Lífið

Emilíana Torrini fann ástina

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Emiliana Torrini er ein ástsælasta söngkona landsins.
Emiliana Torrini er ein ástsælasta söngkona landsins.

Söngkonan Emilíana Torrini og Ellert Kristófer Schram, eigandi og framkvæmdastjóri EKS Verk ehf., eru eitt nýjasta og jafnframt huggulegasta par landsins, að því herma heimildir fréttastofu.

Emilíana og Ellert ferðuðust um landið í sumar í góðra vina hópi. Þar á meðal fóru þau á Borgarfjörð Eystri, þar sem Emilíana kom fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni ásamt hljómsveit sinni.

„Ég spilaði á Bræðslunni í afskekktu þorpi á Austurlandi, Borgarfirði Eystri. Þetta er þar sem ég ólst upp með ömmu minni á sumrin, og er mín sanna gleði. Ég og maðurinn minn tókum hljómsveitina mína og nokkra góða vini með okkur í nokkurra daga ferð austur. Orð ná ekki að lýsa fegurðinni, hlátrinum og töfrandi upplifun ferðarinnar. Veðurspáin var hræðileg en það virist sem við vorum að ferðast í sólarbúbblu,“ skrifaði Emilíana og birti myndir frá ferðalaginu á Instagram-síðu sinni.

Emilíana og Ellert á ferðalagi um landið í sumar ásamt góðum vinum.

Emilíana hefur ferðast víða á sínum ferli en heldur alltaf sterkri tengingu við Ísland og er búsett hér. Hún er hálf íslensk og hálf ítölsk, alin upp á Íslandi en eyddi sumrum í æsku í Þýskalandi og á Ítalíu.

Emilíana hefur í mörg ár verið ein af allra vinsælustu söngkonum þjóðarinnar og hefur einnig náð langt í sínu fagi erlendis, auk þess að semja lög fyrir myndir á borð við Lord of the Rings og þættina Grey’s Anatomy.

Leiðir Emilíönu og fyrrverandi eiginmanns hennar Rowan Patrick Robinson Cain skildu í lok síðasta árs eftir fimm ára hjónaband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.