Enski boltinn

Sjáðu allt helsta úr stór­leiknum og fimmtu um­ferð

Sindri Sverrisson skrifar
Gianluigi Donnarumma faðmar Gabriel Martinelli sem tryggði Arsenal stig gegn Manchester City í gær.
Gianluigi Donnarumma faðmar Gabriel Martinelli sem tryggði Arsenal stig gegn Manchester City í gær. Getty/Catherine Ivill

Liverpool er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að eins fimm umferðir. Allt það helsta úr fimmtu umferð, þar sem stórleikur Arsenal og Manchester City stóð upp úr, má sjá á Vísi.

City komst snemma yfir gegn Arsenal í gær þegar Erling Haaland skoraði eftir góðan undirbúning Tijjani Reijnders.

Arsenal fékk færi til að jafna metin en virtist ekki ætla að takast það fyrr en í uppbótartíma þegar Eberechi Eze sendi boltann yfir vörn City á Gabriel Martinelli sem vippaði frábærlega yfir Gianluigi Donnarumma eins og sjá má.

Öll mörkin úr leikjum helgarinnar má sjá hér að neðan. Eins og fyrr segir er Liverpool efst, með fullt hús stiga, eftir 2-1 sigurinn í grannaslagnum við Everton.

Næstu lið; Arsenal, Tottenham og Bournemouth, urðu öll að sætta sig við jafntefli um helgina.

Sjötta umferðin hefst í hádeginu á laugardag með leik Brentford og Manchester United, sem nú er aðeins þremur stigum frá 2. sætinu. Á meðal annarra leikja má nefna slag Crystal Palace og Liverpool og leik Newcastle og Arsenal á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×