„Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. september 2025 20:57 Guðlaugur Þór ræddi við Sýn í kvöld. Vísir Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Drónabrölt yfir Danmörku heldur áfram en síðast sáust drónar á sveimi yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöld. Fyrst varð vart við dróna við Kastrup flugvöll á mánudag og svo á fjórum flugvöllum á Jótlandi og herflugvelli fyrir nokkrum dögum. Enn er á huldu hvaðan drónarnir koma og er búið að koma fyrir sérstökum radar fyrir dróna á Kastrup-flugvelli. Forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort kalla skuli saman þjóðaröryggisráð þrátt fyrir ákall stjórnarandstöðunnar þess efnis og þó að utanríkisráðherra telji tilefni til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir það harðlega. „Það er ótrúlegt að þjóðaröryggisráð hefur bara verið kallað saman tvisvar eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum hve alvarlegt ástandið er. Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt. Það er til að samhæfa öryggi okkar og varnir. Þú verður að vinna heimavinnuna þína. Þú verður alltaf að vera viðbúinn. Ef það er logn þá á að búa sig undir vindinn.“ Mikil umræða ríkisstjórnarinnar um öryggis og varnarmál skjóti að hans mati skökku við. „En þegar á hólminn kemur, virðast þetta fyrst og fremst vera orð. Við sjáum mjög lítið ef nokkuð í fjárlagafrumvarpinu. Þjóðaröryggisráð kemur ekki saman og reyndar virðist helsta áherslan vera það að tengja þetta einhvern veginn við Evrópusambandsmál en þetta eru algjörlega óskyld mál.“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa verið staddar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Til að mynda voru þær báðar þar í byrjun vikunnar og var þá Inga Sæland starfandi forsætisráðherra. Hefði Inga Sæland átt að ráðast til atlögu og kalla saman þjóðaröryggisráð að þínu mati? „Að sjálfsögðu. Þetta snýst ekki um einstaklinga. Auðvitað getur komið upp sú staða að forystumenn þjóðarinnar séu ekki heima. Við getum ekki bara beðið eftir því að forsætis- og utanríkisráðherra komi út úr fríhöfninni og ætlað þá að funda.“ Er að einhverju leyti eðlilegt að bíða aðeins átekta og sjá fyrst hver ber ábyrgð á þessum drónaárásum áður en þjóðaröryggisráð er kallað saman? „Ég myndi telja að það væri mjög mikilvægt fyrir þjóðaröryggisráðið að fá allar þær upplýsingar sem við erum með núna.“ Þurfi að vera gert á grunni gagna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í kvöld að hún sýndi því skilning að Guðlaugur Þór vilji að þjóðaröryggisráð komi saman. „En auðvitað þarf þetta að byggja líka á upplýsingum. Það er ekki komið í ljós nákvæmlega hefur átt sér stað [í Damörku],“ sagði hún í samtali við fréttaþul. „[Ég] tel ekkert óeðlilegt að þóðaröryggisráð komi fyrr en síðar saman en það þarf að vera gert á grunni gagna, af yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Drónaumferð á dönskum flugvöllum Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Drónabrölt yfir Danmörku heldur áfram en síðast sáust drónar á sveimi yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöld. Fyrst varð vart við dróna við Kastrup flugvöll á mánudag og svo á fjórum flugvöllum á Jótlandi og herflugvelli fyrir nokkrum dögum. Enn er á huldu hvaðan drónarnir koma og er búið að koma fyrir sérstökum radar fyrir dróna á Kastrup-flugvelli. Forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort kalla skuli saman þjóðaröryggisráð þrátt fyrir ákall stjórnarandstöðunnar þess efnis og þó að utanríkisráðherra telji tilefni til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir það harðlega. „Það er ótrúlegt að þjóðaröryggisráð hefur bara verið kallað saman tvisvar eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum hve alvarlegt ástandið er. Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt. Það er til að samhæfa öryggi okkar og varnir. Þú verður að vinna heimavinnuna þína. Þú verður alltaf að vera viðbúinn. Ef það er logn þá á að búa sig undir vindinn.“ Mikil umræða ríkisstjórnarinnar um öryggis og varnarmál skjóti að hans mati skökku við. „En þegar á hólminn kemur, virðast þetta fyrst og fremst vera orð. Við sjáum mjög lítið ef nokkuð í fjárlagafrumvarpinu. Þjóðaröryggisráð kemur ekki saman og reyndar virðist helsta áherslan vera það að tengja þetta einhvern veginn við Evrópusambandsmál en þetta eru algjörlega óskyld mál.“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa verið staddar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Til að mynda voru þær báðar þar í byrjun vikunnar og var þá Inga Sæland starfandi forsætisráðherra. Hefði Inga Sæland átt að ráðast til atlögu og kalla saman þjóðaröryggisráð að þínu mati? „Að sjálfsögðu. Þetta snýst ekki um einstaklinga. Auðvitað getur komið upp sú staða að forystumenn þjóðarinnar séu ekki heima. Við getum ekki bara beðið eftir því að forsætis- og utanríkisráðherra komi út úr fríhöfninni og ætlað þá að funda.“ Er að einhverju leyti eðlilegt að bíða aðeins átekta og sjá fyrst hver ber ábyrgð á þessum drónaárásum áður en þjóðaröryggisráð er kallað saman? „Ég myndi telja að það væri mjög mikilvægt fyrir þjóðaröryggisráðið að fá allar þær upplýsingar sem við erum með núna.“ Þurfi að vera gert á grunni gagna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í kvöld að hún sýndi því skilning að Guðlaugur Þór vilji að þjóðaröryggisráð komi saman. „En auðvitað þarf þetta að byggja líka á upplýsingum. Það er ekki komið í ljós nákvæmlega hefur átt sér stað [í Damörku],“ sagði hún í samtali við fréttaþul. „[Ég] tel ekkert óeðlilegt að þóðaröryggisráð komi fyrr en síðar saman en það þarf að vera gert á grunni gagna, af yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“
Drónaumferð á dönskum flugvöllum Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira