Sexfölduðu veltuna á einu ári Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2025 14:02 Frá afhendingu Vaxtarsprotans í Grasagarðinum í Laugardal. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Svandís Unnur Sigurðardóttir frá Rannís, Sigurður Óli Sigurðsson frá Rannís, Birgir Jósafatsson frá Thor Ice Chilling Solutions, Sigurður Hannesson frá SI, Ester Ósk Pálsdóttir frá Thor Ice Chilling Solutions, Árni Sigurjónsson frá SI, Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra, Gunnar Steinn Valgarðsson frá Aldin Dynamics, Páll Arinbjarnar frá Aldin Dynamics, Erla Tinna Stefánsdóttir frá SI, Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir frá HR og Ragnhildur Helgadóttir frá HR. SI Sprotafyrirtækið Aldin Dynamics hlaut í dag viðurkenningu sem Vaxtarsproti ársins fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Velta jókst um 514 prósent milli ára, fór úr 151 milljón króna í 929 milljónir króna. Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að fjármála- og efnahagsráðherra, Daði Már Kristófersson, hafi afhent Vaxtarsprotann 2025 í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal fyrr í dag. „Aldin Dynamics vinnur að þróun tölvuleikja og hugbúnaðartækni sem gerir notendum kleift að eiga raunsæ samskipti við gervigreindar-karaktera í sýndarheimum. Félagið byggir á margra ára reynslu í sýndarveruleika og markar með þessu nýtt skref í stafrænni upplifun framtíðarinnar. Fyrirtækið hefur tvö einkaleyfi sem tengjast greiningu á hegðun notenda, auk fjölda skráðra vörumerkja í Evrópu og Bandaríkjunum, þar á meðal Waltz of the Wizard sem hefur selst í yfir milljón eintökum erlendis. Vörur Aldin Dynamics eru hannaðar fyrir alþjóðlega markaði og nánast allar tekjur félagsins koma utan frá,“ segir í tilkynningunni. Hvatning til áframhaldandi starfa Haft er eftir Gunnari Steini Valgarðssyni, öðrum stofnanda Aldin Dynamics, að viðurkenningin sé mikill heiður og hvatning til áframhaldandi starfa. „Við viljum þakka sérstaklega uppbyggjandi sprotaumhverfi á Íslandi sem hefur veitt okkur byr undir báða vængi í gegnum tíðina. Við vonum innilega að sem flestir frumkvöðlar nýti sér þetta einstaka nýsköpunarumhverfi, taki skrefið fram á við og láti hugmyndir sínar verða að veruleika. Við hjá Aldin stefnum á að halda áfram okkar vegferð að þróa upplifanir sem sameina nýjustu tækni og listform á nýjan og aðgengilegan hátt.“ Góður vöxtur Fram kemur að Thor Ice Chilling Solutions hafi einnig hlotið viðurkenningu fyrir góðan vöxt. „Velta fyrirtækisins jókst um 531% á milli ára, fór úr 39 milljónum króna í tæplega 247 milljónir króna. Thor Ice Chilling Solutions þróar og framleiðir vörur fyrir kælingu á ferskvöru, sérstaklega í kjúklingavinnslum. Markmið fyrirtækisins er að hjálpa matvælaframleiðendum að spara orku, fækka bakteríum og auka gæði afurða til neytenda. Markaðir Thor Ice Chilling Solutions eru nær eingöngu erlendis en fyrirtækið hefur selt búnað til stærstu matvælaframleiðenda í Evrópu og er með viðskiptavini meðal annars í Frakklandi, Hollandi, Póllandi, Kanada og Saudi Arabíu. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins (SI), Samtaka sprotafyrirtækja (SSP), Háskólans í Reykjavík (HR) og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands (Rannís). Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja. Þetta er í 19. sinn sem Vaxtarsproti ársins er afhentur. Í dómnefnd voru Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir fyrir Háskólann í Reykjavík, Svandís Unnur Sigurðardóttir fyrir Rannís og Erla Tinna Stefánsdóttir fyrir Samtök iðnaðarins.“ Upplýsingatækni Gervigreind Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að fjármála- og efnahagsráðherra, Daði Már Kristófersson, hafi afhent Vaxtarsprotann 2025 í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal fyrr í dag. „Aldin Dynamics vinnur að þróun tölvuleikja og hugbúnaðartækni sem gerir notendum kleift að eiga raunsæ samskipti við gervigreindar-karaktera í sýndarheimum. Félagið byggir á margra ára reynslu í sýndarveruleika og markar með þessu nýtt skref í stafrænni upplifun framtíðarinnar. Fyrirtækið hefur tvö einkaleyfi sem tengjast greiningu á hegðun notenda, auk fjölda skráðra vörumerkja í Evrópu og Bandaríkjunum, þar á meðal Waltz of the Wizard sem hefur selst í yfir milljón eintökum erlendis. Vörur Aldin Dynamics eru hannaðar fyrir alþjóðlega markaði og nánast allar tekjur félagsins koma utan frá,“ segir í tilkynningunni. Hvatning til áframhaldandi starfa Haft er eftir Gunnari Steini Valgarðssyni, öðrum stofnanda Aldin Dynamics, að viðurkenningin sé mikill heiður og hvatning til áframhaldandi starfa. „Við viljum þakka sérstaklega uppbyggjandi sprotaumhverfi á Íslandi sem hefur veitt okkur byr undir báða vængi í gegnum tíðina. Við vonum innilega að sem flestir frumkvöðlar nýti sér þetta einstaka nýsköpunarumhverfi, taki skrefið fram á við og láti hugmyndir sínar verða að veruleika. Við hjá Aldin stefnum á að halda áfram okkar vegferð að þróa upplifanir sem sameina nýjustu tækni og listform á nýjan og aðgengilegan hátt.“ Góður vöxtur Fram kemur að Thor Ice Chilling Solutions hafi einnig hlotið viðurkenningu fyrir góðan vöxt. „Velta fyrirtækisins jókst um 531% á milli ára, fór úr 39 milljónum króna í tæplega 247 milljónir króna. Thor Ice Chilling Solutions þróar og framleiðir vörur fyrir kælingu á ferskvöru, sérstaklega í kjúklingavinnslum. Markmið fyrirtækisins er að hjálpa matvælaframleiðendum að spara orku, fækka bakteríum og auka gæði afurða til neytenda. Markaðir Thor Ice Chilling Solutions eru nær eingöngu erlendis en fyrirtækið hefur selt búnað til stærstu matvælaframleiðenda í Evrópu og er með viðskiptavini meðal annars í Frakklandi, Hollandi, Póllandi, Kanada og Saudi Arabíu. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins (SI), Samtaka sprotafyrirtækja (SSP), Háskólans í Reykjavík (HR) og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands (Rannís). Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa þannig aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja. Þetta er í 19. sinn sem Vaxtarsproti ársins er afhentur. Í dómnefnd voru Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir fyrir Háskólann í Reykjavík, Svandís Unnur Sigurðardóttir fyrir Rannís og Erla Tinna Stefánsdóttir fyrir Samtök iðnaðarins.“
Upplýsingatækni Gervigreind Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira