Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 13:18 Hluti Vestfjarðar sleppur en annars er gul veðurviðvörun um land allt sem byrjar um sexleytið á fimmtudag á sauðaustanverðu landinu. Veðurstofa Íslands Gul viðvörun er í gildi fimmtudag og föstudag vegna mikillar rigningar sem spáð er á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum frá fimmtudegi fram á mánudag. Á vef Veðurstofu Íslands segir að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum svæðum. Aukin hætta sé á skriðuföllum, eins og aurskriðum og grjóthruni á þessum svæðum. Lægðagangur næstu daga muni skila talsverðri rigningu víða um land í dag og fram yfir helgi. Úrkoman verður mikil í á annan sólarhring. Svona er spáin um fjögurleytið aðfaranótt föstudags.Veðurstofa Íslands Á morgun muni bæta vel í úrkomuákefð sem eigi að vara sem samfelld úrkoma fram á laugardag. Úrkoman frá fimmtudegi muni ná yfir nær allt landið. Spár gera ráð fyrir að ákefðin verði hve mest á Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum, yfir 25 mm/klst til fjalla eða á jöklum og í kringum 10 mm/klst á láglendi. Uppsöfnuð úrkoma fram á laugardagsmorguninn 27. september gæti náð upp yfir 500 mm til fjalla og jökla og hátt í 100 mm á láglendi á þremur sólarhringum. Aurskriðurnar á Seyðisfirði í desember 2020 eru mörgum í fersku minni.Vísir/ArnarHalldórs Svona ákafri úrkomu fylgi vatnavextir í lækjum og ám. „Vegna magns úrkomu má ekki útiloka vatnsflóð í kringum vatnsfarvegi. Það er gott að huga að niðurföllum í kringum hús til að forðast vatnstjón.“ Auknar líkur séu á skriðuföllum, svo sem grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum í lækjarfarvegum. „Einnig getur verið hætta á skriðum og grjóthruni þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum. Bent er á að fólk sýni aðgát þegar ferðast er undir bröttum hlíðum, horfi í kringum sig og forðist að dvelja lengi innan og neðan farvega. Auk þess þarf að hafa í huga að skriður geta fallið eftir að mesta ákefð rigningar er liðin hjá. Mikilvægt er að fylgjast með veðurspám, útgefnum viðvörunum og ástandi vega á vef Vegagerðarinnar.“ Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Á vef Veðurstofu Íslands segir að búast megi við vatnavöxtum í ám og lækjum á þessum svæðum. Aukin hætta sé á skriðuföllum, eins og aurskriðum og grjóthruni á þessum svæðum. Lægðagangur næstu daga muni skila talsverðri rigningu víða um land í dag og fram yfir helgi. Úrkoman verður mikil í á annan sólarhring. Svona er spáin um fjögurleytið aðfaranótt föstudags.Veðurstofa Íslands Á morgun muni bæta vel í úrkomuákefð sem eigi að vara sem samfelld úrkoma fram á laugardag. Úrkoman frá fimmtudegi muni ná yfir nær allt landið. Spár gera ráð fyrir að ákefðin verði hve mest á Suður- og Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum, yfir 25 mm/klst til fjalla eða á jöklum og í kringum 10 mm/klst á láglendi. Uppsöfnuð úrkoma fram á laugardagsmorguninn 27. september gæti náð upp yfir 500 mm til fjalla og jökla og hátt í 100 mm á láglendi á þremur sólarhringum. Aurskriðurnar á Seyðisfirði í desember 2020 eru mörgum í fersku minni.Vísir/ArnarHalldórs Svona ákafri úrkomu fylgi vatnavextir í lækjum og ám. „Vegna magns úrkomu má ekki útiloka vatnsflóð í kringum vatnsfarvegi. Það er gott að huga að niðurföllum í kringum hús til að forðast vatnstjón.“ Auknar líkur séu á skriðuföllum, svo sem grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum í lækjarfarvegum. „Einnig getur verið hætta á skriðum og grjóthruni þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum. Bent er á að fólk sýni aðgát þegar ferðast er undir bröttum hlíðum, horfi í kringum sig og forðist að dvelja lengi innan og neðan farvega. Auk þess þarf að hafa í huga að skriður geta fallið eftir að mesta ákefð rigningar er liðin hjá. Mikilvægt er að fylgjast með veðurspám, útgefnum viðvörunum og ástandi vega á vef Vegagerðarinnar.“
Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira