Lífið samstarf

Ó­gleyman­legar skíða­ferðir með Bændaferðum

Bændaferðir
Framundan hjá Bændaferðum eru spennandi gönguskíðaferðir, meðal annars til Seefeld í Tíról, Toblach í dölum Dólómítanna og Lillehammer í Noregi.
Framundan hjá Bændaferðum eru spennandi gönguskíðaferðir, meðal annars til Seefeld í Tíról, Toblach í dölum Dólómítanna og Lillehammer í Noregi.

Ferskt fjallaloft og snæviþaktar brekkur leggja grunninn að vel heppnuðu vetrarfríi. Bændaferðir bjóða í ár upp á úrval fyrsta flokks skíðaferða til Evrópu þar sem bæði gönguskíðafólk og svigskíðagarpar finna sitt uppáhald.

Framundan eru spennandi gönguskíðaferðir til Seefeld í Tíról, Toblach í dölum Dólómítanna og Lillehammer í Noregi. Þá standa einnig til boða svigskíðaferðir til Saalbach-Hinterglemm og Sölden í Austurríki, þar sem ævintýri, skemmtun og slökun fara saman.

Fátt jafnast á við nýsporað skíðasvæði í snæviþöktum fjallasal

Reynsla og fjölbreytni

Bændaferðir hafa boðið upp á skíðaferðir allt frá árinu 2005 og vinsældirnar hafa haldist stöðugar. Fyrirtækið leggur áherslu á að mæta ólíkum óskum, hvort sem fólk vill fá skipulagða kennslu eða frekar njóta leiðsagnar í hefðbundnum ferðum.

Í ferðunum er boðið upp á kennslu á gönguskíði

„Við bjóðum bæði upp kennsluferðir sem henta jafnt byrjendum sem lengra komnum og hefðbundnar skíðagönguferðir þar sem er ekki skipulögð kennsla og henta því frekar aðeins lengra komnum. Í kennsluferðunum eru skíðakennarar með æfingar flesta daga, bæði fyrir og eftir hádegi. 

Í hefðbundnu ferðunum eru tveir fararstjórar með skipulagða dagskrá og bjóða upp á styttri og lengri ferðir þar sem gjarnan er staldrað við í hádeginu á notalegum veitingastöðum,“ útskýrir Helga Björg Ragnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændaferðum.

Nánar um skíðaferðir hér.

Á gönguskíðum í Seefeld

Seefeld er ein af perlum Tíról-svæðisins í Austurríki. Bærinn stendur í 1.200 metra hæð og er umkringdur fjöllum sem gera svæðið einstaklega fallegt. Hér er að finna meira en 245 km af skíðagöngubrautum sem tengja saman fimm þorp. Þetta er fimm stjörnu skíðagöngusvæði sem hefur oftar en einu sinni verið valið það besta í Evrópu.

Seefeld bærinn er ein af perlum Tíról-svæðisins í Austurríki

Ferðalangar geta einnig tekið kláfinn upp á Roshütte í 1.784 metra hæð og notið útsýnisins yfir dali og fjöll. Þar er vinsæll fjallaskáli sem býður upp á hlýja stemningu eftir dag í brautunum. 

Ævintýralegt landslag mætir gönguskíðafólki í Austurríki

Toblach í Dólómítunum

Dólómítarnir í Suður-Tíról eru á heimsminjaskrá UNESCO og ástæða þess er augljós: stórbrotin náttúra, sérstæð menning og sögulegt mikilvægi. Í dalnum Hochpustertal liggja um 200 km af skíðagöngubrautum sem henta jafnt byrjendum sem reynslumiklum skíðagörpum.

Hópur á vegum Bændaferða á góðri stund eftir vel heppnaðan skíðadag í Toblach.

Bærinn Toblach, oft kallaður „Hliðið að Dólómítunum“, liggur í miðju svæðisins og býður upp á frábærar tengingar við allar helstu brautir. Á næsta leiti er Cortina d’Ampezzo sem hýsir hluta Vetrarólympíuleikanna árið 2026 – sannkallaður vitnisburður um gæði svæðisins. 

Lillehammer í Noregi

Lillehammer er eitt þekktasta vetraríþróttasvæði Norðurlanda, ekki síst vegna Vetrarólympíuleikanna 1994. Þar er dvalið á góðu hóteli við Hafjell svæðið þar sem hægt er að renna beint úr dyrum út í brautirnar.

Þéttir barrskógar og fjöll mynda ógleymanlega umgjörð um skíðabrautirnar í Noregi.

Í nágrenninu er Øyerfjellet með um 300 km af skíðagönguleiðum sem tengjast svæðum á borð við Sjusjøen og Nordseter. Svæðið breytist í ævintýraland yfir veturinn, þar sem víðáttumiklar snjóbreiður, þéttir barrskógar og fjöll mynda ógleymanlega umgjörð. Á meðan á dvöl stendur fer fram hin vinsæla keppni Birkebeinerrennet sem margir Íslendingar hafa tekið þátt í og er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja spreyta sig í alþjóðlegu móti. 

Nánar um ferðina til Lillehammer hér.

Bændaferðir tryggja faglegt skipulag og skemmtilega samveru. Þetta er tækifæri til að hlaða batteríin, njóta vetrarins og skapa minningar sem lifa langt fram á næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.