Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2025 18:36 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Nýja stjórnsýslustigið felst í því að setja á laggirnar fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla landsins. Öll stjórnsýsla og þjónusta verður í höndum starfsmanna svæðisskrifstofanna og er markmiðið að tryggja gæði náms og að allir nemendur fái jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla. Alls eru 27 framhaldsskólar á landinu en samkvæmt tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins fara nær öll börn í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Í dag séu fleiri börn sem eru í viðkvæmri stöðu heldur en áður, til að mynda börn með námsörðugleika, börn með fötlun eða börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Vegna þess sé þörf á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur undirbúnar til að takast á við breytt námsumhverfi á Íslandi. Gengið út frá því að halda í mannauð Svæðisskrifstofurnar eiga að vera í nærumhverfi skólanna með það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning. Með því þurfi skólastjórnendur ekki að hafa samband við mennta- og barnamálaráðuneytið þegar þau þurfa á aðstoð að halda heldur sína svæðisskrifstofu. Með tilkomu stjórnsýslustigsins verður ekki lengur sami aðilinn sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. „Breytingarnar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sé að faglega þættinum frekar en skrifræði,“ stendur í tilkynningunni. Mannauðs- og rekstrarmál færast yfir á svæðisskrifstofurnar en gengið er út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu. Hins vegar er viðbúið að mögulega muni einhver verkefni færast yfir á svæðisskrifstofurnar. Tekið er fram að minni skólar eigi að geta samnýtt ýmsa sérhæfða starfskrafta, til dæmis sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og þroskaþjálfa. Ítarlegt samráð framundan Samt sem áður er lögð áhersla á að mótun nýs stjórnsýslustigs sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara fram fundir með skólastjórum, kennurum, Kennarasambandi Íslands, starfsfólki skólanna og nemendum um þjónustuna sem svæðisskrifstofurnar koma til að veita en einnig hvar sé best að koma þeim fyrir. Einnig verður það til umræðu í samráðinu hvaða verkefni verða færð yfir til skrifstofanna. Sérstök verkefnastjórn verður skipuð sem stýrir ferlinu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun heimsækja alla opinbera framhaldsskóla landsins og funda með starfsfólki og kennurum á næstu vikum. „Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og mun hver skóli halda sinni sérstöðu. Þvert á móti verður þjónusta í nærumhverfi tryggð um land allt og gæði náms samræmt,“ er haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningunni. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Nýja stjórnsýslustigið felst í því að setja á laggirnar fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla landsins. Öll stjórnsýsla og þjónusta verður í höndum starfsmanna svæðisskrifstofanna og er markmiðið að tryggja gæði náms og að allir nemendur fái jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla. Alls eru 27 framhaldsskólar á landinu en samkvæmt tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins fara nær öll börn í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Í dag séu fleiri börn sem eru í viðkvæmri stöðu heldur en áður, til að mynda börn með námsörðugleika, börn með fötlun eða börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Vegna þess sé þörf á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur undirbúnar til að takast á við breytt námsumhverfi á Íslandi. Gengið út frá því að halda í mannauð Svæðisskrifstofurnar eiga að vera í nærumhverfi skólanna með það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning. Með því þurfi skólastjórnendur ekki að hafa samband við mennta- og barnamálaráðuneytið þegar þau þurfa á aðstoð að halda heldur sína svæðisskrifstofu. Með tilkomu stjórnsýslustigsins verður ekki lengur sami aðilinn sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. „Breytingarnar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sé að faglega þættinum frekar en skrifræði,“ stendur í tilkynningunni. Mannauðs- og rekstrarmál færast yfir á svæðisskrifstofurnar en gengið er út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu. Hins vegar er viðbúið að mögulega muni einhver verkefni færast yfir á svæðisskrifstofurnar. Tekið er fram að minni skólar eigi að geta samnýtt ýmsa sérhæfða starfskrafta, til dæmis sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og þroskaþjálfa. Ítarlegt samráð framundan Samt sem áður er lögð áhersla á að mótun nýs stjórnsýslustigs sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara fram fundir með skólastjórum, kennurum, Kennarasambandi Íslands, starfsfólki skólanna og nemendum um þjónustuna sem svæðisskrifstofurnar koma til að veita en einnig hvar sé best að koma þeim fyrir. Einnig verður það til umræðu í samráðinu hvaða verkefni verða færð yfir til skrifstofanna. Sérstök verkefnastjórn verður skipuð sem stýrir ferlinu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun heimsækja alla opinbera framhaldsskóla landsins og funda með starfsfólki og kennurum á næstu vikum. „Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og mun hver skóli halda sinni sérstöðu. Þvert á móti verður þjónusta í nærumhverfi tryggð um land allt og gæði náms samræmt,“ er haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningunni.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira