Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. september 2025 21:26 Einar Þorsteinsson vill fleiri bílastæði við nýbyggingar. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar þann 16. september lagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, fram tillögu um að endurskoða ætti reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík með það að markmiði að almennt myndi eitt bílastæði fylgja hverri íbúð í nýbyggingu. Samkvæmt reglunum sem nú eru í gildi mættu til dæmis við nýbyggingu sem er með fjórar tveggja herbergja íbúðir einungis vera þrjú bílastæði. „Við sjáum það að fólk hefur ekki áhuga á að búa svona. Það er að hægjast á sölu nýrra íbúða vegna þess að það eru einfaldlega of fá bílastæði við íbúðirnar sem er verið að byggja. Borgin hefur verið með þessar stífu reglur undanfarin ár og áratug, það eru þessir flokkar sem hafa stýrt borginni í gegnum tíðina, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir, sem hafa viljað þrengja að uppbyggingaraðilum,“ segir Einar í kvöldfréttum Sýnar. „Uppbyggingaraðilarnir vilja fá fleiri stæði, íbúar vilja fá fleiri stæði, fasteignasalar benda á það að þessar íbúðir seljast ekki svo mér finnst eðlilegt að við stjórnum borginni í þágu borgarbúa ekki út frá pólitískri kreddu um hvernig borgin gæti orðið.“ Einar tekur undir að halli á notendum bíla en sé jafnframt talsmaður almenningssamgangna. „Hvað þetta varðar, já. Nú er ég þeirra skoðunar að við eigum að byggja upp almenningssamgöngur og hjólastíga og endilega reyna að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur,“ segir hann. „Þá spyr maður sig, eigum við að vera neyða íbúa og uppbyggingaraðila til að byggja hverfi sem þjónar ekki íbúunum því að þjónustan sem Borgarlínan á að veita er ekki komin. Fólk verður að hafa val.“ Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Bílastæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar þann 16. september lagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, fram tillögu um að endurskoða ætti reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík með það að markmiði að almennt myndi eitt bílastæði fylgja hverri íbúð í nýbyggingu. Samkvæmt reglunum sem nú eru í gildi mættu til dæmis við nýbyggingu sem er með fjórar tveggja herbergja íbúðir einungis vera þrjú bílastæði. „Við sjáum það að fólk hefur ekki áhuga á að búa svona. Það er að hægjast á sölu nýrra íbúða vegna þess að það eru einfaldlega of fá bílastæði við íbúðirnar sem er verið að byggja. Borgin hefur verið með þessar stífu reglur undanfarin ár og áratug, það eru þessir flokkar sem hafa stýrt borginni í gegnum tíðina, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir, sem hafa viljað þrengja að uppbyggingaraðilum,“ segir Einar í kvöldfréttum Sýnar. „Uppbyggingaraðilarnir vilja fá fleiri stæði, íbúar vilja fá fleiri stæði, fasteignasalar benda á það að þessar íbúðir seljast ekki svo mér finnst eðlilegt að við stjórnum borginni í þágu borgarbúa ekki út frá pólitískri kreddu um hvernig borgin gæti orðið.“ Einar tekur undir að halli á notendum bíla en sé jafnframt talsmaður almenningssamgangna. „Hvað þetta varðar, já. Nú er ég þeirra skoðunar að við eigum að byggja upp almenningssamgöngur og hjólastíga og endilega reyna að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur,“ segir hann. „Þá spyr maður sig, eigum við að vera neyða íbúa og uppbyggingaraðila til að byggja hverfi sem þjónar ekki íbúunum því að þjónustan sem Borgarlínan á að veita er ekki komin. Fólk verður að hafa val.“
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Bílastæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira