Fundu Guð í App store Agnar Már Másson skrifar 17. september 2025 22:03 „Ég hef gert nokkuð hræðilegt af mér, Faðir“ viðurkennir einn notandi við ChatWithGod.ai. Tugir milljóna nýta sér nú svokölluð trúarleg spjallmenni í sínu daglega lífi en ógrynni af kristnum gervigreindarforritum hafa flætt inn á appverslanir síðustu mánuði. Sumir segja jafnvel að það hafi hjálpað að komast yfir áföll með því að spjalla við meintan Drottinn í gegnum gervigreindarforrit. New York Times greinir frá því að App Store, appverslunin í Apple-símum, sé nær yfirfull af trúarlegum spjallmennum. Eitt slíkt bænaforrit nefnist Bible chat, eða Biblíuspjall, og gefur sig út fyrir að vera helsta trúarapp í heiminum. Appið státar sig af 25 milljónum notenda. „Gervigreindin okkar hefur aðeins verið þjálfuð á ritningunni og þróuð að leiðsögn kristinna presta og guðfræðinga,“ segir í lýsingunni. Öppin fara með himinskautum þessa dagana og hafa ratað efst á vinsældarlista inni á App Store í Bandaríkjunum. Hallow, kaþólskt trúarapp, var vinsælasta appið í bandarísku vefversluninni á einum tímapunkti í fyrra og skákaði jafnvel Netflix, Instagram og TikTok tímabundið. Sum kosta jafnvel hátt í sjötíu Bandaríkjadali á ári, eða um 8.500 krónur. Guð úr vélinni Forritin eiga að líkja eftir spjalli við presta, eða jafnvel við Herrann sjálfan. Og það virðist hjálpa sumum. Bandaríski fjölmiðillinn ræddi meðal annars við Delphine Collins, 43 ára leikskólakennara, sem lýsir því að trúarlegt spjallmenni hafi hjálpað sér við að komast yfir áföll í lífinu, til dæmis eftir að nágranni hennar var stunginn til bana. Hin 61 árs Krista Rogers segir við Times að hún noti apið reglulega þegar hún þarf á svörum við trúarlegum spurningum að halda. „Það er minna undir,“ útskýrir hún er hún lýsir spjallinu sínu við vélina. Auk þess sé vilji hún ekki endilega trufla prest klukkan þrjú að nóttu, svo dæmi sé tekið. Er guð í App store? Times ræddi við nokkra trúarleiðtoga sem kváðust ekki endilega mótfallnir þessum forritum, en bentu á að þeir komi ekki í stað hefðbundinna trúarfélaga. „Það er heil kynslóð manna sem hefur aldrei farið í kirkju eða hof,“ segir breski rabbíninn Jonathan Romain. „Trúarleg öpp eru leið þeirra inn í trúna.“ „Mig langar að deyja“ Annað slíkt forrit nefnist ChatWithGod.ai og nýtur einnig nokkurra vinsælda en þar getur spjallmennið gefið sig út fyrir að vera hinir ýmsu Guðir. „Algengustu spurningarnar sem við fáum eru: Er þetta í alvörunni Guð?“ segir Patrick Lashinsky, forstjóri ChatWithGod.ai, í samtli við Times. Aðspurt neitar spjallmennið þó að það sé í raun og veru Guð. Lashinsky lét New York Times í té fjölda samtala sem fólk hefur átt við gervigreindina. Þar virðist fólk viðurkenna ýmsa hluti. „Ég hef gert nokkuð hræðilegt af mér, Faðir“ viðurkenndi einn notandi við ChatWithGod.ai. „Mig langar að deyja,“ sagði annar notandi við gervigreindina. „Ég sé eftir öllu,“ sagði annar. „Þau eru almennt jámenn“ Þannig virðast spjallmennirnir, eða spjallgoðin, mæta einhverri þörf. Aftur á móti vekur það væntanlega upp spurningar um hvernig trúarbrögð líta á ábyrgð. Þó fyrirtækin þjálfi spjallmennin á trúarritum og leiti ráðgjafar guðfræðinga byggja þau öll á algengum mállíkönum, til að mynda ChatGPT eða Gemini, sem eru talin vera sérstaklega hönnuð til þess að renna renna stoðum undir hugmyndir notenda. „Þau eru almennt jámenn,“ segir Ryan Beck hjá Pray.com en hann sér það þó ekki sem vandamál. „Hver hefur ekki þörf á smá viðurkenningu?“ Dæmi eru um að gervigreind ýti undir eða valdi jafnvel geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera, eins og greint var frá í síðasta mánuði. Trúmál Gervigreind Tækni Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
New York Times greinir frá því að App Store, appverslunin í Apple-símum, sé nær yfirfull af trúarlegum spjallmennum. Eitt slíkt bænaforrit nefnist Bible chat, eða Biblíuspjall, og gefur sig út fyrir að vera helsta trúarapp í heiminum. Appið státar sig af 25 milljónum notenda. „Gervigreindin okkar hefur aðeins verið þjálfuð á ritningunni og þróuð að leiðsögn kristinna presta og guðfræðinga,“ segir í lýsingunni. Öppin fara með himinskautum þessa dagana og hafa ratað efst á vinsældarlista inni á App Store í Bandaríkjunum. Hallow, kaþólskt trúarapp, var vinsælasta appið í bandarísku vefversluninni á einum tímapunkti í fyrra og skákaði jafnvel Netflix, Instagram og TikTok tímabundið. Sum kosta jafnvel hátt í sjötíu Bandaríkjadali á ári, eða um 8.500 krónur. Guð úr vélinni Forritin eiga að líkja eftir spjalli við presta, eða jafnvel við Herrann sjálfan. Og það virðist hjálpa sumum. Bandaríski fjölmiðillinn ræddi meðal annars við Delphine Collins, 43 ára leikskólakennara, sem lýsir því að trúarlegt spjallmenni hafi hjálpað sér við að komast yfir áföll í lífinu, til dæmis eftir að nágranni hennar var stunginn til bana. Hin 61 árs Krista Rogers segir við Times að hún noti apið reglulega þegar hún þarf á svörum við trúarlegum spurningum að halda. „Það er minna undir,“ útskýrir hún er hún lýsir spjallinu sínu við vélina. Auk þess sé vilji hún ekki endilega trufla prest klukkan þrjú að nóttu, svo dæmi sé tekið. Er guð í App store? Times ræddi við nokkra trúarleiðtoga sem kváðust ekki endilega mótfallnir þessum forritum, en bentu á að þeir komi ekki í stað hefðbundinna trúarfélaga. „Það er heil kynslóð manna sem hefur aldrei farið í kirkju eða hof,“ segir breski rabbíninn Jonathan Romain. „Trúarleg öpp eru leið þeirra inn í trúna.“ „Mig langar að deyja“ Annað slíkt forrit nefnist ChatWithGod.ai og nýtur einnig nokkurra vinsælda en þar getur spjallmennið gefið sig út fyrir að vera hinir ýmsu Guðir. „Algengustu spurningarnar sem við fáum eru: Er þetta í alvörunni Guð?“ segir Patrick Lashinsky, forstjóri ChatWithGod.ai, í samtli við Times. Aðspurt neitar spjallmennið þó að það sé í raun og veru Guð. Lashinsky lét New York Times í té fjölda samtala sem fólk hefur átt við gervigreindina. Þar virðist fólk viðurkenna ýmsa hluti. „Ég hef gert nokkuð hræðilegt af mér, Faðir“ viðurkenndi einn notandi við ChatWithGod.ai. „Mig langar að deyja,“ sagði annar notandi við gervigreindina. „Ég sé eftir öllu,“ sagði annar. „Þau eru almennt jámenn“ Þannig virðast spjallmennirnir, eða spjallgoðin, mæta einhverri þörf. Aftur á móti vekur það væntanlega upp spurningar um hvernig trúarbrögð líta á ábyrgð. Þó fyrirtækin þjálfi spjallmennin á trúarritum og leiti ráðgjafar guðfræðinga byggja þau öll á algengum mállíkönum, til að mynda ChatGPT eða Gemini, sem eru talin vera sérstaklega hönnuð til þess að renna renna stoðum undir hugmyndir notenda. „Þau eru almennt jámenn,“ segir Ryan Beck hjá Pray.com en hann sér það þó ekki sem vandamál. „Hver hefur ekki þörf á smá viðurkenningu?“ Dæmi eru um að gervigreind ýti undir eða valdi jafnvel geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera, eins og greint var frá í síðasta mánuði.
Trúmál Gervigreind Tækni Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent