Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. september 2025 17:59 Donald Trump hefur ekki misst trúna á liði Bandaríkjanna. Mandel Ngan-Pool/Getty Images Donald Trump er mættur á Ryder bikarinn, fyrstur Bandaríkjaforseta, til að styðja lið Bandaríkjanna til sigurs gegn Evrópu. Hann hefur ekki misst trúna þrátt fyrir erfiðan morgun hjá bandaríska liðinu. Trump mætti á svæðið rétt áður en síðdegiskeppnin hófst, ásamt barnabarni sínu Kai Trump sem stefnir á að spila golf fyrir háskólann í Miami. Stemningin var ekkert stórkostleg meðal Bandaríkjamanna því staðan var þá 3-1 fyrir Evrópu eftir fjórar viðureignir í fjórmenningi um morguninn. Xander Schaufelle og Patrick Cantlay björguðu stigi fyrir Bandaríkin í síðustu viðureigninni. „Ég hef á tilfinningunni að hlutirnir muni snúast hérna“ sagði fyrirliði Bandaríkjanna, Keegan Bradley, þegar hann sá flugherinn fljúga yfir svæðið til að boða komu Trump. Áhorfendaskarinn hresstist líka við að sjá þjóðarleiðtogann og Trump fullvissaði fólk um að Bandaríkin myndu vinna mótið. „Við munum klára þetta, á einn veg eða annan, við munum klára þetta“ sagði Trump við blaðamenn eftir mikilfengnar móttökur. 🚨 HOLY CRAP! Ryder Cup crowd in New York goes CRAZY for President Trump and his granddaughter Kai, breaks out into chants of "USA! USA!"This is what a president who is loved by his fellow countrymen looks like. The energy is UNMATCHED. 🇺🇸 pic.twitter.com/WrM0TTb0KR— Eric Daugherty (@EricLDaugh) September 26, 2025 Forsetinn leiddi síðan Bryson DeChambeau og Ben Griffin, kylfinga Bandaríkjanna út í síðdegiskeppnina, sem er tiltölulega nýhafin og er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. President Donald Trump walks Bryson DeChambeau and Ben Griffin to the first tee of the Ryder Cup pic.twitter.com/WjqBxG4Ctq— Jomboy Media (@JomboyMedia) September 26, 2025 Trump er fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem mætir á Ryder bikarinn. Varaforsetinn Dan Quayle mætti á keppnina sem var kölluð „stríðið við ströndina“ árið 1991, en lét lítið fyrir sér fara og vildi ekki draga að sér athygli. Þáverandi forseti, George H.W. Bush var mikill golfáhugamaður en horfði á keppnina í Hvíta húsinu og mætti ekki sjálfur fyrr en eftir að forsetatíðinni lauk. Þá hafa Bill Clinton og Barack Obama boðið sigurliðum Bandaríkjanna í heimsókn í Hvíta húsið, líkt og Donald Trump mun líklega gera ef liðinu tekst að snúa taflinu við. Ryder bikarinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. Ryder-bikarinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Trump mætti á svæðið rétt áður en síðdegiskeppnin hófst, ásamt barnabarni sínu Kai Trump sem stefnir á að spila golf fyrir háskólann í Miami. Stemningin var ekkert stórkostleg meðal Bandaríkjamanna því staðan var þá 3-1 fyrir Evrópu eftir fjórar viðureignir í fjórmenningi um morguninn. Xander Schaufelle og Patrick Cantlay björguðu stigi fyrir Bandaríkin í síðustu viðureigninni. „Ég hef á tilfinningunni að hlutirnir muni snúast hérna“ sagði fyrirliði Bandaríkjanna, Keegan Bradley, þegar hann sá flugherinn fljúga yfir svæðið til að boða komu Trump. Áhorfendaskarinn hresstist líka við að sjá þjóðarleiðtogann og Trump fullvissaði fólk um að Bandaríkin myndu vinna mótið. „Við munum klára þetta, á einn veg eða annan, við munum klára þetta“ sagði Trump við blaðamenn eftir mikilfengnar móttökur. 🚨 HOLY CRAP! Ryder Cup crowd in New York goes CRAZY for President Trump and his granddaughter Kai, breaks out into chants of "USA! USA!"This is what a president who is loved by his fellow countrymen looks like. The energy is UNMATCHED. 🇺🇸 pic.twitter.com/WrM0TTb0KR— Eric Daugherty (@EricLDaugh) September 26, 2025 Forsetinn leiddi síðan Bryson DeChambeau og Ben Griffin, kylfinga Bandaríkjanna út í síðdegiskeppnina, sem er tiltölulega nýhafin og er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. President Donald Trump walks Bryson DeChambeau and Ben Griffin to the first tee of the Ryder Cup pic.twitter.com/WjqBxG4Ctq— Jomboy Media (@JomboyMedia) September 26, 2025 Trump er fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem mætir á Ryder bikarinn. Varaforsetinn Dan Quayle mætti á keppnina sem var kölluð „stríðið við ströndina“ árið 1991, en lét lítið fyrir sér fara og vildi ekki draga að sér athygli. Þáverandi forseti, George H.W. Bush var mikill golfáhugamaður en horfði á keppnina í Hvíta húsinu og mætti ekki sjálfur fyrr en eftir að forsetatíðinni lauk. Þá hafa Bill Clinton og Barack Obama boðið sigurliðum Bandaríkjanna í heimsókn í Hvíta húsið, líkt og Donald Trump mun líklega gera ef liðinu tekst að snúa taflinu við. Ryder bikarinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4.
Ryder-bikarinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira