Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2025 20:32 Enn á eftir að ljúka vinnu við útisvæði nýs ungbarnaleikskóla á Seltjarnarnesi áður en deildin verður opnuð. Vísir/Anton Brink Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar segir ötullega unnið að því að manna leikskóla bæjarins svo hægt sé að taka inn ný börn. Enn á eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir leikskólans. Frá því í apríl hafa verið gerðir 15 starfsmannasamningar. Fjallað var um það í kvöldfréttum Sýnar í gær að foreldrar ungbarna á Seltjarnarnesi væru afar óánægðir með skort á svörum frá bænum um inntöku nýrra barna. Einhverjir hafa þurft að hætta í vinnunni sinni vegna þess að þau fengu ekki pláss fyrir barnið á tilsettum tíma. Foreldrar sögðu í viðtalinu nýjan leikskóla, sem á að opna 2027, ekki laga stöðuna. Samþykktir Seltjarnarnesbæjar miða við að öll börn á Seltjarnarnesi komist í leikskóla að hausti á því ári sem þau verða tveggja ára. Í skriflegu svari frá bænum um málið segir að staðan sé erfið og hafi verið erfið hvað varðar mönnun í leikskólanum. Leikskóli Seltjarnarness er einn stærsti leikskóli landsins með um 220 börn á þremur starfsstöðvum og tólf deildum. Þar starfa rúmlega 80 manns. Af þeim eru ellefu starfsmenn sem sinna stuðning fyrir börn sem þurfa á sérstuðningi að halda. Þá kemur fram að frá því í apríl á þessu ári hafi verið gerðir fimmtán ráðningarsamningar til að vega upp á móti fjölda starfsmanna sem fyrirséð var að myndi láta af störfum í sumar. Fyrir sumarlokun hafi legið fyrir að þörf væri á að ráða tólf starfsmenn en í sumar hafi svo sjö bæst við. Í dag sé þörf á að ráða tólf starfsmenn svo allar deildir geti verið opnar. Leikskóli Seltjarnarness er í dag rekin á þremur starfsstöðvum. Vísir/Anton Brink Viðtöl eigi að skila fimm ráðningum Samkvæmt svarinu er síðustu daga búið að hafa samband við fjórtán umsækjendur og hafa átta ráðningarviðtöl verið tekin. Bæjaryfirvöld binda vonir við það að það skili sér í að minnsta kosti fimm ráðningum. Samkvæmt svarinu gera það því tuttugu nýjar ráðningar frá því í vor. Það dugi þó ekki til svo hægt sé að gefa út dagsetningar fyrir upphaf aðlögunar nýrra barna. „Við erum meðvituð um stöðu foreldra sem bíða eftir plássi og viljum leggja okkur fram við að bæta upplýsingagjöf til þeirra. Það væri mjög ánægjulegt ef einhverjir sem heyra af þessari umfjöllun og eru að leita sér að starfi í góðum leikskóla líti inn á ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar eða setji sig í samband við okkur,“ segir að lokum í svarinu. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri með hópi leikskólabarna í síðustu viku að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla í bænum. Seltjarnarnes Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri er vongóður um að þau nái fljótlega jafnvægi í leikskólamálin í bænum. Það hafi verið skóflustunga fyrir nýjan leikskóla í síðustu viku og þegar hann verður tilbúinn bætist við átta deildir. Hann segist vona að nýir kjarasamningar kennara muni hjálpa við ráðningar. „Við erum með æðislegt starfsumhverfi og leikskólastarfsfólk í fremstu röð. Það er mikil starfsánægja þannig ég auglýsi eftir leikskólafólki sem vill starfa með okkur. Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og miðað við þær umsóknir sem við höfum fengið að undanförnu þá erum við bjartsýn að málið leysist.“ Reykjavík breytti reglum um einkarekna leikskóla Ofan á mönnunarvandamál segir Þór það einnig hafa reynst bæjaryfirvöldum erfitt þegar Reykjavíkurborg breytti reglum um inntöku í einkarekna leikskóla borgarinnar á þann veg að börnin þurfi að hafa lögheimili í Reykjavík til að sækja þjónustuna í Reykjavík. Við það hafi biðlisti lengst hjá þeim og því hafi verið ákveðið að opna nýja deild á leikskólanum til að bregðast við því. Samkvæmt svörum frá bænum er búist við því að hún verði til innan tveggja vikna. „Það er verið að klára útisvæðið.“ Foreldrar sem voru í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í gær gerðu einnig athugasemdir við það að ýmis kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins frá því í síðustu sveitarstjórnarkosningum hefðu ekki enn verið uppfyllt. Ný ungbarnadeild leikskólans er rekin við kirkju Seltjarnarness. Vísir/Anton Brink Ætlar enn að koma á heimgreiðslum á Seltjarnarnesi Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir síðustu kosningar var að finna ýmis kosningaloforð sem sneru að leikskóla. Til dæmis að byggja nýjan leikskóla og að koma á fót heimgreiðslum til foreldra frá lokum fæðingarorlofs eða þegar barn nær 18 mánaða aldri. Þá var einnig talað um að tryggja góða mönnun fagmenntaðra og að fyrirsjáanleiki væri í inntöku nýrra barna. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir bæjarstjórn hafa neyðst til þess að halda að sér höndum af fjárhagslegum ástæðum hvað varðar heimgreiðslurnar eftir að mygla greindist í Valhúsaskóla árið 2023. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn stefna á að halda þessu á stefnuskrá og hann ætli að koma þessu á á næsta kjörtímabili. „Við viljum halda áfram með þetta. Það er hálft ár í kosningar og ég stefni á að koma þessu á. Hvort ég nái því á þessu kjörtímabili finnst mér ólíklegt en við stefnum á þetta. Þetta er það sem er að gerast í sveitarfélögunum í kringum okkur.