Busquets stígur niður af sviðinu Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2025 07:33 Sergio Busquets getur kvatt sviðið sáttur eftir magnaðan feril. Getty Spænska fótboltagoðsögnin Sergio Busquets hefur tilkynnt að takkaskórnir fari á hilluna á þessu ári, í síðasta lagi í desember. Busquets, sem er 37 ára gamall, greindi frá þessari ákvörðun sinni í myndbandi á Instagram en hann hefur í tæpa tvo áratugi spilað sem atvinnumaður, fyrir Barcelona, Inter Miami og spænska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Sergio Busquets (@5sergiob) Busquets ætlar að klára tímabilið með Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni. Deildarkeppninni lýkur um miðjan október en ljóst er að Miami fer í úrslitakeppnina og það verður svo að koma í ljós hve langt liðið nær þar. 🚨🇪🇸 BREAKING: Sergio Busquets has decided to retire from professional football.Legendary Spanish midfielder will say goodbye at the end of current MLS season in few weeks.Absolute legend and icon of the game. pic.twitter.com/ASrTP41h9v— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 26, 2025 „Ég finn að það er kominn tími til að kveðja feril minn sem atvinnumaður í fótbolta. Þetta eru orðin næstum tuttugu ár þar sem ég hef notið þessarar ótrúlegu sögu sem mig dreymdi alltaf um. Fótbolti hefur gefið mér einstakar lífsreynslur á dásamlegum stöðum, með bestu ferðafélögunum,“ sagði Busquets í myndbandinu. 🚨 𝗢𝗙𝗙𝗜𝗖𝗜𝗔𝗟: Sergio Busquets has announced that he will 𝗥𝗘𝗧𝗜𝗥𝗘 from football at the end of the MLS season.Club trophies:🏆 9x La Liga Titles🏆 3x Champions League🏆 7x Copa Del Rey🏆 7x Supercopa de España🏆 3x Club World Cup🏆 3x UEFA Super Cup… pic.twitter.com/cj2YKJvMfB— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) September 26, 2025 Óhætt er að segja að ferill hans hafi verið sérstaklega glæsilegur en Busquets lék yfir 700 leiki með Barcelona og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu þrisvar, Spánarmeistaratitilinn níu sinnum og spænska bikarmeistaratitilinn sjö sinnum, sem og HM félagsliða í þrígang. Þá varð hann heimsmeistari með Spáni árið 2010 og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Bandaríski fótboltinn Spænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Busquets, sem er 37 ára gamall, greindi frá þessari ákvörðun sinni í myndbandi á Instagram en hann hefur í tæpa tvo áratugi spilað sem atvinnumaður, fyrir Barcelona, Inter Miami og spænska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Sergio Busquets (@5sergiob) Busquets ætlar að klára tímabilið með Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni. Deildarkeppninni lýkur um miðjan október en ljóst er að Miami fer í úrslitakeppnina og það verður svo að koma í ljós hve langt liðið nær þar. 🚨🇪🇸 BREAKING: Sergio Busquets has decided to retire from professional football.Legendary Spanish midfielder will say goodbye at the end of current MLS season in few weeks.Absolute legend and icon of the game. pic.twitter.com/ASrTP41h9v— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 26, 2025 „Ég finn að það er kominn tími til að kveðja feril minn sem atvinnumaður í fótbolta. Þetta eru orðin næstum tuttugu ár þar sem ég hef notið þessarar ótrúlegu sögu sem mig dreymdi alltaf um. Fótbolti hefur gefið mér einstakar lífsreynslur á dásamlegum stöðum, með bestu ferðafélögunum,“ sagði Busquets í myndbandinu. 🚨 𝗢𝗙𝗙𝗜𝗖𝗜𝗔𝗟: Sergio Busquets has announced that he will 𝗥𝗘𝗧𝗜𝗥𝗘 from football at the end of the MLS season.Club trophies:🏆 9x La Liga Titles🏆 3x Champions League🏆 7x Copa Del Rey🏆 7x Supercopa de España🏆 3x Club World Cup🏆 3x UEFA Super Cup… pic.twitter.com/cj2YKJvMfB— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) September 26, 2025 Óhætt er að segja að ferill hans hafi verið sérstaklega glæsilegur en Busquets lék yfir 700 leiki með Barcelona og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu þrisvar, Spánarmeistaratitilinn níu sinnum og spænska bikarmeistaratitilinn sjö sinnum, sem og HM félagsliða í þrígang. Þá varð hann heimsmeistari með Spáni árið 2010 og Evrópumeistari tveimur árum síðar.
Bandaríski fótboltinn Spænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira