Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2025 11:01 Bragi Rúnar Axelsson var dæmdur í bann eftir að hafa í bræði sinni kastað þessum stól í átt að leikmönnum ÍBV, samkvæmt úrskurði Aganefndar HSÍ. Skjáskot/Youtube Þjálfari handboltaliðs Harðar frá Ísafirði, og forsvarsmaður félagsins sem kastaði stól í átt að Eyjamönnum, hafa verið úrskurðaðir í leikbann, eftir lætin við lok bikarleiksins við ÍBV 2 í Vestmannaeyjum á dögunum. ÍBV 2 vann leikinn, 36-35, eftir vægast sagt dramatíska lokamínútu og voru Harðverjar afar óánægðir með dómgæsluna. Þeir voru sérstaklega ósáttir með atburðarásina þegar Hörður var yfir, 35-34, gat náð tveggja marka forskoti og þjálfari liðsins, Pedro Nunes, ætlaði að taka leikhlé. Hann setti leikhlésspjaldið á ritaraborðið en leikurinn var ekki stöðvaður strax og var boltinn svo dæmdur af Herði vegna sóknarbrots, eins og sjá má hér að ofan. Nunes mótmælti harðlega og fékk rautt spjald, og hefur nú verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna sinnar hegðunar. Einn af skráðum leikmönnum Harðar á leikskýrslu, Bragi Rúnar Axelsson, hefur hins vegar verið úrskurðaður í lengra bann. Hann fékk þriggja leikja bann vegna „ódrengilegrar“ hegðunar í leikslok, samkvæmt úrskurði aganefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að Bragi Rúnar, sem reyndar hefur verið forsvarsmaður Harðar og var ekki í búningi á bekknum, hafi snöggreiðst og kastað stól í átt að leikmönnum ÍBV 2. Samkvæmt greinargerð Harðar var það vegna þess sem á gekk innan vallar en aganefnd taldi að framkvæmd leiksins og önnur atvik breyttu engu um að hegðun hans hefði verið ódrengileg og kallaði á þriggja leikja bann. Stólakastið má sjá þegar tæpar tíu sekúndur eru eftir af myndbandinu hér að neðan. ÍBV 2 tekur á móti KA í byrjun október, í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins, en dregið var í gær. Annar í þriggja leikja bann fyrir gróft högg Annar handboltamaður var einnig úrskurðaður í þriggja leikja bann í gær. Það var Ásgeir Snær Vignisson leikmaður Víkings, vegna grófs leikbrots í leik gegn Fjölni í Grill 66 deildinni í síðustu viku. Aganefndin gat stuðst við myndbandsupptökur af leikbrotinu til að komast að sinni niðurstöðu, og má sjá brotið hér að neðan. Handbolti Hörður ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
ÍBV 2 vann leikinn, 36-35, eftir vægast sagt dramatíska lokamínútu og voru Harðverjar afar óánægðir með dómgæsluna. Þeir voru sérstaklega ósáttir með atburðarásina þegar Hörður var yfir, 35-34, gat náð tveggja marka forskoti og þjálfari liðsins, Pedro Nunes, ætlaði að taka leikhlé. Hann setti leikhlésspjaldið á ritaraborðið en leikurinn var ekki stöðvaður strax og var boltinn svo dæmdur af Herði vegna sóknarbrots, eins og sjá má hér að ofan. Nunes mótmælti harðlega og fékk rautt spjald, og hefur nú verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna sinnar hegðunar. Einn af skráðum leikmönnum Harðar á leikskýrslu, Bragi Rúnar Axelsson, hefur hins vegar verið úrskurðaður í lengra bann. Hann fékk þriggja leikja bann vegna „ódrengilegrar“ hegðunar í leikslok, samkvæmt úrskurði aganefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að Bragi Rúnar, sem reyndar hefur verið forsvarsmaður Harðar og var ekki í búningi á bekknum, hafi snöggreiðst og kastað stól í átt að leikmönnum ÍBV 2. Samkvæmt greinargerð Harðar var það vegna þess sem á gekk innan vallar en aganefnd taldi að framkvæmd leiksins og önnur atvik breyttu engu um að hegðun hans hefði verið ódrengileg og kallaði á þriggja leikja bann. Stólakastið má sjá þegar tæpar tíu sekúndur eru eftir af myndbandinu hér að neðan. ÍBV 2 tekur á móti KA í byrjun október, í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins, en dregið var í gær. Annar í þriggja leikja bann fyrir gróft högg Annar handboltamaður var einnig úrskurðaður í þriggja leikja bann í gær. Það var Ásgeir Snær Vignisson leikmaður Víkings, vegna grófs leikbrots í leik gegn Fjölni í Grill 66 deildinni í síðustu viku. Aganefndin gat stuðst við myndbandsupptökur af leikbrotinu til að komast að sinni niðurstöðu, og má sjá brotið hér að neðan.
Handbolti Hörður ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira