Efast um að olíuleit beri árangur Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2025 20:07 Jessica Poteet er jarðfræðingur. Sýn Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Viðskiptaráð birti í vikunni nýja úttekt þar sem stjórnvöld voru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Að mati ráðsins gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér án áhættu fyrir ríkissjóð en samkvæmt útreikningum ráðsins myndi millistór olíufundur hafa í för með sér 77 milljónir króna í skatttekjur á hvern íbúa hér á landi. Samkvæmt Viðskiptaráði myndi millistór olíufundur þýða skatttekjur upp á 77 milljónir króna á hvern íbúa.Vísir Jarðfræðingur sem til fjölda ára hefur unnið við rannsóknir á kolvetnissvæðum sem og möguleika á geymslu kolvetnis í jarðbergi segir jarðfræðina á svæðinu skipta gríðarlega miklu máli í þessu samhengi þar sem Drekasvæðið sé virkt sprungusvæði. „Og það þýðir að það er mikið um misgengi og sprungur í berginu sem er þarna, og það eru mikil líkindi á því að ef það væru kolvatnsefni, og það er EF, þá hefðu þau þegar lekið út vegna allra misgengishreyfinganna sem hafa átt sér stað.“ Skýringarmynd af Drekasvæðinu þar sem mögulegt er að olíu sé að finna.Vísir Í úttekt Viðskiptaráðs er jafnframt skrifað að miklar rannsóknir hafi þegar farið fram á svæðinu sem staðfesti að virkt kolefniskerfi sé þar að finna. Jessica segir þessa staðhæfingu hæpna og gagnrýnir að vísað sé til gamalla rannsókna. Nýrri rannsóknir segi um 5% líkur á að finna magn sem samsvarar 50 milljón tunnum af olíu. Það sé lítið magn þegar líkurnar eru skoðaðar. „Þegar ég var við athuganir í Mið-Austurlöndum og Asíu vonaðist ég eftir 10 prósent og einhverju stærra en milljarði olíutunna.“ Hún segist ávallt hlynnt frekari rannsóknum. Hægt sé að greina sýni úr bergi á svæðinu og jafnframt telji hún að skoða ætti önnur sambærileg svæði til samanburðar. Sjálf myndi hún ekki setja mikið fjármagn í rannsóknir á svæðinu. „Við erum að tala um djúpsjávarbotn. Það útheimtir mikla peninga að vinna þetta, og það tengist þeirri staðreynd að það eru svo litlar líkur á að eitthvað finnist vegna jarðskorpuhreyfinga og jarðhitastigulsins sem maður sér hér. Sjálf myndi ég ekki eyða miklum peningum.“ Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Viðskiptaráð birti í vikunni nýja úttekt þar sem stjórnvöld voru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Að mati ráðsins gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér án áhættu fyrir ríkissjóð en samkvæmt útreikningum ráðsins myndi millistór olíufundur hafa í för með sér 77 milljónir króna í skatttekjur á hvern íbúa hér á landi. Samkvæmt Viðskiptaráði myndi millistór olíufundur þýða skatttekjur upp á 77 milljónir króna á hvern íbúa.Vísir Jarðfræðingur sem til fjölda ára hefur unnið við rannsóknir á kolvetnissvæðum sem og möguleika á geymslu kolvetnis í jarðbergi segir jarðfræðina á svæðinu skipta gríðarlega miklu máli í þessu samhengi þar sem Drekasvæðið sé virkt sprungusvæði. „Og það þýðir að það er mikið um misgengi og sprungur í berginu sem er þarna, og það eru mikil líkindi á því að ef það væru kolvatnsefni, og það er EF, þá hefðu þau þegar lekið út vegna allra misgengishreyfinganna sem hafa átt sér stað.“ Skýringarmynd af Drekasvæðinu þar sem mögulegt er að olíu sé að finna.Vísir Í úttekt Viðskiptaráðs er jafnframt skrifað að miklar rannsóknir hafi þegar farið fram á svæðinu sem staðfesti að virkt kolefniskerfi sé þar að finna. Jessica segir þessa staðhæfingu hæpna og gagnrýnir að vísað sé til gamalla rannsókna. Nýrri rannsóknir segi um 5% líkur á að finna magn sem samsvarar 50 milljón tunnum af olíu. Það sé lítið magn þegar líkurnar eru skoðaðar. „Þegar ég var við athuganir í Mið-Austurlöndum og Asíu vonaðist ég eftir 10 prósent og einhverju stærra en milljarði olíutunna.“ Hún segist ávallt hlynnt frekari rannsóknum. Hægt sé að greina sýni úr bergi á svæðinu og jafnframt telji hún að skoða ætti önnur sambærileg svæði til samanburðar. Sjálf myndi hún ekki setja mikið fjármagn í rannsóknir á svæðinu. „Við erum að tala um djúpsjávarbotn. Það útheimtir mikla peninga að vinna þetta, og það tengist þeirri staðreynd að það eru svo litlar líkur á að eitthvað finnist vegna jarðskorpuhreyfinga og jarðhitastigulsins sem maður sér hér. Sjálf myndi ég ekki eyða miklum peningum.“
Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira