Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 25. september 2025 07:03 Ríkisstjórnin heldur því fram að afnám samsköttunar snerti aðeins fámennan hóp. Þessi „fámenni“ hópur er reyndar 6% allra fjölskyldna í landinu. Flest tengja hjónaband við hjartnæma og táknræna athöfn þar sem ást tveggja aðila er innsigluð. Hjónabandið er þó meira en hátíðleg stund og falleg fyrirheit. Það er lagalegt samkomulag tveggja einstaklinga um ákveðin réttindi og skyldur gagnvart hvort öðru. Löggjafinn hefur einnig ákveðið að í hjónabandi felist hagræði og öryggi sem ætlað er að styðja við fjölskyldur og sameiginlega ábyrgð þeirra. Samsköttun hjóna er dæmi um það. Framfærsluskylda Ein helsta skylda giftra einstaklinga er framfærsluskylda sem felur í sér að gift fólk er framfærsluskylt gagnvart hvort öðru. Víða í löggjöf og reglum er komið inn á þessa skyldu t.a.m. í hjúskaparlögum en þar stendur skýrt að „hjón bera sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar.“ Framfærsluframlagið samkvæmt sömu lögum getur verið í formi perningagreiðslna, vinnu á heimili eða öðrum stuðningi við fjölskyldu og skiptist það á milli hjóna eftir getu og aðstæðum. Samsköttun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú boðað breytingar á skattalöggjöfinni með það fyrir augum að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Samsköttun felst í því að einstaklingar í hjónabandi eða sambúð geta deilt skattalegu svigrúmi sínu. Ef annar aðilinn er með tekjur í efsta skattþrepi en hinn með engar eða lægri tekjur, getur fjölskyldan þannig lækkað samanlagða skattbyrði sína, en þó aðeins að ákveðnu hámarki. Samkvæmt ríkisstjórninni snýst þessi breyting um að „bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum“ í skattkerfinu. Ríkisstjórnin heldur því jafnframt fram að afnámið snerti aðeins fámennan hóp. Þessi „fámenni“ hópur er reyndar 6% allra fjölskyldna í landinu. Afnám samsköttunar hefur því bein áhrif á fjölda íslenskra heimila. Það þýðir að tekjulægri aðilinn getur ekki lengur nýtt skattaleg réttindi sín til að bæta fjárhagsstöðu fjölskyldunnar með auknum ráðstöfunartekjum. Sú glufa sem ríkisstjórnin ætlar að loka er því í raun ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu sem verið er að skerða. Tökum dæmi: Fyrsta dæmið eru hjón með lítil börn. Annað foreldrið starfar á togara, fer í langa túra á sjó og er með tekjur í efsta skattþrepi. Hitt foreldrið er heima með börnin, tekjulaust, þar sem yngsta barnið er ekki komið með dagvistun og fæðingarorlofsrétti beggja foreldra er lokið. Ef samsköttunin verður afnumin missa hjónin skattalegt hagræði af því að vera gift en eru engu að síður enn framfærsluskyld samkvæmt lögum Annað dæmið eru tvær fjölskyldur sem báðar saman standa af sambúðarfólki og tveimur börnum. Báðar fjölskyldurnar eru með sömu heildartekjur fyrir skatt. Í fyrri fjölskyldunni eru tekjur foreldranna svipaðar. Í þeirri síðari er annar aðilinn með mun lægri tekjur en hinn með tekjur í efsta skattþrepi. Með afnámi samsköttunar hækkar skattbyrði síðari fjölskyldunnar þrátt fyrir sömu heildartekjur beggja fjölskyldna. Hversu sanngjarnt er það að sambærilegar fjölskyldur sitji uppi með ólíka skattbyrði? Þriðja dæmið eru hjón á miðjum aldri með einn ungling á heimilinu. Annar einstaklingurinn hefur nýlega veikst alvarlega, er frá vinnu og með nánast engar tekjur. Hinn einstaklingurinn rekur eigið fyrirtæki og er með tekjur sem rétt ná yfir efsta skattþrepið. Með afnám samsköttunar skerðast tekjur heimilisins um að lágmarki 100.000 krónur á ársgrundvelli. Það munar um minna í þrálátri verðbólgu. Skattar munu „ekki“ hækka á einstaklinga „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. [....] Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimila [...]“ skrifaði Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar í aðdraganda alþingiskosningana 2024. Raunin virðist hins vegar vera önnur. Skattalegt hagræði hjóna og sambúðarfólks með ólíkar tekjur skerðist verulega með afnámi samsköttunar, á sama tíma og hjón bera áfram sameiginlega ábyrgð á skattaskuldum. Þá er ekkert sem bendir til þess að kostnaður heimilanna í landinu fari lækkandi. Sleggjan hefur ekki virkað á vextina, verðbólgan er þrálát og nú liggur fyrir að ráðstöfunartekjur 6% heimila í landinu lækka vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar! Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur því fram að afnám samsköttunar snerti aðeins fámennan hóp. Þessi „fámenni“ hópur er reyndar 6% allra fjölskyldna í landinu. Flest tengja hjónaband við hjartnæma og táknræna athöfn þar sem ást tveggja aðila er innsigluð. Hjónabandið er þó meira en hátíðleg stund og falleg fyrirheit. Það er lagalegt samkomulag tveggja einstaklinga um ákveðin réttindi og skyldur gagnvart hvort öðru. Löggjafinn hefur einnig ákveðið að í hjónabandi felist hagræði og öryggi sem ætlað er að styðja við fjölskyldur og sameiginlega ábyrgð þeirra. Samsköttun hjóna er dæmi um það. Framfærsluskylda Ein helsta skylda giftra einstaklinga er framfærsluskylda sem felur í sér að gift fólk er framfærsluskylt gagnvart hvort öðru. Víða í löggjöf og reglum er komið inn á þessa skyldu t.a.m. í hjúskaparlögum en þar stendur skýrt að „hjón bera sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar.“ Framfærsluframlagið samkvæmt sömu lögum getur verið í formi perningagreiðslna, vinnu á heimili eða öðrum stuðningi við fjölskyldu og skiptist það á milli hjóna eftir getu og aðstæðum. Samsköttun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú boðað breytingar á skattalöggjöfinni með það fyrir augum að afnema samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Samsköttun felst í því að einstaklingar í hjónabandi eða sambúð geta deilt skattalegu svigrúmi sínu. Ef annar aðilinn er með tekjur í efsta skattþrepi en hinn með engar eða lægri tekjur, getur fjölskyldan þannig lækkað samanlagða skattbyrði sína, en þó aðeins að ákveðnu hámarki. Samkvæmt ríkisstjórninni snýst þessi breyting um að „bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum“ í skattkerfinu. Ríkisstjórnin heldur því jafnframt fram að afnámið snerti aðeins fámennan hóp. Þessi „fámenni“ hópur er reyndar 6% allra fjölskyldna í landinu. Afnám samsköttunar hefur því bein áhrif á fjölda íslenskra heimila. Það þýðir að tekjulægri aðilinn getur ekki lengur nýtt skattaleg réttindi sín til að bæta fjárhagsstöðu fjölskyldunnar með auknum ráðstöfunartekjum. Sú glufa sem ríkisstjórnin ætlar að loka er því í raun ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu sem verið er að skerða. Tökum dæmi: Fyrsta dæmið eru hjón með lítil börn. Annað foreldrið starfar á togara, fer í langa túra á sjó og er með tekjur í efsta skattþrepi. Hitt foreldrið er heima með börnin, tekjulaust, þar sem yngsta barnið er ekki komið með dagvistun og fæðingarorlofsrétti beggja foreldra er lokið. Ef samsköttunin verður afnumin missa hjónin skattalegt hagræði af því að vera gift en eru engu að síður enn framfærsluskyld samkvæmt lögum Annað dæmið eru tvær fjölskyldur sem báðar saman standa af sambúðarfólki og tveimur börnum. Báðar fjölskyldurnar eru með sömu heildartekjur fyrir skatt. Í fyrri fjölskyldunni eru tekjur foreldranna svipaðar. Í þeirri síðari er annar aðilinn með mun lægri tekjur en hinn með tekjur í efsta skattþrepi. Með afnámi samsköttunar hækkar skattbyrði síðari fjölskyldunnar þrátt fyrir sömu heildartekjur beggja fjölskyldna. Hversu sanngjarnt er það að sambærilegar fjölskyldur sitji uppi með ólíka skattbyrði? Þriðja dæmið eru hjón á miðjum aldri með einn ungling á heimilinu. Annar einstaklingurinn hefur nýlega veikst alvarlega, er frá vinnu og með nánast engar tekjur. Hinn einstaklingurinn rekur eigið fyrirtæki og er með tekjur sem rétt ná yfir efsta skattþrepið. Með afnám samsköttunar skerðast tekjur heimilisins um að lágmarki 100.000 krónur á ársgrundvelli. Það munar um minna í þrálátri verðbólgu. Skattar munu „ekki“ hækka á einstaklinga „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk. [....] Samfylkingin ætlar að lækka kostnað heimila [...]“ skrifaði Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar í aðdraganda alþingiskosningana 2024. Raunin virðist hins vegar vera önnur. Skattalegt hagræði hjóna og sambúðarfólks með ólíkar tekjur skerðist verulega með afnámi samsköttunar, á sama tíma og hjón bera áfram sameiginlega ábyrgð á skattaskuldum. Þá er ekkert sem bendir til þess að kostnaður heimilanna í landinu fari lækkandi. Sleggjan hefur ekki virkað á vextina, verðbólgan er þrálát og nú liggur fyrir að ráðstöfunartekjur 6% heimila í landinu lækka vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar! Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun