Enski boltinn

Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Swansea vann magnaðan endurkomusigur.
Swansea vann magnaðan endurkomusigur. Dan Istitene/Getty Images

Swansea komst áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins með 3-2 sigri gegn Nottingham Forest. Svanirnir lentu tveimur mörkum undir og virtust ætla að tapa leiknum en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma.

Igor Jesus kom gestunum frá Skírisskógi tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Cameron Burgess minnkaði muninn fyrir Swansea um miðjan seinni hálfleik.

Ange Postecoglou hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum sem stjóri Nottingham Forest.Visionhaus/Getty Images

Forest virtist svo ætla að halda út 2-1 sigur en Swansea sótti hart og uppskar tvö mörk á þriðju og sjöundu mínútu uppbótartíma.

Zan Vipotnik jafnaði leikinn og Cameron Burgess setti svo sitt annað mark til að tryggja 3-2 endurkomusigur.

Swansea heldur því áfram í sextán liða úrslit en Forest er úr leik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×