Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. september 2025 20:03 Það var mikið klappað þegar Gervigreindarvélmennin voru sett af stað og byrjuðu að vinna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjú Gervigreindarvélmenni hafa tekið til starfa hjá Íslenska Gámafélaginu en hlutverk þeirra er að flokka sorp á flokkunarlínu félagsins. Vélmennin þekkja, flokka og aðskilja endurvinnanleg efni með mikilli nákvæmni. Íslenska Gámafélagið var með heilmikla kynningu á starfsemi sinni í dag en starfsemin er á Esjumelum í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu vinnu um 350 manns. Það kom í hlut nýsköpunarráðherra að setja Gervigreindarvélmennin formlega af stað þannig að þau gætu farið að vinna á flokkunarlínunni sinni. „Hugsaðu þér, okkur verðum bráðum skipt út líka. En svona að öllu gamni slepptu þá er auðvitað mjög magnað að svona óþrifaleg vinna, sem að getur þurft mjög mikillar nákvæmni við að hún sé unnin af þessum vélmennum og síðan er almenningur í betri störfum og þjónustar þau,“ segir Logi. Hvað með sjálfan þig, ert þú duglegur að flokka? „Já, ég reyni það en ég sé það á þessum vélmennum að þau eru nákvæmari en ég,“ segir Logi hlæjandi. Gervigreindarvélmennin, sem flokka nú rusl af mikilli nákvæmni hjá Íslenska Gámafélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ótrúlega magnað að sjá vélmennin vinna. „Já, þeir eru mjög skemmtilegir. Ég er búin að fylgjast með þessum róbótum í mörg ár og þeir hafa alltaf verið svo takmarkaðir þessi grey, þú þarft alltaf að forrita þá, en núna með tilkomu gervigreindarinnar þá hafa þeir gjörsamlega breyst og eru svona liggur við að manni finnst stundum menski,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og bætir við. „Þeir geta flokkað allt í 12 flokka fyrir mig og þeir geta flokkað í fjögur mismunandi hólf hvert gervimenni og þeir eru með svona 30 pikk á hverri mínútu og svo starfa þeir allan sólarhringinn greyin, þeir fá litla pásu,“ segir Jón. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og Ólafur Thordersen eru hér að kynna fyrir ráðherranum vinnuhverfi vélmennanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Þórir segir að það hafi kostað um 1 milljarð króna að koma endurvinnslulínu vélmennanna upp, öllum tækjunum og húsnæðinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 350 manns en hér er Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins að fræða gesti dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Gervigreind Tækni Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Íslenska Gámafélagið var með heilmikla kynningu á starfsemi sinni í dag en starfsemin er á Esjumelum í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu vinnu um 350 manns. Það kom í hlut nýsköpunarráðherra að setja Gervigreindarvélmennin formlega af stað þannig að þau gætu farið að vinna á flokkunarlínunni sinni. „Hugsaðu þér, okkur verðum bráðum skipt út líka. En svona að öllu gamni slepptu þá er auðvitað mjög magnað að svona óþrifaleg vinna, sem að getur þurft mjög mikillar nákvæmni við að hún sé unnin af þessum vélmennum og síðan er almenningur í betri störfum og þjónustar þau,“ segir Logi. Hvað með sjálfan þig, ert þú duglegur að flokka? „Já, ég reyni það en ég sé það á þessum vélmennum að þau eru nákvæmari en ég,“ segir Logi hlæjandi. Gervigreindarvélmennin, sem flokka nú rusl af mikilli nákvæmni hjá Íslenska Gámafélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ótrúlega magnað að sjá vélmennin vinna. „Já, þeir eru mjög skemmtilegir. Ég er búin að fylgjast með þessum róbótum í mörg ár og þeir hafa alltaf verið svo takmarkaðir þessi grey, þú þarft alltaf að forrita þá, en núna með tilkomu gervigreindarinnar þá hafa þeir gjörsamlega breyst og eru svona liggur við að manni finnst stundum menski,“ segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og bætir við. „Þeir geta flokkað allt í 12 flokka fyrir mig og þeir geta flokkað í fjögur mismunandi hólf hvert gervimenni og þeir eru með svona 30 pikk á hverri mínútu og svo starfa þeir allan sólarhringinn greyin, þeir fá litla pásu,“ segir Jón. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins og Ólafur Thordersen eru hér að kynna fyrir ráðherranum vinnuhverfi vélmennanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Þórir segir að það hafi kostað um 1 milljarð króna að koma endurvinnslulínu vélmennanna upp, öllum tækjunum og húsnæðinu. Hjá fyrirtækinu vinna um 350 manns en hér er Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins að fræða gesti dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Gervigreind Tækni Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira