Von á mesta vindinum í marga mánuði Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2025 07:11 Gular veðurviðvaranir taka víðast hvar síðar í dag. Veðurstofan Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. Á vef Veðurstofunnar segir að vindurinn um eða eftir hádegi á morgun verði allhvass eða hvass og sé nægur til að garðhúsgögn, trampólín eða aðrir lausir munir geti fokið. Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í mánuði og því er um að gera að ganga frá lausamunum sem enn eru úti eftir sumarið svo þeir fjúki ekki. Dregur smám saman úr rigningu seint í dag og úr vindi í kvöld. Hiti 10 til 16 stig. Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu – nema á Vestfjörðum og á Breiðafirði – ýmist til hádegis eða fram á kvöld. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi vegna hvassviðrisins milli 11 og 16. Svipaða sögu er að segja á Suðurlandi en viðrvaranir eru lengst í gildi á miðhálenginu og á norðaustanverðu landinu. Minnkandi suðvestanátt á morgun, 5-10 m/s síðdegis. Dálítil væta á vestanverðu landinu, en lengst af þurrt austanlands. Hiti 10 til 15 stig. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðvestan og vestan 5-13 m/s og skúrir, en lengst af þurrt á austanverðu landinu. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Austurlandi. Á sunnudag: Suðlæg átt 3-8 og bjartviðri, en 8-13 og stöku skúrir við suður- og vesturströndina. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið. Hiti 7 til 12 stig. Á mánudag: Suðaustan 13-20 og talsverð rigning, en 8-13 og þurrt á norðaustanverðu landinu. Hægari og úrkomuminna um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Sunnan 5-10 og skúrir eða rigning, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag: Breytileg átt og rigning víða um land. Hiti 6 til 11 stig. Á fimmtudag: Útlit fyrir breytilega átt. Rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið. Veður Tengdar fréttir Lægð sem valdi meiri usla Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. 25. september 2025 20:34 Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Gular viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi víða um land í nótt og fyrramálið. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að ganga frá lausamunum og er hætta á grjóthruni og skriðuföllum á sunnan- og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu sem spáð er í kvöld og nótt. 25. september 2025 12:02 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að vindurinn um eða eftir hádegi á morgun verði allhvass eða hvass og sé nægur til að garðhúsgögn, trampólín eða aðrir lausir munir geti fokið. Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í mánuði og því er um að gera að ganga frá lausamunum sem enn eru úti eftir sumarið svo þeir fjúki ekki. Dregur smám saman úr rigningu seint í dag og úr vindi í kvöld. Hiti 10 til 16 stig. Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu – nema á Vestfjörðum og á Breiðafirði – ýmist til hádegis eða fram á kvöld. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun í gildi vegna hvassviðrisins milli 11 og 16. Svipaða sögu er að segja á Suðurlandi en viðrvaranir eru lengst í gildi á miðhálenginu og á norðaustanverðu landinu. Minnkandi suðvestanátt á morgun, 5-10 m/s síðdegis. Dálítil væta á vestanverðu landinu, en lengst af þurrt austanlands. Hiti 10 til 15 stig. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðvestan og vestan 5-13 m/s og skúrir, en lengst af þurrt á austanverðu landinu. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Austurlandi. Á sunnudag: Suðlæg átt 3-8 og bjartviðri, en 8-13 og stöku skúrir við suður- og vesturströndina. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið. Hiti 7 til 12 stig. Á mánudag: Suðaustan 13-20 og talsverð rigning, en 8-13 og þurrt á norðaustanverðu landinu. Hægari og úrkomuminna um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á þriðjudag: Sunnan 5-10 og skúrir eða rigning, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag: Breytileg átt og rigning víða um land. Hiti 6 til 11 stig. Á fimmtudag: Útlit fyrir breytilega átt. Rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Veður Tengdar fréttir Lægð sem valdi meiri usla Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. 25. september 2025 20:34 Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Gular viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi víða um land í nótt og fyrramálið. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að ganga frá lausamunum og er hætta á grjóthruni og skriðuföllum á sunnan- og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu sem spáð er í kvöld og nótt. 25. september 2025 12:02 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Sjá meira
Lægð sem valdi meiri usla Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. 25. september 2025 20:34
Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Gular viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi víða um land í nótt og fyrramálið. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að ganga frá lausamunum og er hætta á grjóthruni og skriðuföllum á sunnan- og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu sem spáð er í kvöld og nótt. 25. september 2025 12:02