Enski boltinn

Nuno tekinn við West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nuno Espírito Santo er tekinn við West Ham United.
Nuno Espírito Santo er tekinn við West Ham United. getty/Visionhaus

West Ham United hefur ráðið Nuno Espírito Santo sem næsta knattspyrnustjóra liðsins.

Graham Potter var rekinn sem stjóri West Ham í morgun og strax benti flest til þess að Nuno myndi taka við.

West Ham hefur nú staðfest að Nuno hafi verið ráðinn. Portúgalinn skrifaði undir þriggja ára samning við Hamrana.

Nuno stýrir æfingu í dag og verður á hliðarlínunni þegar West Ham sækir Everton heim á mánudaginn.

West Ham er fjórða enska liðið sem Nuno stýrir. Hann var áður með Wolves, Tottenham og Nottingham Forest. Nuno var látinn fara sem stjóri Forest 9. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×