Lífið

Selja í­búð í Vestur­bænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni á­fram“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Gauti og Jovana trúlofuðu sig 2019, giftu sig þremur árum síðar og eiga saman þrjú börn.
Gauti og Jovana trúlofuðu sig 2019, giftu sig þremur árum síðar og eiga saman þrjú börn.

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, og eiginkona hans, Jovana Schally, hafa sett íbúð sína á Grandavegi 1 á sölu. Þau elski íbúðina en eigi of mörg börn til að búa í henni áfram. Ásett verð er 97,9 milljónir.

„Skyndiákvörðun síðustu viku,“ skrifar Gauti í Facebook-færslu fyrr í dag og birtir fasteignaauglýsingu fyrir íbúðina.

„Við elskum þessa íbúð en við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram. Good vibes á besta stað í Vesturbæ Reykjavíkur,“ skrifar hann jafnframt.

Íbúðin er 105,7 fermetrar og skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu og borðstofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymslu innan íbúðar. Samkvæmt Betri stofunni fasteignasölu hefur húsið verið mikið endurnýjað að utan sem innan og er verið að klára framkvæmdir að utan á kostnað seljanda.

Nánar má lesa um íbúðina hér og svo má sjá myndir úr íbúðinni að neðan:

Svona lítur húsið út að utan.
Banka takk!
Íbúðin er fallega parkelögð.
Stofan er einkar smekkleg með stórum gluggum.
Stofan er stór og góð.
Baðherbergið er hóflega stórt með flottum skápum og baði.
Flott bað.
Eitt svefnherbergjanna.
Annað af þremur svefnherbergjum.
Barnaherbergi í góðri stærð.
Svo er flottur pallur fyrir utan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.