Handbolti

Hroða­leg hné­meiðsli Janusar Daða

Siggeir Ævarsson skrifar
Janus Daði verður sennilega lengi frá
Janus Daði verður sennilega lengi frá EPA-EFE/Sandor Ujvari

Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason meiddist illa í leik Pick Szeged og Tatabánya í kvöld en við fyrstu sýn virðist vera um mjög alvarleg meiðsli að ræða.

Hinn danski Rasmus Boysen birti klippu af meiðslunum á Twitter síðu sinni og er full ástæða til að vara viðkvæma við myndbandinu hér að neðan. Ekkert hefur þó verið staðfest enn um alvarleika meiðslanna.

Janus hefur verið nokkuð óheppinn með meiðsli í gegnum ferilinn en hann missti af HM í Egyptalandi 2021 vegna meiðsla á öxl. Hann er á sínu öðru tímabili með Pick Szeged.

Handkastið greindi fyrst frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×