Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Smári Jökull Jónsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 20. september 2025 14:49 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta-og barnamálaráðherra segist til í umræðuna. Vísir/Anton Brink Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. „Þetta er bara skoðunarvert. Ég held það sé bæði með og á móti í því samhengi. Við erum búin að vera með sama kerfið mjög lengi um sumarfrí barna og í skólum. Ég er alveg til í umræðuna um þetta, spurning hvort meirihlutinn sé með eða á móti. Ég er á því að við eigum að skoða þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Í tillögu Viðreisnar kemur fram að grunnskólabörn séu í sumarfrí lengur en börn í Danmörku og Noregi og að langir frídagar geti meðal annars valdið rútínuleysi og skorti á félagslegri örvun. Langt sumarfrí þýði aukið álag á foreldra sem þurfi að kaupa dýr námskeið eða jafnvel taka frí frá vinnu. Í viðtali á RÚV sagði formaður Félags grunnskólakennaraað samfélagið þyrfti að taka umræðuna sem heild, breytingarnar myndu hafa í för með sér að orlof kennara, starfsfólks skóla og foreldra barna yrði aðþrengdara. Lengir vetrarorlof á móti Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar og hann sagði í viðtali í vikunni að með tillögunni vilji hann ekki ganga á rétt kennara til orlofs, heldur vilji hann stytta sumarfríið og lengra vetrarfríið á móti. Hann sagðist leggja fram tillöguna því hann hafi áhyggjur af félagslegri einangrun barna. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Viðreisn Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Þetta er bara skoðunarvert. Ég held það sé bæði með og á móti í því samhengi. Við erum búin að vera með sama kerfið mjög lengi um sumarfrí barna og í skólum. Ég er alveg til í umræðuna um þetta, spurning hvort meirihlutinn sé með eða á móti. Ég er á því að við eigum að skoða þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Í tillögu Viðreisnar kemur fram að grunnskólabörn séu í sumarfrí lengur en börn í Danmörku og Noregi og að langir frídagar geti meðal annars valdið rútínuleysi og skorti á félagslegri örvun. Langt sumarfrí þýði aukið álag á foreldra sem þurfi að kaupa dýr námskeið eða jafnvel taka frí frá vinnu. Í viðtali á RÚV sagði formaður Félags grunnskólakennaraað samfélagið þyrfti að taka umræðuna sem heild, breytingarnar myndu hafa í för með sér að orlof kennara, starfsfólks skóla og foreldra barna yrði aðþrengdara. Lengir vetrarorlof á móti Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar og hann sagði í viðtali í vikunni að með tillögunni vilji hann ekki ganga á rétt kennara til orlofs, heldur vilji hann stytta sumarfríið og lengra vetrarfríið á móti. Hann sagðist leggja fram tillöguna því hann hafi áhyggjur af félagslegri einangrun barna. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Viðreisn Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira