þremur milljónum flóttamanna. Þrátt fyrir þessar mestu mannúðarhörmungar samtímans hefur alþjóðasamfélagið að stórum hluta kosið að loka augunum eða horfa annað. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna fá aðeins brot af því sem kallað hefur verið eftir til að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Á meðan háar fjárhæðir fara réttilega á önnur hörmungarsvæði, fær Súdan aðeins brot af nauðsynlegu fjármagni. Þetta aðgerðarleysi er ekki aðeins vanræksla – það er hluti af hörmungunum. Heimurinn verður að bregðast við og hjálpa í Súdan. Þrýsta þarf á báða aðila að binda enda á átökin og geta íslensk stjórnvöld sýnt þar gott fordæmi og beitt sér í því kjósi þau svo, jafnvel þó rödd okkar sé veik og fáir fari fram á slíkt. Almenningur í Súdan er okkur ekki óviðkomandi. Heimurinn verður sífellt minni og þessar hörmungar eiga sér stað fyrir augum okkar, jafnvel þó við kjósum að loka augunum eða horfa annað. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun