Telur áform ráðherra vanhugsuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. september 2025 07:44 Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla, er ekki hrifinn af áformum ráðherra. Sýn Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum. Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Málið sé á frumstigi. „Við eigum eftir að fara í samráð, númer eitt tvö og þrjú, samráð við nemendur, kennara og alla sem málið varðar og við erum að fara af stað með þetta verkefni,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Með breytingunum geti skólastjórnendur haft samband við sínar svæðisskrifstofur í stað mennta-og barnamálaráðuneytisins, þannig sé ekki lengur sami aðili sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. Þá eiga mannauðs- og rekstrarmál að færast til skrifstofanna. Skólastjóri Borgarholtsskóla segir tillögurnar ekki nýjar af nálinni, hagræðingahópur hafi kynnt þær í mars. Sjá einnig: „Þessi hagræðingahópur er skipaður hagfræðingum, lögfræðingum og fólki í rekstri og ég fæ ekki séð að það hafi nokkur þekkingu á innra starfi framhaldsskóla,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla. „Fyrir mér sem er búinn að starfa í áratugi í framhaldsskólum og komið að flestum stórum verkefnum síðustu áratugi í breytingu í kerfinu, þá er þetta eins og að vera boðið til veislu og horfa ofan í naglasúpu.“ Ársæll segir fráleitt að framhaldsskólar mæti ekki þörfum samtímans. Hann fái ekki séð hvernig það bæti þjónustu að færa mannauðsmál frá skólanum. „Það er ekki góð hugmynd að mínu viti og hefur ekki einu sinni verið rædd. Allar þessar tillögur í mínum huga eru mjög hráar og svo ég tali hreint út bara vanhugsaðar. Að setja þetta fram á nokkrum mánuðum, innihaldslaust, og ætla síðan að fara að skoða og fylla í eyðurnar, bæta kryddi í naglasúpuna. Þetta er ekki rétt.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra tilkynnti í vikunni að hann muni setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Í því felst að koma á fót fjórum til sex svæðisskrifstofum í nærumhverfi framhaldsskóla landsins og segir ráðherra þetta muni auka þjónustu, stytta boðleiðir og minni skriffinnsku. Málið sé á frumstigi. „Við eigum eftir að fara í samráð, númer eitt tvö og þrjú, samráð við nemendur, kennara og alla sem málið varðar og við erum að fara af stað með þetta verkefni,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Með breytingunum geti skólastjórnendur haft samband við sínar svæðisskrifstofur í stað mennta-og barnamálaráðuneytisins, þannig sé ekki lengur sami aðili sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. Þá eiga mannauðs- og rekstrarmál að færast til skrifstofanna. Skólastjóri Borgarholtsskóla segir tillögurnar ekki nýjar af nálinni, hagræðingahópur hafi kynnt þær í mars. Sjá einnig: „Þessi hagræðingahópur er skipaður hagfræðingum, lögfræðingum og fólki í rekstri og ég fæ ekki séð að það hafi nokkur þekkingu á innra starfi framhaldsskóla,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í Borgarholtsskóla. „Fyrir mér sem er búinn að starfa í áratugi í framhaldsskólum og komið að flestum stórum verkefnum síðustu áratugi í breytingu í kerfinu, þá er þetta eins og að vera boðið til veislu og horfa ofan í naglasúpu.“ Ársæll segir fráleitt að framhaldsskólar mæti ekki þörfum samtímans. Hann fái ekki séð hvernig það bæti þjónustu að færa mannauðsmál frá skólanum. „Það er ekki góð hugmynd að mínu viti og hefur ekki einu sinni verið rædd. Allar þessar tillögur í mínum huga eru mjög hráar og svo ég tali hreint út bara vanhugsaðar. Að setja þetta fram á nokkrum mánuðum, innihaldslaust, og ætla síðan að fara að skoða og fylla í eyðurnar, bæta kryddi í naglasúpuna. Þetta er ekki rétt.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. 19. september 2025 16:20