Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 15:59 Gríðarstórt grjót féll á veginn á milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur. Samsett Íbúi í Súðavík keyrði fram á stærðarinnar grjót sem runnið hafði úr Kirkjubólshlíð. Um er að ræða veg sem íbúar á svæðinu aka nær daglega. Dagbjört Hjaltadóttir, íbúi í Súðavík, keyrði fram á stærðarinnar grjóthnullung sem oltið hafði úr Kirkjubólshlíð niður á veg sem liggur á milli Súðavíkur og Ísafjarðarbæjar. Hún hafði samband við Vegagerðina og segir þau hafa verið eldsnögg að fjarlægja grjótið. „Þetta náði langleiðina upp á toppinn á bílnum hjá mér,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Það hafi verið einskær heppni að enginn hafi orðið fyrir grjótinu enda sé um að ræða fjölfarinn veg. Dagbjört segist keyra þarna um á hverjum degi, líkt og margir íbúar á svæðinu aki um veginn daglega, til að mynda til að stunda nám eða vinnu. Oft sé hún sjálf að keyra í mun verri veðurskilyrðum en í sólinni í dag. „Hefði ég verið að keyra þarna að nóttu til í myrkri hefði þessi steinn komið eins og skrattinn úr sauðaleggnum.“ Dagbjört segir flesta nágranna hennar hafa orðið fyrir einhverju tjóni eða skaða bæði í Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð. Til að mynda hafði sonur hennar lent í því að affelga bílinn þegar hann keyrði leiðina á milli bæjanna tveggja. „Þetta er veruleiki sem við Vestfirðingar búum við.“ Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir því að búa ætti til göng á milli Súðavíkur og Ísafjarðar vegna fjölda grjóthruna og slysa sem orðið hafa á Súðavíkurhlíð. Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21 Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Dagbjört Hjaltadóttir, íbúi í Súðavík, keyrði fram á stærðarinnar grjóthnullung sem oltið hafði úr Kirkjubólshlíð niður á veg sem liggur á milli Súðavíkur og Ísafjarðarbæjar. Hún hafði samband við Vegagerðina og segir þau hafa verið eldsnögg að fjarlægja grjótið. „Þetta náði langleiðina upp á toppinn á bílnum hjá mér,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Það hafi verið einskær heppni að enginn hafi orðið fyrir grjótinu enda sé um að ræða fjölfarinn veg. Dagbjört segist keyra þarna um á hverjum degi, líkt og margir íbúar á svæðinu aki um veginn daglega, til að mynda til að stunda nám eða vinnu. Oft sé hún sjálf að keyra í mun verri veðurskilyrðum en í sólinni í dag. „Hefði ég verið að keyra þarna að nóttu til í myrkri hefði þessi steinn komið eins og skrattinn úr sauðaleggnum.“ Dagbjört segir flesta nágranna hennar hafa orðið fyrir einhverju tjóni eða skaða bæði í Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð. Til að mynda hafði sonur hennar lent í því að affelga bílinn þegar hann keyrði leiðina á milli bæjanna tveggja. „Þetta er veruleiki sem við Vestfirðingar búum við.“ Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir því að búa ætti til göng á milli Súðavíkur og Ísafjarðar vegna fjölda grjóthruna og slysa sem orðið hafa á Súðavíkurhlíð.
Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21 Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54 Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Sex dögum eftir að fjölskyldubíll sveitarstjórans í Súðavík skemmdist í grjóthruni keyrði ökumaður snjómoksturstækis á annan bíl fjölskyldunnar. Engan sakaði en bifreiðin fer líklegast í brotajárn. 18. apríl 2025 15:21
Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík, settist nýlega inn á þing í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur fyrir Flokk fólksins. Jómfrúarræða hans fjallaði um Súðavíkurhlíð og tveimur dögum síðar lenti sonur hans þar í slysi. 10. apríl 2025 14:54
Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26. desember 2024 12:26