Lífið

Fagur­fræði og ævin­týra­legt gróður­hús í Foss­vogi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1968 og hefur verið mikið endurnýjað á smekklegan máta.
Húsið var byggt árið 1968 og hefur verið mikið endurnýjað á smekklegan máta.

Við Giljaland í Fossvogi er að finna vel skipulagt og mikið endurnýjað um 225 fermetra endaraðhús á fjórum pöllum sem var byggt árið 1968. Ásett verð er 189 milljónir.

Húsið er í eigu Ástríðar Viðarsdóttur, sérfræðings í markaðsmálum hjá tryggingafélaginu Vís og Arnars Geirs Guðmundssonar flugstjóra hjá Icelandair. Heimili hjónanna er smekklega innréttað þar sem tímalaus hönnun í bland við list og vönduð húsgögn prýða hvern krók og kima.

Húsið er byggt á pöllum sem er einkennandi húsagerð í hluta Fossvogshverfis. 

Komið er inn í rúmgott andyri sem leiðir inn í eldhús, sem er smekklega innréttað með grátóna innréttingum og góðu skápaplássi. Fyrir miðju rýmisins stendur stór eyja sem gefur eldhúsinu skemmtilegan svip og nýtist vel bæði til vinnu og samveru.

Þaðan er gengið upp í rúmgott og bjart stofurými með aukinni lofthæð og miklum gluggum til suðurs. Útgengt er úr rýminu á stórar suðursvalir með fallegu útsýni.

Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þá er auðveldlega hægt að breyta sjónvarpsholi í tvö minni herbergi, líkt og upprunleg teikning gerir ráð fyrir.

Úr sjónvarpsrýminu á neðri palli er gengið út í skjólsælan, gróinn garð með verönd og heitum potti. Á lóðinni stendur nýlegt, 15 fermetra gróðurhús sem nýtist allt árið og gefur heildarmyndinni sjarmerandi ásýnd.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.