Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2025 14:22 Þröstur Jónsson, fulltrúi Miðflokksins í sveitarstjórn Múlaþings. Vísir Fulltrúi Miðflokksins í byggðaráði Múlaþings vildi að guð gamla testamentsins deildi við félaga hans í ráðinu eftir að þeir lögðust gegn tillögu hans um að fækka sveitarstjórnarmönnum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem hann vísar til almættis á sveitarstjórnarfundum. Meirihlutinn í byggðaráði Múlaþings taldi ekki tímabært að fækka sveitarstjórnarfulltrúum um fjóra, úr ellefu í sjö, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári á fundi sínum í gær. Þröstur Jónsson, fulltrúi Miðflokksins, lagði til að þetta yrði skoðað í vor og var ráðgjafarfyrirtækið KPMG fengið til þess að vinna minnisblað um slíka breytingu í sumar. Þröstur furðaði sig á afstöðu og meintum sinnaskiptum meirihlutans í ljósi þess að KPMG hafi ekki fundið neitt óæskilegt við fækkunina. Engin haldbæra rök hefðu komið fram gegn því að fækka fulltrúum úr ellefu í níu enda væru flest sveitarfélög af svipaðri stærð með níu eða sjö fulltrúa. „Eigi veit ég hvað „snerist í kýrhausnum“ en þykir þetta skondin kúvending, en græt þann kostnað sem lagt var út í vegna ráðgjafar sem nú ónýtist,“ sagði Þröstur í bókun og spurði sig hvort meirihlutinn hefði óttast að rugga bátnum rétt fyrir kosningar. Vísaði Þröstur næst til 35. Davíðssálms úr gamla testamenti Biblíu kristinna manna. „Best að leggja þetta í hendur Guðs: „Deil þú Drottinn við þá sem deila við mig“,“ sagði í bókun Þrastar. Stytta Michelangelos af Davíði sem Davíðssálmar eru kenndir við.Vísir/Getty Í sálminum biður höfundur drottinn sinn meðal annars um að rísa upp sér til hjálpar og „reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig“ og refsa andstæðingum sínum á fleiri vegu. Hluta af sálminum má lesa hér fyrir neðan: Deil þú, Drottinn, við þá er deila við mig, berst þú við þá er berjast við mig. Gríp skjöld og brynju og rís upp mér til hjálpar. Reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig og segðu við mig: Ég er hjálp þín. Lát þá er sitja um líf mitt hljóta smán og svívirðing, lát þá hverfa aftur með skömm er hyggja á illt gegn mér. Lát þá verða sem hismi í vindi þegar engill Drottins feykir þeim burt, lát veg þeirra verða myrkan og hálan þegar engill Drottins eltir þá. Því að án ástæðu lögðu þeir net fyrir mig, án tilefnis grófu þeir mér gryfju. Leið eyðingu yfir þá er minnst varir og lát netið, sem þeir lögðu, veiða þá sjálfa. Lát þá falla í eigin gryfju. Taldi bænahring hafa bjargað Seyðfirðingum og faraldurinn satanískan Þröstur hefur ítrekað borið fyrir sig Biblíuna og vísað til guðlegrar forsjónar á fundum Múlaþings í gegnum tíðina. Eftir miklar aurskriður á Seyðisfirði í desember 2020 þakkaði hann bænahring í Reykjavík fyrir að ekkert manntjón varð í þeim. „Ég trúi því að skaparinn hafi kippt aðeins í spottann þar,“ sagði Þröstur á fundi sveitarstjórnar í janúar 2021. Deilt var um hæfi Þrastar til þess að fjalla um leiðarval fyrir Fjarðaheiðargöng vegna náinn fjölskyldutengsla við landeiganda fyrir þremur árum. „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur eftir að aðrir sveitarstjórnarmenn lögðu fram tillögu um vanhæfi hans. Ári seinna neitaði Þröstur að víkja af fundi þegar rætt var um skipulagsbreytingar vegna gangnaáformanna. Líkti hann sér þá við Pétur postula. „Það er búið að kjósa mig vanhæfan hér, og þar með eigi ég að víkja úr sæti. Og þá segi ég eins og Pétur postuli frami fyrir yfirvöldum í Jerúsalem: Til þess að gæta að lýðræði, kærleika, sannleika og tjáningarfrelsi í þessu landi. „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ Og ég mun sitja sem fastast,“ útskýrði hann. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð tók Þröstur undir bandarískar samsæriskenningar um að hann hefði verið skipulagður af öflum sem sæktust eftir heimsyfirráðum. Kallaði hann faraldurinn „satanískan“ faraldur sem hefði verið skipulagður af mönnum. Sveitarstjórnarmál Trúmál Múlaþing Miðflokkurinn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Meirihlutinn í byggðaráði Múlaþings taldi ekki tímabært að fækka sveitarstjórnarfulltrúum um fjóra, úr ellefu í sjö, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári á fundi sínum í gær. Þröstur Jónsson, fulltrúi Miðflokksins, lagði til að þetta yrði skoðað í vor og var ráðgjafarfyrirtækið KPMG fengið til þess að vinna minnisblað um slíka breytingu í sumar. Þröstur furðaði sig á afstöðu og meintum sinnaskiptum meirihlutans í ljósi þess að KPMG hafi ekki fundið neitt óæskilegt við fækkunina. Engin haldbæra rök hefðu komið fram gegn því að fækka fulltrúum úr ellefu í níu enda væru flest sveitarfélög af svipaðri stærð með níu eða sjö fulltrúa. „Eigi veit ég hvað „snerist í kýrhausnum“ en þykir þetta skondin kúvending, en græt þann kostnað sem lagt var út í vegna ráðgjafar sem nú ónýtist,“ sagði Þröstur í bókun og spurði sig hvort meirihlutinn hefði óttast að rugga bátnum rétt fyrir kosningar. Vísaði Þröstur næst til 35. Davíðssálms úr gamla testamenti Biblíu kristinna manna. „Best að leggja þetta í hendur Guðs: „Deil þú Drottinn við þá sem deila við mig“,“ sagði í bókun Þrastar. Stytta Michelangelos af Davíði sem Davíðssálmar eru kenndir við.Vísir/Getty Í sálminum biður höfundur drottinn sinn meðal annars um að rísa upp sér til hjálpar og „reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig“ og refsa andstæðingum sínum á fleiri vegu. Hluta af sálminum má lesa hér fyrir neðan: Deil þú, Drottinn, við þá er deila við mig, berst þú við þá er berjast við mig. Gríp skjöld og brynju og rís upp mér til hjálpar. Reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig og segðu við mig: Ég er hjálp þín. Lát þá er sitja um líf mitt hljóta smán og svívirðing, lát þá hverfa aftur með skömm er hyggja á illt gegn mér. Lát þá verða sem hismi í vindi þegar engill Drottins feykir þeim burt, lát veg þeirra verða myrkan og hálan þegar engill Drottins eltir þá. Því að án ástæðu lögðu þeir net fyrir mig, án tilefnis grófu þeir mér gryfju. Leið eyðingu yfir þá er minnst varir og lát netið, sem þeir lögðu, veiða þá sjálfa. Lát þá falla í eigin gryfju. Taldi bænahring hafa bjargað Seyðfirðingum og faraldurinn satanískan Þröstur hefur ítrekað borið fyrir sig Biblíuna og vísað til guðlegrar forsjónar á fundum Múlaþings í gegnum tíðina. Eftir miklar aurskriður á Seyðisfirði í desember 2020 þakkaði hann bænahring í Reykjavík fyrir að ekkert manntjón varð í þeim. „Ég trúi því að skaparinn hafi kippt aðeins í spottann þar,“ sagði Þröstur á fundi sveitarstjórnar í janúar 2021. Deilt var um hæfi Þrastar til þess að fjalla um leiðarval fyrir Fjarðaheiðargöng vegna náinn fjölskyldutengsla við landeiganda fyrir þremur árum. „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur eftir að aðrir sveitarstjórnarmenn lögðu fram tillögu um vanhæfi hans. Ári seinna neitaði Þröstur að víkja af fundi þegar rætt var um skipulagsbreytingar vegna gangnaáformanna. Líkti hann sér þá við Pétur postula. „Það er búið að kjósa mig vanhæfan hér, og þar með eigi ég að víkja úr sæti. Og þá segi ég eins og Pétur postuli frami fyrir yfirvöldum í Jerúsalem: Til þess að gæta að lýðræði, kærleika, sannleika og tjáningarfrelsi í þessu landi. „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ Og ég mun sitja sem fastast,“ útskýrði hann. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð tók Þröstur undir bandarískar samsæriskenningar um að hann hefði verið skipulagður af öflum sem sæktust eftir heimsyfirráðum. Kallaði hann faraldurinn „satanískan“ faraldur sem hefði verið skipulagður af mönnum.
Sveitarstjórnarmál Trúmál Múlaþing Miðflokkurinn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira