Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. september 2025 11:24 Ásthildur Úa Sigurðardóttir kemur inn í Óresteiu í stað Elínar Sifjar Halldórsdóttur en æfingar hefjast á næstunni. Vísir/Vilhelm/Þjóðleikhúsið Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir hefur tekið við af Elínu Sif Halldórsdóttur sem átti að leika aðalhlutverkið í Óresteiu, jólasýningu Þjóðleikhússins í ár. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri staðfesti fregnirnar við fréttastofu. „Það æxlaðist þannig hjá henni að hún náði ekki að gera þetta, eins mikið og hana langaði til,“ segir hann um Elínu Hall. „Fólk er ráðið í svona verkefni með löngum fyrirvara en svo geta hlutirnir breyst hjá listafólki á fleygiferð. Við reynum að leysa úr svoleiðis málum í góðri sátt við listamennina okkar. Við hlökkum til að vinna með Elínu síðar en fögnum Ásthildi Úu innilega í Þjóðleikhúsinu,“ segir Magnús Geir. Hætti í Eitraðri lítilli pillu vegna erfiðra veikinda Óresteia er nýtt leikverk eftir ástralska leikstjórann Benedict Andrews sem byggir á sígildum þríleik Æskílosar og fjallar um það þegar Agamemnon konungur snýr sigurreifur heim úr tíu ára herferð til drottningarinnar Klítemnestru. Upprunalegi leikhópurinn sem var kynntur fyrr á árinu ásamt leikstjóranum Benedict Andrews. Sýningin er jólasýning Þjóðleikhússins í ár og verður frumsýnd 26. desember. Æfingar fyrir sýninguna hefjast í október og Ásthildur bætist þar í hóp með Hilmi Snæ Guðnasyni, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ebbu Katrínu Finnsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni. Ásthildur Úa Sigurðardóttir útskrifaðist frá leikaradeild LHÍ vorið 2019, hefur leikið í sjálfstæðu leikhúsunum og var ráðin til Borgarleikhússins 2020. Þar hefur hún leikið í Emil í Kattholti, Macbeth, Svartþresti, Ketti á heitu blikkþakki og Lúnu en hún hefur verið tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í fjórum fyrstnefndu sýningunum. Ásthildur Úa hefur verið hjá Borgarleikhúsinu síðustu ár. Elín Hall er ein efnilegasta söng- og leikkona landsins en hún útskrifaðist af leikarabraut 2022. Elín braust fyrst fram á sjónarsviðið í þriðju seríu af Rétti árið 2015 og vakti síðan mikla athygli fyrir leik sinn í Lof mér að falla árið 2018. Hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ljósbroti í fyrra og hlaut mikið lof fyrir að leika Vigdísi Finnbogadóttur í þáttunum Vigdísi fyrr á árinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elín hættir í sýningu með stuttum fyrirvara. Hún neyddist til að fara í veikindaleyfi frá söngleiknum Eitraðri lítilli pillu síðasta haust vegna flókinna veikinda í kjölfar þess að hafa keyrt sig í kaf í vinnu. „Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var bara ótrúlega auðmýkjandi að bókstaflega geta ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt. Það var ekki einu sinni ég sem ákvað að stoppa, það var bara líkaminn,“ sagði hún í viðtali við Vísi á síðasta ári. Samhliða leiklistarferlinum hefur Elín gert það gott í tónlist og gefið út tvær plötur og fjölda smáskífa. Hún hitaði upp fyrir Smashing Pumpkins í síðasta mánuði og mun hita upp fyrir Laufeyju Lín í Kórnum á næsta ári. Leikhús Þjóðleikhúsið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri staðfesti fregnirnar við fréttastofu. „Það æxlaðist þannig hjá henni að hún náði ekki að gera þetta, eins mikið og hana langaði til,“ segir hann um Elínu Hall. „Fólk er ráðið í svona verkefni með löngum fyrirvara en svo geta hlutirnir breyst hjá listafólki á fleygiferð. Við reynum að leysa úr svoleiðis málum í góðri sátt við listamennina okkar. Við hlökkum til að vinna með Elínu síðar en fögnum Ásthildi Úu innilega í Þjóðleikhúsinu,“ segir Magnús Geir. Hætti í Eitraðri lítilli pillu vegna erfiðra veikinda Óresteia er nýtt leikverk eftir ástralska leikstjórann Benedict Andrews sem byggir á sígildum þríleik Æskílosar og fjallar um það þegar Agamemnon konungur snýr sigurreifur heim úr tíu ára herferð til drottningarinnar Klítemnestru. Upprunalegi leikhópurinn sem var kynntur fyrr á árinu ásamt leikstjóranum Benedict Andrews. Sýningin er jólasýning Þjóðleikhússins í ár og verður frumsýnd 26. desember. Æfingar fyrir sýninguna hefjast í október og Ásthildur bætist þar í hóp með Hilmi Snæ Guðnasyni, Nínu Dögg Filippusdóttur, Ebbu Katrínu Finnsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni. Ásthildur Úa Sigurðardóttir útskrifaðist frá leikaradeild LHÍ vorið 2019, hefur leikið í sjálfstæðu leikhúsunum og var ráðin til Borgarleikhússins 2020. Þar hefur hún leikið í Emil í Kattholti, Macbeth, Svartþresti, Ketti á heitu blikkþakki og Lúnu en hún hefur verið tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í fjórum fyrstnefndu sýningunum. Ásthildur Úa hefur verið hjá Borgarleikhúsinu síðustu ár. Elín Hall er ein efnilegasta söng- og leikkona landsins en hún útskrifaðist af leikarabraut 2022. Elín braust fyrst fram á sjónarsviðið í þriðju seríu af Rétti árið 2015 og vakti síðan mikla athygli fyrir leik sinn í Lof mér að falla árið 2018. Hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ljósbroti í fyrra og hlaut mikið lof fyrir að leika Vigdísi Finnbogadóttur í þáttunum Vigdísi fyrr á árinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elín hættir í sýningu með stuttum fyrirvara. Hún neyddist til að fara í veikindaleyfi frá söngleiknum Eitraðri lítilli pillu síðasta haust vegna flókinna veikinda í kjölfar þess að hafa keyrt sig í kaf í vinnu. „Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var bara ótrúlega auðmýkjandi að bókstaflega geta ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt. Það var ekki einu sinni ég sem ákvað að stoppa, það var bara líkaminn,“ sagði hún í viðtali við Vísi á síðasta ári. Samhliða leiklistarferlinum hefur Elín gert það gott í tónlist og gefið út tvær plötur og fjölda smáskífa. Hún hitaði upp fyrir Smashing Pumpkins í síðasta mánuði og mun hita upp fyrir Laufeyju Lín í Kórnum á næsta ári.
Leikhús Þjóðleikhúsið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira