Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2025 12:31 Eyjólfur Ármannsson Innviðaráðherra vonar að sátt muni skapast um leigubílamarkaðinn með breytingunum. Vísir/Anton Brink Öryggi farþega í íslenskum leigubílum verður tryggt með innleiðingu stöðvarskyldu að nýju og þá stendur til að meirapróf sem leigubílstjórar þurfi að taka verði alfarið á íslensku. Þetta segir innviðaráðherra sem lagði í gær fram frumvarp um breytingu á lögum um leigubílaakstur. Í frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir því að svokölluð stöðvarskylda verði tekin upp að nýju en skyldan var afnumin með lögum árið 2023. Þannig verður ekki lengur leyfilegt að reka eigin leigubifreiðastöð, það er sinn eigin leigubíl, án starfsleyfis annarrar leigubifreiðastöðvar. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að af 993 skráðum leigubílstjórum reki 188 eigin stöðvar án sérstaks leyfis. Alls séu 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að breyta lögunum. „Það er til að auka eftirlit með leigubífreiðastjórunum og eftirlitsstöðvar er annars eðlis en eftirlit Samgöngustofu, stjórnvalds. Það er öðruvísi samband milli stöðvar og leigubifreiðastjóra og milli Samgöngustofu og bílstjóra.“ Svindl verði ekki leyft Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti óánægður með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. Ráðherra segist vona að breytingarnar skapi sátt um markaðinn.Næsta skref sé að tryggja að meirapróf sem lagt sé fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. „Í Noregi er það þannig að prófið er tekið á norsku og í Danmörku er það tekið á dönsku. Ég tel eðlilegt að við tökum prófið á íslensku. Þetta er mikilvægt þjónustustarf við íbúa þessa lands, aldraða og öryrkja og fleiri. Kjarnaþjónustuhópur og við tölum ennþá íslensku hér á landi.“ Hann segist ekki óttast að leigubílstjórum fækki í kjölfarið, ekki sé verið að innleiða neinar fjöldatakmarkanir. „Ég bara vonast til þess að allir geti staðist það próf. Við ætlum líka að fara að skoða það, við höfum heyrt sögusagnir að það hafi verið stórkostlegt svindl á prófunum, að það sé verið að taka myndir af spurningum og senda út í bæ og fá svo svör til baka. Það er líka atriði sem við ætlum að skoða sérstaklega og þá er eðlilegt að þeir sem leyfin eru að renna út fari þá aftur í próf. Við ætlum ekki að leyfa svindl í framtíðinni.“ Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44 Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í frumvarpi innviðaráðherra er gert ráð fyrir því að svokölluð stöðvarskylda verði tekin upp að nýju en skyldan var afnumin með lögum árið 2023. Þannig verður ekki lengur leyfilegt að reka eigin leigubifreiðastöð, það er sinn eigin leigubíl, án starfsleyfis annarrar leigubifreiðastöðvar. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að af 993 skráðum leigubílstjórum reki 188 eigin stöðvar án sérstaks leyfis. Alls séu 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að breyta lögunum. „Það er til að auka eftirlit með leigubífreiðastjórunum og eftirlitsstöðvar er annars eðlis en eftirlit Samgöngustofu, stjórnvalds. Það er öðruvísi samband milli stöðvar og leigubifreiðastjóra og milli Samgöngustofu og bílstjóra.“ Svindl verði ekki leyft Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti óánægður með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. Ráðherra segist vona að breytingarnar skapi sátt um markaðinn.Næsta skref sé að tryggja að meirapróf sem lagt sé fyrir leigubílstjóra verði alfarið á íslensku. „Í Noregi er það þannig að prófið er tekið á norsku og í Danmörku er það tekið á dönsku. Ég tel eðlilegt að við tökum prófið á íslensku. Þetta er mikilvægt þjónustustarf við íbúa þessa lands, aldraða og öryrkja og fleiri. Kjarnaþjónustuhópur og við tölum ennþá íslensku hér á landi.“ Hann segist ekki óttast að leigubílstjórum fækki í kjölfarið, ekki sé verið að innleiða neinar fjöldatakmarkanir. „Ég bara vonast til þess að allir geti staðist það próf. Við ætlum líka að fara að skoða það, við höfum heyrt sögusagnir að það hafi verið stórkostlegt svindl á prófunum, að það sé verið að taka myndir af spurningum og senda út í bæ og fá svo svör til baka. Það er líka atriði sem við ætlum að skoða sérstaklega og þá er eðlilegt að þeir sem leyfin eru að renna út fari þá aftur í próf. Við ætlum ekki að leyfa svindl í framtíðinni.“
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslensk tunga Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44 Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44
Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16