Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 16:32 Matthías Björn er nítján ára. Hann mætti í jakkafötum í dómsal þegar málið var til meðferðar. Vísir/Anton Brink Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða segir dómara í málinu ekki taka mið af þeim augljósu hagsmunum sem Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson hafi af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Dómurinn hefur ekki verið birtur og beindi dómari þeim tilmælum til verjenda að hann færi ekki í dreifingu enda væru viðkvæm atriði sem ætti eftir að afmá úr dómnum. Sævar Þór Jónsson verjandi Matthíasar hefur kynnt sér niðurstöðu dómsins sem telur um hundrað blaðsíður. „Dómurinn byggir á framburði meðákærðu, Stefáns og Lúkasar, um meint ofbeldi Matthíasar, án þess að gæta að þeim augljósu hagsmunum sem þeir hafa af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar. Framburður Matthíasar um takmarkaða aðkomu og þvinganir og hræðslu við meðákærðu er metinn ótrúverðugur án fullnægjandi rökstuðnings. Rökstuðningur dómsins fyrir niðurstöðu um ásetning, lægsta stig, er ófullnægjandi,“ segir Sævar Þór. Sævar Þór Jónsson er verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar í málinu.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur byggi að hans sögn á sakfellingu Matthíasar á samverknaði hans með Stefáni og Lúkasi Geir. „Dómurinn gerir þó ekki nægjanlegan greinarmun á þætti hvers og eins og þeim ásetningi sem lá að baki. Niðurstaða um samverknað er of almenn og dregin af ályktunum. Dómurinn leggur sameiginlega ábyrgð á alla þrjá ákærðu án þess að sýna fram á að sameiginlegur ásetningur hafi náð til manndráps,“ segir Sævar Þór. „Þótt þeir hafi verið samverkamenn um frelsissviptingu og rán þýðir það ekki sjálfkrafa að þeir hafi verið samverkamenn um manndráp. Sönnunarfærsla héraðsdóms er áfátt og byggir á röngu mati á sönnunargögnum og of víðtækri túlkun á hugtakinu samverknaður. Sá vafi sem fyrir hendi er um huglæga afstöðu Matthíasar og aðkomu hans að banvænum áverkum verður að túlka honum í hag. Vafinn virðist þó ekki skýrður Matthíasi í hag.“ Dómi Matthíasar Björns verði áfrýjað. Matthías hélt því fram við aðalmeðferð málsins að hann hefði aðeins verið ökumaður og ekki tekið þátt í frelsissviptingunni. Lýsingar hans á atburðarásinni um nóttina var töluvert frábrugðin þeirri hjá Stefáni og Lúkasi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Matthías Björn grunaður um aðkomu að nokkrum tálbeituaðgerðum sem lögregla hefur til rannsóknar. Meðal annars eina á Akranesi þar sem hópur manna gekk í skrokk á fullorðnum karlmanni sem sagður var hafa ætlað að hitta unga stúlku. Matthías sagði slíkar tálbeituaðgerðir öðruvísi en þetta mál. Þær væru meira „professional“ sagði Matthías. Tilgangurinn væri að ná barnaperrum og þeir hefðu komið flestum gögnum til lögreglu. Dómsmál Manndráp í Gufunesi Tengdar fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu. 26. september 2025 12:17 „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 29. ágúst 2025 14:03 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Dómurinn hefur ekki verið birtur og beindi dómari þeim tilmælum til verjenda að hann færi ekki í dreifingu enda væru viðkvæm atriði sem ætti eftir að afmá úr dómnum. Sævar Þór Jónsson verjandi Matthíasar hefur kynnt sér niðurstöðu dómsins sem telur um hundrað blaðsíður. „Dómurinn byggir á framburði meðákærðu, Stefáns og Lúkasar, um meint ofbeldi Matthíasar, án þess að gæta að þeim augljósu hagsmunum sem þeir hafa af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar. Framburður Matthíasar um takmarkaða aðkomu og þvinganir og hræðslu við meðákærðu er metinn ótrúverðugur án fullnægjandi rökstuðnings. Rökstuðningur dómsins fyrir niðurstöðu um ásetning, lægsta stig, er ófullnægjandi,“ segir Sævar Þór. Sævar Þór Jónsson er verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar í málinu.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur byggi að hans sögn á sakfellingu Matthíasar á samverknaði hans með Stefáni og Lúkasi Geir. „Dómurinn gerir þó ekki nægjanlegan greinarmun á þætti hvers og eins og þeim ásetningi sem lá að baki. Niðurstaða um samverknað er of almenn og dregin af ályktunum. Dómurinn leggur sameiginlega ábyrgð á alla þrjá ákærðu án þess að sýna fram á að sameiginlegur ásetningur hafi náð til manndráps,“ segir Sævar Þór. „Þótt þeir hafi verið samverkamenn um frelsissviptingu og rán þýðir það ekki sjálfkrafa að þeir hafi verið samverkamenn um manndráp. Sönnunarfærsla héraðsdóms er áfátt og byggir á röngu mati á sönnunargögnum og of víðtækri túlkun á hugtakinu samverknaður. Sá vafi sem fyrir hendi er um huglæga afstöðu Matthíasar og aðkomu hans að banvænum áverkum verður að túlka honum í hag. Vafinn virðist þó ekki skýrður Matthíasi í hag.“ Dómi Matthíasar Björns verði áfrýjað. Matthías hélt því fram við aðalmeðferð málsins að hann hefði aðeins verið ökumaður og ekki tekið þátt í frelsissviptingunni. Lýsingar hans á atburðarásinni um nóttina var töluvert frábrugðin þeirri hjá Stefáni og Lúkasi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Matthías Björn grunaður um aðkomu að nokkrum tálbeituaðgerðum sem lögregla hefur til rannsóknar. Meðal annars eina á Akranesi þar sem hópur manna gekk í skrokk á fullorðnum karlmanni sem sagður var hafa ætlað að hitta unga stúlku. Matthías sagði slíkar tálbeituaðgerðir öðruvísi en þetta mál. Þær væru meira „professional“ sagði Matthías. Tilgangurinn væri að ná barnaperrum og þeir hefðu komið flestum gögnum til lögreglu.
Dómsmál Manndráp í Gufunesi Tengdar fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu. 26. september 2025 12:17 „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 29. ágúst 2025 14:03 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu. 26. september 2025 12:17
„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 29. ágúst 2025 14:03