“ Seltjarnarnes Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru níu klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Fjallað var um það í kvöldfréttum Sýnar í gær að foreldrar ungbarna á Seltjarnarnesi væru afar óánægðir með skort á svörum frá bænum um inntöku nýrra barna. Einhverjir hafa þurft að hætta í vinnunni sinni vegna þess að þau fengu ekki pláss fyrir barnið á tilsettum tíma. Foreldrar sögðu í viðtalinu nýjan leikskóla, sem á að opna 2027, ekki laga stöðuna. Samþykktir Seltjarnarnesbæjar miða við að öll börn á Seltjarnarnesi komist í leikskóla að hausti á því ári sem þau verða tveggja ára. Í skriflegu svari frá bænum um málið segir að staðan sé erfið og hafi verið erfið hvað varðar mönnun í leikskólanum. Leikskóli Seltjarnarness er einn stærsti leikskóli landsins með um 220 börn á þremur starfsstöðvum og tólf deildum. Þar starfa rúmlega 80 manns. Af þeim eru ellefu starfsmenn sem sinna stuðning fyrir börn sem þurfa á sérstuðningi að halda. Þá kemur fram að frá því í apríl á þessu ári hafi verið gerðir fimmtán ráðningarsamningar til að vega upp á móti fjölda starfsmanna sem fyrirséð var að myndi láta af störfum í sumar. Fyrir sumarlokun hafi legið fyrir að þörf væri á að ráða tólf starfsmenn en í sumar hafi svo sjö bæst við. Í dag sé þörf á að ráða tólf starfsmenn svo allar deildir geti verið opnar. Leikskóli Seltjarnarness er í dag rekin á þremur starfsstöðvum. Vísir/Anton Brink Viðtöl eigi að skila fimm ráðningum Samkvæmt svarinu er síðustu daga búið að hafa samband við fjórtán umsækjendur og hafa átta ráðningarviðtöl verið tekin. Bæjaryfirvöld binda vonir við það að það skili sér í að minnsta kosti fimm ráðningum. Samkvæmt svarinu gera það því tuttugu nýjar ráðningar frá því í vor. Það dugi þó ekki til svo hægt sé að gefa út dagsetningar fyrir upphaf aðlögunar nýrra barna. „Við erum meðvituð um stöðu foreldra sem bíða eftir plássi og viljum leggja okkur fram við að bæta upplýsingagjöf til þeirra. Það væri mjög ánægjulegt ef einhverjir sem heyra af þessari umfjöllun og eru að leita sér að starfi í góðum leikskóla líti inn á ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar eða setji sig í samband við okkur,“ segir að lokum í svarinu. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri með hópi leikskólabarna í síðustu viku að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla í bænum. Seltjarnarnes Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri er vongóður um að þau nái fljótlega jafnvægi í leikskólamálin í bænum. Það hafi verið skóflustunga fyrir nýjan leikskóla í síðustu viku og þegar hann verður tilbúinn bætist við átta deildir. Hann segist vona að nýir kjarasamningar kennara muni hjálpa við ráðningar. „Við erum með æðislegt starfsumhverfi og leikskólastarfsfólk í fremstu röð. Það er mikil starfsánægja þannig ég auglýsi eftir leikskólafólki sem vill starfa með okkur. Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og miðað við þær umsóknir sem við höfum fengið að undanförnu þá erum við bjartsýn að málið leysist.“ Reykjavík breytti reglum um einkarekna leikskóla Ofan á mönnunarvandamál segir Þór það einnig hafa reynst bæjaryfirvöldum erfitt þegar Reykjavíkurborg breytti reglum um inntöku í einkarekna leikskóla borgarinnar á þann veg að börnin þurfi að hafa lögheimili í Reykjavík til að sækja þjónustuna í Reykjavík. Við það hafi biðlisti lengst hjá þeim og því hafi verið ákveðið að opna nýja deild á leikskólanum til að bregðast við því. Samkvæmt svörum frá bænum er búist við því að hún verði til innan tveggja vikna. „Það er verið að klára útisvæðið.“ Foreldrar sem voru í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í gær gerðu einnig athugasemdir við það að ýmis kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins frá því í síðustu sveitarstjórnarkosningum hefðu ekki enn verið uppfyllt. Ný ungbarnadeild leikskólans er rekin við kirkju Seltjarnarness. Vísir/Anton Brink Ætlar enn að koma á heimgreiðslum á Seltjarnarnesi Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir síðustu kosningar var að finna ýmis kosningaloforð sem sneru að leikskóla. Til dæmis að byggja nýjan leikskóla og að koma á fót heimgreiðslum til foreldra frá lokum fæðingarorlofs eða þegar barn nær 18 mánaða aldri. Þá var einnig talað um að tryggja góða mönnun fagmenntaðra og að fyrirsjáanleiki væri í inntöku nýrra barna. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir bæjarstjórn hafa neyðst til þess að halda að sér höndum af fjárhagslegum ástæðum hvað varðar heimgreiðslurnar eftir að mygla greindist í Valhúsaskóla árið 2023. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn stefna á að halda þessu á stefnuskrá og hann ætli að koma þessu á á næsta kjörtímabili. „Við viljum halda áfram með þetta. Það er hálft ár í kosningar og ég stefni á að koma þessu á. Hvort ég nái því á þessu kjörtímabili finnst mér ólíklegt en við stefnum á þetta. Þetta er það sem er að gerast í sveitarfélögunum í kringum okkur.“
Seltjarnarnes Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru níu klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira