20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2025 20:03 Íslensku krakkarnir voru strax spennt þegar þau sáu krakkana frá Grænlandi og fóru að tala við þau og skauta með þeim. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur barna frá afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands eru nú stödd hér á landi þar sem þau læra sund, fá að fara á skauta og þau heimsækja forseta Íslands á Bessastaði svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða samstarf vinafélags Íslands og Grænlands, sem heitir KALAK. Grænlensku krakkarnir, sem eru 20 talsins og eru 13 ára, eru með kennara frá heimalandi sínu með sér en þau stoppa á Íslandi í hálfan mánuð þar sem þau fá að kynnast menningu landsins, fara í allskonar heimsóknir og sækja kennslustundir í einum af grunnskólum Kópavogs. Hápunktur helgarinnar var að komast á skauta í Skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík. Samstarfið í KALAK, vinafélaginu hefur gengið mjög vel. „Þetta er búið að ganga núna í 19 ár og er bara mjög skemmtilegt verkefni og það er svo margt skemmtilegt í þessu, sem við sáum ekki fyrir þegar við vorum að bjóða börnunum fyrst að koma. Til dæmis þegar börnin koma þá þekkjast þau ekki innbyrðis, þau eru frá sex þorpum,” segir Stefán Þór Herbertsson, tengiliður Íslands í samstarfinu. En við hvaða aðstæður búa börnin? „Það er eiginlega versta félagslaga ástandið á Grænland, sem er í þessum þorpum. Það er margt gott þarna en svo eru líka félagsleg vandamál þarna, sem þau eiga mjög erfitt með,” segir Stefán. Stefán Þór Herbertsson, sem er aðal tengiliður Íslands í samstarfinu í KALAK verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var ekki að sjá í Skautahöllinni að krökkunum liði illa eða þess háttar, þau nutu þess að fara um svellið með grindur fyrir framan sig og íslenskir krakkar voru fljót að byrja að spjalla við þau. „Ég er að fara með þau í heimsóknir alveg á ótrúlegustu staði. Við förum til forsetans, við förum á Gullfoss og Geysi, FlyOver Iceland höfum við farið á, þetta er alveg mjög skemmtilegt”, bætir Stefán við. Sjálfur bjó Stefán í nokkur ár í Grænlandi en er eitthvað líkt með Grænlandi og Íslandi? „Nei, ég myndi ekki segja það. Menningarmunurinn er svo ótrúlega mikill. Það var ekki fyrr en ég kom þarna til Grænlands að ég skyldi hvað menningarmunur er,” segir Stefán Þór. Krökkunum frá Grænlandi fannst mjög gaman að fara á skauta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða KALAK Reykjavík Grænland Krakkar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Grænlensku krakkarnir, sem eru 20 talsins og eru 13 ára, eru með kennara frá heimalandi sínu með sér en þau stoppa á Íslandi í hálfan mánuð þar sem þau fá að kynnast menningu landsins, fara í allskonar heimsóknir og sækja kennslustundir í einum af grunnskólum Kópavogs. Hápunktur helgarinnar var að komast á skauta í Skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík. Samstarfið í KALAK, vinafélaginu hefur gengið mjög vel. „Þetta er búið að ganga núna í 19 ár og er bara mjög skemmtilegt verkefni og það er svo margt skemmtilegt í þessu, sem við sáum ekki fyrir þegar við vorum að bjóða börnunum fyrst að koma. Til dæmis þegar börnin koma þá þekkjast þau ekki innbyrðis, þau eru frá sex þorpum,” segir Stefán Þór Herbertsson, tengiliður Íslands í samstarfinu. En við hvaða aðstæður búa börnin? „Það er eiginlega versta félagslaga ástandið á Grænland, sem er í þessum þorpum. Það er margt gott þarna en svo eru líka félagsleg vandamál þarna, sem þau eiga mjög erfitt með,” segir Stefán. Stefán Þór Herbertsson, sem er aðal tengiliður Íslands í samstarfinu í KALAK verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var ekki að sjá í Skautahöllinni að krökkunum liði illa eða þess háttar, þau nutu þess að fara um svellið með grindur fyrir framan sig og íslenskir krakkar voru fljót að byrja að spjalla við þau. „Ég er að fara með þau í heimsóknir alveg á ótrúlegustu staði. Við förum til forsetans, við förum á Gullfoss og Geysi, FlyOver Iceland höfum við farið á, þetta er alveg mjög skemmtilegt”, bætir Stefán við. Sjálfur bjó Stefán í nokkur ár í Grænlandi en er eitthvað líkt með Grænlandi og Íslandi? „Nei, ég myndi ekki segja það. Menningarmunurinn er svo ótrúlega mikill. Það var ekki fyrr en ég kom þarna til Grænlands að ég skyldi hvað menningarmunur er,” segir Stefán Þór. Krökkunum frá Grænlandi fannst mjög gaman að fara á skauta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða KALAK
Reykjavík Grænland Krakkar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira