Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar 17. september 2025 09:00 Á meðan augu heimsins beinast að versnandi átökum og hörmungum í Mið-Austurlöndum og Rússum hnykkla vöðvana í Evrópu, þjáist almenningur í Súdan og nágrannaríkjum þess í alvarlegustu mannúðarhörmungum samtímans. Frá því að stríð braust út í apríl 2023 milli súdanska hersins og hersveita RSF hafa 12 milljónir verið hraktar á flótta, yfir 150.000 hafa látið lífið og tugir milljóna þjást af hungri. Óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, eru fastir á milli stríðandi fylkinga. Tilkynnt hefur verið um þjóðernishreinsanir og kynferðisofbeldi, einkum í Darfúr-héraði. Heilbrigðiskerfi landsins er í lamasessi, matarbirgðir eru á þrotum og hjálparsamtök eru hindruð í störfum sínum, ráðist er á starfsmenn þeirra og þeir jafnvel drepnir. Þessar gleymdu mannúðarhörmungar ná langt út fyrir landamæri Súdan. Nágrannaríki eins og Tsjad, Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldið, sem fyrir glímdu við sínar áskoranir, hafa tekið á móti um þremur milljónum flóttamanna. Þrátt fyrir þessar mestu mannúðarhörmungar samtímans hefur alþjóðasamfélagið að stórum hluta kosið að loka augunum eða horfa annað. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna fá aðeins brot af því sem kallað hefur verið eftir til að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Á meðan háar fjárhæðir fara réttilega á önnur hörmungarsvæði, fær Súdan aðeins brot af nauðsynlegu fjármagni. Þetta aðgerðarleysi er ekki aðeins vanræksla – það er hluti af hörmungunum. Heimurinn verður að bregðast við og hjálpa í Súdan. Þrýsta þarf á báða aðila að binda enda á átökin og geta íslensk stjórnvöld sýnt þar gott fordæmi og beitt sér í því kjósi þau svo, jafnvel þó rödd okkar sé veik og fáir fari fram á slíkt. Almenningur í Súdan er okkur ekki óviðkomandi. Heimurinn verður sífellt minni og þessar hörmungar eiga sér stað fyrir augum okkar, jafnvel þó við kjósum að loka augunum eða horfa annað. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súdan Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan augu heimsins beinast að versnandi átökum og hörmungum í Mið-Austurlöndum og Rússum hnykkla vöðvana í Evrópu, þjáist almenningur í Súdan og nágrannaríkjum þess í alvarlegustu mannúðarhörmungum samtímans. Frá því að stríð braust út í apríl 2023 milli súdanska hersins og hersveita RSF hafa 12 milljónir verið hraktar á flótta, yfir 150.000 hafa látið lífið og tugir milljóna þjást af hungri. Óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, eru fastir á milli stríðandi fylkinga. Tilkynnt hefur verið um þjóðernishreinsanir og kynferðisofbeldi, einkum í Darfúr-héraði. Heilbrigðiskerfi landsins er í lamasessi, matarbirgðir eru á þrotum og hjálparsamtök eru hindruð í störfum sínum, ráðist er á starfsmenn þeirra og þeir jafnvel drepnir. Þessar gleymdu mannúðarhörmungar ná langt út fyrir landamæri Súdan. Nágrannaríki eins og Tsjad, Suður-Súdan og Mið-Afríkulýðveldið, sem fyrir glímdu við sínar áskoranir, hafa tekið á móti um þremur milljónum flóttamanna. Þrátt fyrir þessar mestu mannúðarhörmungar samtímans hefur alþjóðasamfélagið að stórum hluta kosið að loka augunum eða horfa annað. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna fá aðeins brot af því sem kallað hefur verið eftir til að lina þjáningar og bjarga mannslífum. Á meðan háar fjárhæðir fara réttilega á önnur hörmungarsvæði, fær Súdan aðeins brot af nauðsynlegu fjármagni. Þetta aðgerðarleysi er ekki aðeins vanræksla – það er hluti af hörmungunum. Heimurinn verður að bregðast við og hjálpa í Súdan. Þrýsta þarf á báða aðila að binda enda á átökin og geta íslensk stjórnvöld sýnt þar gott fordæmi og beitt sér í því kjósi þau svo, jafnvel þó rödd okkar sé veik og fáir fari fram á slíkt. Almenningur í Súdan er okkur ekki óviðkomandi. Heimurinn verður sífellt minni og þessar hörmungar eiga sér stað fyrir augum okkar, jafnvel þó við kjósum að loka augunum eða horfa annað. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa á Íslandi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar